Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 32. viku – 7. - 13. ágúst 2023


Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Um 450 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni og hafa um 366 verið yfirfarnir. Skjálftarnir voru nokkuð dreyfðir um skagann en flestir röðuðu sér í grennd milli Litla Hrúts og Keilis, við Kleifarvatn og á Reykjanes tánni. Engin virkni hefur verið í gígnum við Litla-Hrút síðan 5.ágúst. Um 175 skjálftar mældust við milli Fagradalsfjalls og Keili. Um 115 skjálftar mældust við Kleifarvatn.

Stutt hrina varð um 35 km SV af Reykjanestá og hafa um 250 skjálftar mælst. Stærsti skjálftinn var kl 19:40 þann 13. ágúst og reyndist 4.4 að stærð. Alls mældust 16 skjálftar yfir 3 að stærð í hrinunni.

Suðurland 

Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni sem er aðeins meira en í vikunni á undan þegar 40 skjálftar mældust . Þeir voru nokkuð dreyfðir um suðurlandsbrotabeltið. Þó nokkrir skjálftar mældust við Hengilssvæðið og suður að Ölfusi. Tveir skjálftar voru við Heklu.

Norðurland 

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 120 skjálftar þar af um 40 skjálftar á Grímseyjarbeltinu og rúmlega 70 á Eyjafjarðarálnum. Fjórir skjálftar mældust út fyrir á Kolbeinseyjarhrygg. Stærsti skjálftinn mældist 2.6 að stærð þann 12.ágúst. Þrír skjálftar mældust á Norðurgosbeltinu.

Miðhálendið 

Um 15 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni þar af tveir í Bárðarbungu og tveir við Grímsfjall. Þrír skjálftar mældust við Skaftárkatlana.

Um 30 skjálftar mældust í Öskju sá stærsti 1.5 að stærð. Um 20 smáskjálftar urðu við Herðubreið og næsta nágrenni.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust um 9 skjálftar, flestir innan öskjunnar en sá stærsti mældist 1.8 að stærð þann 13.ágúst.

Um 9 sjálftar mældst á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1.8 að stærð.

Vesturgosbeltið 

Áframhaldandi hrina var SA of Skjaldbreið en alls mældust um 190 skjálftar í vikunni. Stærsti skjálfti mældist þann 9. ágúst og reyndist 2.7 að stærð.

Ellefu skjálftar mældust í Hofsjökli í vikunni, sá stærsti 3 að stærð og fannst hann í Kerlingafjöllum. Einn skjálfti mældist í Langjökli.

Skjálftalistiviku 32





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica