Jarðskjálftayfirlit viku 8, 19. – 25. Febrúar 2024
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur
Tæplega
450
skjálftar
mældust
á Reykjanesskaga
í vikunni sem
leið. Mest var virknin í
kvikuganginum norðan Grindavíkur eða um 170 skjálftar, allir
undir tveimur að stærð. Við Fagradalsfjall mældust um 130
skjálftar, flestir á um 6-8 km dýpi. Nokkur skjálftavirkni hefur
verið á svæðinu milli Keilis og austur fyrir Kleifarvatn, stærsti
skjálftinn þar mældist 2,2 að stærð 20.
febrúar norðan við Trölladyngju.
Við
Brennisteinsfjöll mældust um 20 skjálftar, allir undir tveimur að
stærð. Einnig mældust 5 skjálftar í kringum Bláfjöll. Af þeim
450 skjálftum sem mældust hafa 380 þeirra verið yfirfarnir.
Um
13
skjálftar mældust úti á hrygg, stærstur
þeirra mældist 2,4 24. febrúar og var staðsettur um 100 km
suðvestur af Reykjanestá.
Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið
Á Hengilssvæðinu mældust ríflega 200 skjálftar. Af þeim voru um 190 staðsettir í og við Húsmúla, þar sem hefur staðið yfir lítil skjálftahrina frá 15. febrúar. Skjálftavirkni á Suðurlandsbrotabeltinu var með eðlilegu móti, 32 skjálftar, allir litlir og mjög dreifðir.
Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið
3 skjálftar mældust í suðurhluta Langjökuls, einnig mældist sinn hvor skjálftinn annarsvegar norður af Skjaldbreiði við Klukkutinda og hinsvegar suður af Sandfelli við Sandvatn. Í og við Hofsjökul mældust þrír skjálftar. Við Grjótárvatn mældist einn skjálfti. Suðvestur af Tungnafellsjökli mældist einn skjálfti.
Austurgosbeltið
Mýrdalsjökull
og Torfajökulssvæði
Í
Mýrdalsjökli
var
virkni svipuð og undanfarnar vikur,
15
skjálftar, stærsti 1,5
að stærð.
Sama má segja um Torfajökulssvæðið, 8
skjálftar, sá
stærsti 1,5
að stærð.
Vatnajökull
Í
Vatnajökli mældust rúmlega
40
skjálftar
og
var virknin mest
í kringum Grímsvötn og Bárðarbungu. Í Bárðarbungu mældust 13
skjálftar, sá stærsti 3,2 að stærð 25. febrúar. Um
14
skjálftar voru
í Grímsvötnum,
flestir
þeirra í Grímsfjalli þar sem stærsti skjálftinn mældist 2,8 að
stærð. Við Skaftárkatla mældust um 8 skjálftar, og restin af
virkninni var dreifð um norðvestur hluta Vatnajökuls.
Norðurgosbeltið
Askja og Herðubreið
Við Öskju mældust 12 skjálftar, flestir litlir en sá stærsti var 2,9 að stærð. Við Herðubreið mældust 18 skjálftar.
Krafla og Þeistareykir
25 skjálftar, flestir vestan við Bæjarfjall. Fjórir skjálftar við Kröflu og tveir í Búrfelli.
Tjörnesbrotabeltið
Tveir skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhrygg. Tveir skjálftar mældust í Ytristráki á Flateyjarskaga.
Alls um 40 skjálftar mældust samanlagt á Grímseyjarbrotabeltinu og Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Þar af voru 10 skjálftar staðsettir austanvið Grímsey, 11 útaf Eyjafirði og 17 við Flatey á Skjálfanda.