Jarðskjálftayfirlit 45. viku 07. - 14. nóvember 2023
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur.
Skjálftahrinan sem hófst þann 25.október heldur áfram og hafa um 13700 skjálftar mælst í vikunni, af þeim hafa rúmlega 1000 skjálftar verið yfirfarnir. Þann 10.nóvember myndaðist kvikugangur sem hefur verið áætlaður um 15 km á lengd á liggur á um 800 m dýpi þar sem hún er grynnst og er flæðið metið 75 m3/s. Gangurinn nær frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Um 140 skjálftar mældust yfir 3 að stærð og þar af voru rúmlega 20 yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn í vikunni var 5 að stærð þann 10.nóvember og var hann staðsettur við Hagafell. Skjálftarnir mælast áfram á um 3-5 km dýpi og eru flestir staðsettir við kvikuganginn. Skjálftarnir hafa fundist víðsvegar á Reykjanesskaganum, Höfuðborgarsvæðinu og Borgarfirðinum. Þó nokkrir skjálftar mældust í nálægð við Raufarhólshelli, þar af hafa um 30 skjálftar verið yfirfarnir.
Nánar er fjallað um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga í frétt á forsíðu vef Veðurstofunnar.
Reykjaneshryggur
Rúmlega 40 skjálftar mældust á Reykjaneshryggnum, rúmlega 10 skjálftar mældust
yfir 3 að stærð. Sá stærsti mældist þann 11.nóvember og var hann 4.1 að stærð.
Vesturgosbeltið og Hofsjökull
Minniháttar virkni var á vesturgosbeltinu, rúmlega 10 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, af þeim hafa tveir verið yfirfarnir. Rúmlega fimm sjálftar mældust við Dalafell.
Suðurlandsbrotabeltið
Einn skjálfti mældist við Hafrafell.
Austurgosbeltið
Mýrdalsjökull og
Torfajökulssvæði.
Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæðinu.
Vatnajökull.
Í Vatnajökli hafa fjórir skjálftar verið yfirfarnir. Af
þeim eru tveir skjálftar við Grímsfjall og einn á djúpasvæðinu og einn við
vestari Skaftárketilinn.
Norðurgosbeltið
Askja og Herðubreið
Þrír skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 2.8 að stærð.
Krafla og Þeistareykir
Einn skjálfti mældist vestur af Bæjarfjalli.
Tjörnesbrotabeltið
Rúmlega 10 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni flestir voru staðsettir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Stærsti skjálftinn mældist 3.6 að stærð langt út á Kolbeinseyjarhrygg.