Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Titill Jarðskjálftayfirlit viku 18, 29. apríl – 5. maí 2024

Meginmál

Um 830 skjálftar mældust þessa viku sem eru fleiri en í síðustu viku þegar 650 skjálftar mældust. Virknin var nokkuð dreyfð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 5. maí, við Eldey á Reykjaneshrygg og mældist 3,5 að stærð.

Eldgosið sem hófst 16. mars á Sundhnjúksgígaröð stendur enn yfir og virkni er ennþá bundin við einn gíg.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica