Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Skjálftavirkni 12.- 18. júní, vika 24, 2023

Yfirlit 

Rúmlega 660 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, þar af hafa um 600 verið handvirkt yfirfarnir. Jarðskjálftavirknin er aukin frá í vikunni á undan (viku 23) þegar um 550 jarðskjálftar voru staðsettir. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 3,1 að stærð í Bárðarbungu. Við Geitlandsjökul mældist skjálfti af stærð 2,9. Mikil smáskjálfta virkni var á Reykjanesskaga í vikunni sérstaklega á milli Fagradalsfjalls og Keilis þar sem tæplega 130 smáskjálftar voru staðsettir flestir minni en 1,5 að stærð. 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Suðurland 

Á Suðurlandi mældust tæplega 120 jarðskjálftar. Um 5 tugir jarðskjálfta voru staðsettir í þyrpingu um 6,5 km austnorðaustan við Selfoss. Um tveir tugir voru staðsettir á Hengilssvæðinu og 4 skjálftar voru staðsettir syðst á Mosfellsheiði. Við Þrengslaveg mældust um tugur. Aðrir dreifðust um Suðurlandsbrotabeltið. Sex smáskjálftar voru staðsettir við Heklu 15. júní sá stærsti 1,3 að stærð.  

Reykjanesskagi og Reykjanestá. 

Tæplega 290 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga og úti fyrir Reykjanestá í vikunni. Tæpur tugur mældist í sunnanverðu Vífilsfelli. Um 25 jarðskjálftar mældust við norðan Vigdísarvalla. Tæplega 140 jarðskjálftar voru staðsettir milli Fagradalsfjalls og Keilis. Tæpir 2 tugir jarðskjálfta, mældust við Reykjanestá. Úti fyrir landi mældust 8 jarðskjálftar, 4 þeirra í um 20 km suðvestur af Reykjanestá, hinir 4 í um 50 km fjarlægð frá landi.  

Norðurland 

Við Þeistareyki, mældist jarðskjálfti 2,6 að stærð þann 14. júní, en 10 jarðskjálftar mældust þar í vikunni. Tæpur tugur mældist við Kröflu. Norðan við land, á Tjörnesbrotabeltinu mældust tæplega 50 jarðskjálftar. Flestir skjálftanna mældust á Grímseyjarbeltinu eða um tveir tugir norðaustan og austan Grímseyjar og tæpur tugur í Öxarfirði. Um 10 jarðskjálftar mældust á Húsavíkur - Flateyjarmisgenginu. 4 jarðskjálftar mældust úti á Eyjafjarðarál 18. Júní 2023 stærsti 2,3 að stærð. Einn jarðskjálfti 2,3 að stærð, mældist úti á SPAR misgenginu 16. júní 2023. 

Miðhálendið 

Um 30 jarðskjálftar voru staðsettir í Vatnajökli í vikunni, 21 þeirra mældist í Bárðarbungu. Stærstur þeirra mældist aðfaranótt 15. júní kl. 03:37 og reyndist það vera stærsti jarðskjálfti 24. viku. Tveir skjálftar mældust við Grímsvötn sá stærri af stærð 1,2.  Einn smáskjálfti mældist í Öræfajökli, aðrir 2 í Dyngjujökli.  

Norðan Vatnajökuls, við Öskju mældust um 30 jarðskjálftar stærsti 16. Júní, 1,8 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust rúmlega 25 jarðskjálftar, stærsti 2,0 að stærð þann 13. Júní. 

Þrír jarðskjálftar voru staðsettir norðan Geitlandsjökuls þann 15. Júní stærstur þeirra mældist 2,9 að stærð kl. 12:07. Síðar í vikunni eða þann 17. Júní mældist tæpur tugur jarðskjálfta vestan við Þórisjökul og mældist sá stærsti þar 2,6 að stærð. 

Vesturland 

Einn skjálfti mældist norðan Grjótárvatns 1,5 að stærð þann 12. júní. 

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið 

Heldur færri jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli en í fyrri viku. Nú mældust um rúmlega 30 jarðskjálftar samanborið við vikunna á undan þegar um 80 jarðskjálftar voru þar staðsettir. Allir skjálftana voru undir 2,0 að stærð fyrir utan 1, sem mældist 13. Júní af stærð 2,1. Sex jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu rétt norðan við Hrafntinnusker, stærstur af þeim mældist 2,5 að stærð. 

Skjálftalisti viku 24.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica