Jarðskjálftayfirlit 22. viku 29. maí til 4. júní 2023.
Reykjanesskagi og ReykjaneshryggurÁ Reykjanesskaga mældust tæplega 240 jarðskjálftar sem er talsvert fleiri en í síðustu viku þegar 130 skjálftar mældust. Þéttasta virknin var við Reykjanestá(36 skjálftar), vestan við Litla Hrút(38 skjálftar) og á Krýsuvíkursvæðinu(33 skjálftar). Stærsti skjálftinn í vikunni var af stærð 3.1 staðsettur í Kleifarvatni.
Á Reykjaneshrygg mældust 47 skjálftar langflestir staðsettir við Reykjanestá.
Vesturgosbeltið
Þrír skjálftar mældust á svæði milli Þórisjökuls og Prestahnúks, stærsti skjálftinn 2.3 að stærð. Einn skjálfti mældist í grennd við Sandfell. Á Hengilsvæðinu mældust 20 skjálftar, flestir á þekktum skjálftasvæðum í grennd við Ölkelduháls og Húsmúla.
Suðurlandsbrotabeltið
Á suðurlandsbrotabeltinu mældust 49 jarðskjálftar. Virknin er dreifð en raðast að mestu á þekkt sprungusvæði, en þéttasta virknin var í Merkurhrauni um 6 km suður af Búrfelli þar sem 10 skjálftar mældust.
Austurgosbeltið
Mýrdalsjökull
12
skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni og
voru allir innan Kötluöskjunar,
stærsti var 2,1
að stærð.
Bárðarbunga
9
skjálftar
mældust í Bárðarbungu í vikunni, allir
nema einn voru innan öskjunnar,
stærsti
var
2.8
að stærð.
23 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, allir skjálftarnir voru fremur litlir, stærsti 0.5 að stærð. Skjálftarnir dreifðust víða um svæðið en þéttasta virknin var í kringum Kaldaklofsfjöll.
Norðurgosbeltið
38 skjálftar mældust á Norðurgosbeltinu, þéttasta virknin var við Öskju(19 skjálftar) og Herðubreið(11 skjálftar). Tiltölulega fáir skjálftar mældust annarsstaðar á gosbeltinu, tveir í Kröflu og einn við Bæjarfjall.
Tjörnesbrotabeltið
Nokkur virkni var á Tjörnesbrotabeltinu(142 skjálftar) en þó mun minni en í vikunni á undan(380 skjálftar). Þéttasta virknin var í hafi um 10 km austan við Grímsey þar sem 93 skjálftar mældus, stærsti skjálftinn var af stærð 2.8. Einnig var þétt virkni á hafsvæði í Öxarfirði(23 skjálftar) og syðst í Eyjafjarðardjúpi(9 skjálftar).
Aðrir skjálftar á Grímseyjarbrotabeltinu voru 8 talsins, flestir í Öxarfirði.
Virkni á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu var lítil og taldi 6 skjálfta.
1 skjálfti af stærð 2.6 mældist 30km norðan við Grímsey.
Önnur svæði
Einn skjálfti af stærð 2.1 mældist um 200km suðvestur af Reykjanestá.