Jarðskjálftayfirlit 34. viku 21 - 27. ágúst 2023
Tæplega 700 skjálftar mældust á landinu í siðustu viku, miðað við 1000 í vikunni á undan. Jarðskjálftavirknin var mest á Reykjanesskaga og úti fyrir Norðurlandi við Grímsey.
Stærsti skjálfti í vikunni varð þann 22. ágúst kl. 14:57, um 13 km austur af Grímsey og var hann 3,1 að stærð.
Skjálfti varð í Bárðarbungu, 3,0 að stærð, þann 23. ágúst, kl. 17:30.
Tveir smáskjálftar mældust við Heklu í vikunni.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur.
Rúmlega 300 skjálftar voru mældir á Reykjanesskaga í vikunni sem leið. Þeir skiptust upp í nokkrar þyrpingar; við Reykjanestá, Sundhnúkagíga, Fagradalsfjall, Keili, Kleifarvatn og milli Bláfjalla og Geitafells. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 að stærð, þann 26. ágúst kl. 10:51, rétt vestur af Borgarfjalli.
Um 30 jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,2 að stærð, þann 27. ágúst.
Suðurland
Suðurlandið var rólegt þessa vikuna, aðeins um 30 skjálftar voru staðsettir þar þessa vikuna. Þeir vour frekar dreifðir á svæðinnu. Í Henglinum mældust um 20 skjálftar, sá stærsti 2,3 að stærð, þann 22. ágúst kl. 00:59, á Hellisheiði. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu.
Norðurland
Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 180 skjálftar, þar af um tæplega 130 á Grímseyjarbrotabeltinu nálægt Grímsey. Stærsti skjálfti var 3,1 að stærð, þann 22. ágúst kl. 14:57, það var lika stærsti skjálfti vikunnar.
Í Axarfirði mældust tæplega 40 smáskjálftar, allir undir 1,6 að stærð.
Sjö skjálftar mældust í Eyjafjarðarál og tveir skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhrygg, bæði 2,8 að stærð. Við Kröflu mældust sjö smáskjálftar og við Bæjarfjall urðu átta.
Hálendið
Á hálendinu mældust rúmlega 80 skjálftar, þar af 14 í Vatnajökli. Fjórir skjálftar mældust í Bárðarbungu og var sá stærsti þann 23. ágúst kl. 17:30, 3,0 að stærð. Tveir smáskjálftar voru staðsettir við Grímsfjall en annars var dreifð virkni um jökulinn.
Einn smáskjálfti mældist í Hofsjökli og tveir skjálftar rétt vestur af Hagavatni.
Enn mælast smáskjálftar SA af Skjaldbreið en hefur þó dregið úr henni. Í liðinni viku mældust um 30 skjálftar á svæðinu samanborið við 60 skjálfta vikuna á undan. Skjálftarnir eru allir undir 1,3 að stærð.
Um 12 skjálftar mældust í Öskju, allir undir 1,4 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl urðu um 16 smáskjálftar.
Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið
Í Mýrdalsjökli mældust 14 skjálftar, allir innan
öskjunnar og 2,2 að stærð eða minni. Ekki mældist skjálftar á
Torfajökulssvæðinu.