Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 22. viku 29. maí til 4. júní 2023.

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur 

Á Reykjanesskaga mældust tæplega 240 jarðskjálftar sem er talsvert fleiri en í síðustu viku þegar 130 skjálftar mældust. Þéttasta virknin var við Reykjanestá(36 skjálftar), vestan við Litla Hrút(38 skjálftar) og á Krýsuvíkursvæðinu(33 skjálftar). Stærsti skjálftinn í vikunni var af stærð 3.1 staðsettur í Kleifarvatni.

Á Reykjaneshrygg mældust 47 skjálftar langflestir staðsettir við Reykjanestá.

Vesturgosbeltið

Þrír skjálftar mældust á svæði milli Þórisjökuls og Prestahnúks, stærsti skjálftinn 2.3 að stærð. Einn skjálfti mældist í grennd við Sandfell. Á Hengilsvæðinu mældust 20 skjálftar, flestir á þekktum skjálftasvæðum í grennd við Ölkelduháls og Húsmúla.

Suðurlandsbrotabeltið  

Á suðurlandsbrotabeltinu mældust 49 jarðskjálftar. Virknin er dreifð en raðast að mestu á þekkt sprungusvæði, en þéttasta virknin var í Merkurhrauni um 6 km suður af Búrfelli þar sem 10 skjálftar mældust.

Austurgosbeltið 

Mýrdalsjökull
12 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni og voru allir innan Kötluöskjunar, stærsti var 2,1 að stærð.

Bárðarbunga
9 skjálftar mældust í Bárðarbungu í vikunni, allir nema einn voru innan öskjunnar, stærsti var 2.8 að stærð.

23 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, allir skjálftarnir voru fremur litlir, stærsti 0.5 að stærð. Skjálftarnir dreifðust víða um svæðið en þéttasta virknin var í kringum Kaldaklofsfjöll.

Norðurgosbeltið  

38 skjálftar mældust á Norðurgosbeltinu, þéttasta virknin var við Öskju(19 skjálftar) og Herðubreið(11 skjálftar). Tiltölulega fáir skjálftar mældust annarsstaðar á gosbeltinu, tveir í Kröflu og einn við Bæjarfjall.

Tjörnesbrotabeltið 

Nokkur virkni var á Tjörnesbrotabeltinu(142 skjálftar) en þó mun minni en í vikunni á undan(380 skjálftar). Þéttasta virknin var í hafi um 10 km austan við Grímsey þar sem 93 skjálftar mældus, stærsti skjálftinn var af stærð 2.8. Einnig var þétt virkni á hafsvæði í Öxarfirði(23 skjálftar) og syðst í Eyjafjarðardjúpi(9 skjálftar).

Aðrir skjálftar á Grímseyjarbrotabeltinu voru 8 talsins, flestir í Öxarfirði.

Virkni á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu var lítil og taldi 6 skjálfta.

1 skjálfti af stærð 2.6 mældist 30km norðan við Grímsey.

Önnur svæði

Einn skjálfti af stærð 2.1 mældist um 200km suðvestur af Reykjanestá.

Skjálftalisti viku 22





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica