Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 49. viku 4. – 11. Desember 2023

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Ríflega 2200 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, þar af eru um 500 yfirfarnir. Flestir skjálftarir eru staðsettir við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember nærri Grindavík. Skjálftavirknin við Kvikuganginn hefur haldist nokkuð jöfn í vikunni, þó með smá sveiflum milli daga og var aðeins meiri í upphafi og lok vikunnar en um miðja viku. Hafa ber þó í huga að næmni SIL kerfisins á smáskjálfta minnkar með auknum vindstyrk.

Önnur jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga var mest við Trölladyngju , en einnig var nokkur virkni í Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum.

Á Reykjaneshrygg mældust um 10 skjálftar og var þar stærsti skjálfti vikunnar 9. desember, 3,8 að stærð.



Önnur svæði

Önnur virkni á landinu verður hér dregin saman í stuttu máli.
Nokkur virkni var í vikunni í Henglinum og nálægum svæðum og mældust um 122 skjálftar, þar af hafa 82 verið yfirfarnir. Flestir voru staðsettir í Svínahrauni rétt vestan við Húsmúla.

Nokkuð eðlileg bakgrunnsvirkni var á flestum öðrum virknum svæðum á landinu. (sjá nánar á jarðskjálftavefsjánni Skjálfta Lísa. )

Skjálftalisti viku 49





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica