Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 21, 20. – 26. maí 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Um 440 jarðskjálftar mældust á Rekjanesskaga í vikunni, virknin var fremur svæðaskipt þar sem um 300 jarðskjálftar mældust í kvikuganginum svokallaða undir Grindavík og norðnorðaustur af Stóra Skógfelli, þar af um 30 yfir 1,0 að stærð. Aðeins 15 jarðskjálftar mældust í vestanverðu Fagradalsfjalli. Fremur dreifð virkni rúmlega 50 skjálfta var heldur austar, en sú virkni var dreifð frá Keili í vestri austur fyrir Kleifarvatn. Í Brennisteinshrauni mældust um tugur skjálftar og annar tugur sunnan við Bláfjöll.

En úti á Reykjaneshrygg mældist tæpur tugur jarðskjálfta stærstur 2.8 að særð þann 22 maí.

Hengilssvæðið

Í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust rúmlega 110 jarðskjálftar flestir í þyrpingu 25 maí stærstur af þeim mældist 2,2 að stærð.

Suðurlandsbrotabeltið

Um 20 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandsbrotabeltinu dreifðir.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

Tveir smáskjálftar voru staðsettir á Vesturgosbeltinu í vikunni, einn við Grótárvatn annar í Hraundal.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust 9 jarðskjálftar, stærsti 2,8 að stærð, þann 12. febrúar. Á Torfajökulssvæðinu mældust 2 jarðskjálftar stærstur mældist undir 1,0 að stærð.

Vatnajökull

Í Vatnajökli mældust um 20 jarðskjálftar og var virknin dreifð við Bárðarbungu, Grímsvötn og einnig við Eystri-Skaftárketil, Þórðarhyrnu og norðan verðan Skeiðarárjökul.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Um 20 smáskjálftar mældust við Öskju í vikunni, flestir við austurbakka Öskjuvatns. Aðrir 2 tugir mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, fremur hefðbundin virkni.

Krafla og Þeistareykir

Um tíu smáskjálftar mældust þar allir minni en 1,0 að stærð.

Tjörnesbrotabeltið

Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust norðan við land flestir á Grímseyjarbeltinu.

Skjálftalista vikunnar má nálgast hér: http://hraun.vedur.is/ja/viku/2024/vika_21/listi





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica