Jarðskjálftayfirlit 41. viku, 9-15. október 2023
MeginmálRúmlega 900 skjálftar skjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofunnar í þessari viku og hafa um 700 skjálftar verið yfirfarnir. Þessi vika var rólegri en vikan á undan þegar mældust 1100 skjálftar. Mesta virknin er áfram á Reykjanesskaga. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,6 að stærð og varð hann í Bárðarbungu þann 14. október, kl. 16:13. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, allir minni enn 0,6 að stærð.
Nánar
má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta
Lísa
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Rúmlega 600 skjálftar mældust á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg í vikunni og þar af eru rúmlega 500 yfirfarnir. Í þessari viku var mesta virknin við Fagradalsfjall og Borgarfjall. Annars var virkni við Sundhnúkagígaröðina, Bláa Lónið, Reykjanestá og á svæðinu milli Keilis og Kleifarvatns. Stærsti skjálfti á svæðinu varð þann 12. október kl. 08:39, við Borgarfjall. Skjálftinn fannst ekki í byggð.
Skjálftahrina var við Nátthagakrika við Borgarfjall í um sólarhring þann 11.-12. október, skjálftavirknin var grunn og þar var lika 2,8 skjálftinn.
Víð Bláa Lónið mældist skjálfti 2,7 að stærð, þann 14. október kl. 10:23, sem fannst vel í Grindavík.
Annars voru flestir skjálftar litlir og mældust flestir milli 1 og 2 að stærð.
Á Reykjaneshrygg mældust rúmlega 10 skjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð.
Vesturgosbeltið
Rólegt var á Vesturgosbeltinu þessa vikuna. Tæplega 30 skjálftar mældust við Skjaldbreið. Fjórir skjálftar mældust við Langjökull.
Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið
Rúmlega 40 skjálftar mældust í vikunni, þar af eru um 10 óyfirfarnir. Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust víða skjálftar og á Hengilssvæðinu var dreifð virkni. Um tíu smáskjálftar voru á Hengissvæðinu.
Stærsti skjálfti mældist þann 15. október, 1,5 að stærð við Skarðsfjall.
Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, allir minni enn 0,6 að stærð.
Mýrdalsjökull og Torfajökull
Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 30 skjálftar, svipað og vikuna á undan. Í Torfajökli mældust fimm skjálftar, flestir vestarlega í öskjunni. Stærsti skjálfti í Mýrdalsjökull var 2,4 að stærð og 2,3 að stærð í Torfajökull.
Vatnajökull
Mjög rólegt var í Vatnajökli í vikunni, þar sem rúmlega 30 skjálftar mældust. Mesta virknin var í Bárðarbungu og í Grímsvötnum. Fimm skjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti 3,6 að stærð, sem var lika stærsti skjálfti vikunnar. Við Grímsvatn mældust átta skjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð.
Einnig mældust tveir smáskjálftar í Öræfajökli og fjórir í Kverkfjöllum.
Norðurgosbeltið
Skjálftavirkni við Öskju og Herðubreið var mjög svipuð og vikuna á undan, tæplega 30 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti þar mældist þann 9. október, 2,3 að stærð við Herðubreið. Annars voru flestir skjálftar undir einn af stærð.
Í Kröflu mældust sex skjálftar, sá stærsti 2,2 að stærð og við Bæjarfjall mældist fjórir smáskjálftar, allir undir 1,9 að stærð.
Tjörnesbrotabeltið
Það var mjög rólegt á Tjörnesbrotabeltinu þessa vikuna, en um 20 skjálftar mældust. Helsta virknin var um 30 km SSA af Grímsey og þar var lika stærsti skjálftinn, 2,0 að stærð. Annars var virknin dreifð.