Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 42. viku 16. - 22. október 2023

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Um 280 skjálftar mældust samanlagt á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg, þar af 6 á Reykjaneshrygg. Virknin var nokkuð dreifð en einna helst áberandi var skjálftavirkni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall, virkni við Þorbjörn sem og virkni við Kleifarvatn og Trölladyngju .

Vesturgosbeltið og Hofsjökull

Á Hengilssvæðinu mældust um 20 skjálftar, flestir við Húsmúla. 9 skjálftar mældust á við Skriðu, SA af Skjaldbreið þar sem viðvarandi skjálftavirkni hefur verið síðan í júní. Virkni þar hefur dvínað aftur töluvert síðustu vikur. Þrír skjálftar voru sunnan við Langjökul og einn í Hofsjökli.

Suðurlandsbrotabeltið

14 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, nokkuð dreift um svæðið, þar af tveir á landgrunninum.

Austurgosbeltið

Hekla
3 smáskjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði.
6 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni. Í Torfajökli mældust 6 skjálftar, einn af stærð 2,4 en aðrir litlir.

Vatnajökull.

Í Vatnajökli mældust alls 47 skjálftar, einn í Öræfajökli, sex í Dyngjujökli og Kverkfjöllum, einn í Esjufjöllum og aðrir í vestanverðum Vatnajökli, þar af 13 við Grímsvötn og 20 í Bárðarbungu.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Alls mældust 38 skjálftar á þessu svæði, þar af 11 skjálftar við Öskju. Skjálftavirkni við Öskju hefur farið dvínandi síðan síðsumar en líkt og venjulega var virknin mest austanmegin í öskjunni. Virkni nærri Herðubreið var að mestu rétt SV við fjallið.

Krafla og Þeistareykir

4 skjálftar mældust við Kröflu og sjö við Bæjarfjall

Tjörnesbrotabeltið

40 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, og var nokkuð jafnskipt milli Húsavíkur-Flateyjar brotabeltisins þar sem mældust 17 skjálftar, og Grímseyjarbrotabeltinsins, 23 skjálftar.

Skjálftalisti viku 42

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica