Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 48. viku 27. Nóvember – 03. Desember 2023

Jarðskjálftayfirlit 48. viku 27. Nóvember – 03. Desember 2023 

Tæplega 4000 skjálftar mældust á landinu í vikunni sem leið. Um 630 skjálftar hafa verið yfirfarnir, vegna ástandsins við Grindavík. Jarðskjálftavirknin var að mestu leyti við ganginn við Grindavík, enn annars dreifð um landið.

Allir skjálftar vikunnar voru undir 3 að stærð, en sá stærsti var skjálfti norðaustur af Hagafell, þann 27. Nóvember kl. 00:26 og var 3,0 að stærð.

Þann 30. Nóvember mældist skjálfti 2,8 að stærð rétt vestsuðvestur af Dalvík, sem fannst viða.

Einn smáskjálfti mældist við Heklu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Tæplega 3600 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, þar af eru um 430 yfirfarnir. Flestir skjálftarir eru í kvikugangurinn við Grindavík. Þar var lika stærsti skjálfti vikunar, 3,0 að stærð við Hagafell, þann 27. Nóvember kl. 00:26

Annars var virkni dreifð milli Trölladyngju, Kleifarvatn og Bláfjalla.

Á Reykjaneshrygg mældust tæplega 80 skjálftar, þar af erum um 20 yfirfarnir. Flestir skjálftarnir eru nálægt Reykjanestá. Stærsti skjálfti þar var 2,7 að stærð, þann 27. Nóvember.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Tæplega 50 smáskjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, nokkuð dreift um svæðið, sá stærsti 2,3 að stærð við Þrengslin. Um helmingurinn skjálftanna voru á Hengilssvæðinu.

Hekla
Einn smás
kjálfti mældist við Heklu í vikunni.

Vesturgosbeltið

Rólegt var á Vesturgosbeltinu þessa vikuna. Tveir skjálftar voru sunnan við Langjökul og einn í Hofsjökli, allir undir 1,6 að stærð.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Tæplega 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni en um fimm hafa verið yfirfarnir, sá stærsti 1,6 að stærð. Í Torfajökli mældust tveir smáskjálftar og í Eyjafjallajökli mældist einn.

Vatnajökull

Í Vatnajökli mældust alls 30 skjálftar, þar af hafa 20 verið yfirfarnir. Um 15 skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 2,1 að stærð. Einn smáskjálfti mældist í Bárðarbungu og einn í Kverkfjöllum og tveir í Hamrinum.

Norðurgosgosbeltið

Askja og Herðubreið

Alls mældust um 50 smáskjálftar á þessu svæði, þar af 20 við Öskju.

Krafla og Þeistareykir

Sex smáskjálftar mældust við Kröflu og fjórir við Bæjarfjall

Tjörnesbrotabeltið

Tæplega 70 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, flestir á Grímseyjarbrotabeltinu.

Rúmlega 20 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar brotabeltinu og um 20 við Axafjörð.

Flestir skjálftar vorum minni enn 1,7 að stærð, nema einn sem varð þann Þann 30. Nóvember og mældist 2,8 að stærð rétt vestsuðvestur af Dalvík. Skjálftinn fannst viða.

Skjálftalisti viku 48





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica