Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 41. viku, 9-15. október 2023

Meginmál

Rúmlega 900 skjálftar skjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofunnar í þessari viku og hafa um 700 skjálftar verið yfirfarnir. Þessi vika var rólegri en vikan á undan þegar mældust 1100 skjálftar. Mesta virknin er áfram á Reykjanesskaga. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,6 að stærð og varð hann í Bárðarbungu þann 14. október, kl. 16:13. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, allir minni enn 0,6 að stærð.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Rúmlega 600 skjálftar mældust á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg í vikunni og þar af eru rúmlega 500 yfirfarnir. Í þessari viku var mesta virknin við Fagradalsfjall og Borgarfjall. Annars var virkni við Sundhnúkagígaröðina, Bláa Lónið, Reykjanestá og á svæðinu milli Keilis og Kleifarvatns. Stærsti skjálfti á svæðinu varð þann 12. október kl. 08:39, við Borgarfjall. Skjálftinn fannst ekki í byggð.

Skjálftahrina var við Nátthagakrika við Borgarfjall í um sólarhring þann 11.-12. október, skjálftavirknin var grunn og þar var lika 2,8 skjálftinn.

Víð Bláa Lónið mældist skjálfti 2,7 að stærð, þann 14. október kl. 10:23, sem fannst vel í Grindavík.

Annars voru flestir skjálftar litlir og mældust flestir milli 1 og 2 að stærð.

Á Reykjaneshrygg mældust rúmlega 10 skjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð.

Vesturgosbeltið

Rólegt var á Vesturgosbeltinu þessa vikuna. Tæplega 30 skjálftar mældust við Skjaldbreið. Fjórir skjálftar mældust við Langjökull.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Rúmlega 40 skjálftar mældust í vikunni, þar af eru um 10 óyfirfarnir. Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust víða skjálftar og á Hengilssvæðinu var dreifð virkni. Um tíu smáskjálftar voru á Hengissvæðinu.

Stærsti skjálfti mældist þann 15. október, 1,5 að stærð við Skarðsfjall.

Þrír smáskjálftar mældust í Heklu, allir minni enn 0,6 að stærð.

Mýrdalsjökull og Torfajökull

Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 30 skjálftar, svipað og vikuna á undan. Í Torfajökli mældust fimm skjálftar, flestir vestarlega í öskjunni. Stærsti skjálfti í Mýrdalsjökull var 2,4 að stærð og 2,3 að stærð í Torfajökull.

Vatnajökull

Mjög rólegt var í Vatnajökli í vikunni, þar sem rúmlega 30 skjálftar mældust. Mesta virknin var í Bárðarbungu og í Grímsvötnum. Fimm skjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti 3,6 að stærð, sem var lika stærsti skjálfti vikunnar. Við Grímsvatn mældust átta skjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð.

Einnig mældust tveir smáskjálftar í Öræfajökli og fjórir í Kverkfjöllum.

Norðurgosbeltið

Skjálftavirkni við Öskju og Herðubreið var mjög svipuð og vikuna á undan, tæplega 30 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti þar mældist þann 9. október, 2,3 að stærð við Herðubreið. Annars voru flestir skjálftar undir einn af stærð.

Í Kröflu mældust sex skjálftar, sá stærsti 2,2 að stærð og við Bæjarfjall mældist fjórir smáskjálftar, allir undir 1,9 að stærð.

Tjörnesbrotabeltið

Það var mjög rólegt á Tjörnesbrotabeltinu þessa vikuna, en um 20 skjálftar mældust. Helsta virknin var um 30 km SSA af Grímsey og þar var lika stærsti skjálftinn, 2,0 að stærð. Annars var virknin dreifð.

Skjálftalisti - Vika 41, 2023
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica