Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 10, 04. - 10. mars 2024

Jarðskjálftayfirlit viku 10, 04. - 10. mars 2024 

Um 650 skjálftar hafa mælst á landinu í tíundu viku ársins. Allir skjálftar hafa verið yfirfarnir. Í síðustu viku mældust 1650 skjálftar og þar af var drjúgur hluti þeirra tengdir kvikuinnskoti þann 3. mars frá Svartsengi undir Sundhnjúksgígaröðina.

Áframhaldandi landris í Svartsengi mælist eftir kvikuinnskotið. Í heildina hafa yfir 11 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá kvikuhlaupinu 3. mars. Þrýstingur í kvikuhólfinu heldur því áfram að byggjast upp og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum.

Mesta virkni í vikunni hefur verið á Reykjanesskagan. Smá hrina var við Eiturhóli og smá virkni í Vatnajökli og á Norðurlandi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Tæplega 400 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni sem leið. Mest var virknin í kvikuganginum eða eða um 200 skjálftar, flestir undir 1,3 að stærð. Stærsti skjálfti þar mældist 2,8 að stærð, þann 8. mars kl. 20:29, rétt suðaustur af Þorbjörn. Engar tilkynnigar bárust okkur um að skjálftinn hafi fundist.

Mesta virkni í kvikugangurinn hefur verið milli Hagafells og Grindavíkur. Aukin virkni hefur líka mælst í Fagradalsfjalli, þar sem um 70 smáskjálftar hafa mælst, flestir á 6-7 km dýpi.

Landrisið undir Svartsengi heldur áfram og verulega líkur eru á nýju kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Í heildina hafa yfir 11 milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir síðan kvikuhlaupið var 3. mars.

Hrina með rúmlega 20 smáskjálftum varð rétt austur af Reykjanestá, þann 6. mars. Stærsti skjálfti þar mældist 3,0 að stærð, þann 6. mars kl. 10:17 og fannst ekki í byggð.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu milli Keilis og austur fyrir Kleifarvatn, þar sem yfir 100 skjálftar mældust. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,6 að stærð þann 7. mars, í Trölladyngju. Nokkrir skjálftar mældust í nágrenni við Bláfjöll.


Fimm skjálftar mældust úti á hrygg, stærstur þeirra mældist 2,9 að stærð 9. mars.


Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Á Hengilssvæðinu mældust tæplega 70 skjálftar. Af þeim voru um 40 staðsettir í og við Húsmúla. Við Eiturhóli mældust um 15 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð, þann 7. mars við Eiturhóli.

Skjálftavirkni á Suðurlandsbrotabeltinu var með eðlilegu móti, tæplega 20 skjálftar, flestir litlir og mjög dreifðir. Stærsti skjálfti þar var 2,6 að stærð, þann 6. mars. Það mældust engir skjálftar í Heklu í vikunni.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

Tveir smáskjálftar mældust við Hagafell, við Langjökull.

Austurgosbeltið

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
Í Mýrdalsjökli var virkni minni en undanfarnar vikur, sex smáskjálftar, stærsti 1,2 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust tæplega 40 skjálftar og var virknin mest í kringum Grímsvötn og Bárðarbungu. Í Bárðarbungu mældust 15 skjálftar, sá stærsti 3,2 að stærð þann 7. mars. Í Grímsfjöllum voru átta smáskjálftar, stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð. Á djúpa svæðið suðaustur af Bárðarbunga mældust sex smáskjálftar. Nokkrir smáskjálftar mældust við eystri og vestari Skaftárkatla.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust 18 skjálftar, allir undir 1,7 að stærð. Við Herðubreið mældust 44 skjálftar, sá stærsti 2,0 að stærð.

Krafla og Þeistareykir

Þrír smáskjálftar mældust við Kröflu og þrírr við Bæjarfjall.


Tjörnesbrotabeltið

Alls mældust um 45 skjálftar á Grímseyjarbrotabeltinu og Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Flestir skjálftar mældust um 15 km suðsuðaustur af Grímsey í lítilli hrinu. Stærsti skjálfti þar mældust 2,3 að stærð þann 8. mars, sem var líka stærsti skjálfti á Norðurlandi í vikunni. Sex smáskjálftar mældust í Öxarfirði.


Skjálftalisti viku 10






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica