Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Titill Jarðskjálftayfirlit fyrir viku 43 og 44. 23. október – 7.nóvember 2023


Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Þann 25.október hófst hrina við Fagradalsfjall sem síðar færði sig á milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Eldvarpa. Skjálftavirknin er orsök kvikusöfnunar á um 5 km dýpi norðvestur af Þorbirni. Alls hafa um 19450 skjálftar mælst og þar af hafa um 2800 skjálftar verið yfirfarnir. Rúmlega 70 skjálftar hafa mælst yfir 3 að stærð, þar af sjö skjálftar yfir 4 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist þann 25.október rétt norður af Þorbirni og reyndist hann 4.5 að stærð. Skjálftarnir hafa fundist víðsvegar á Reykjanesskaganum, Höfuðborgarsvæðinu og Borgarfirðinum.

Nánar er fjallað um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga í frétt á forsíðu vef Veðurstofunnar.

Reykjaneshryggur


Rúmlega 50 skjálftar mældust á Reykjaneshryggnum, tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð, sá stærri mældist 3.3 að stærð þann 3.nóvember.

Vesturgosbeltið og Hofsjökull

Á Hengilssvæðinu mældust um 8 skjálftar, flestir við Húsmúla. Um 8 skjálftar mældust norðvestur af Ingólfsfjalli og 5 skjálftar við Heillisheiðarhraun. Einn skjálfti mældist norður af Langjökli hann var 1.9 að stærð.

Suðurlandsbrotabeltið

Um 20 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, nokkuð dreift um svæðið, þar af nokkrir smá skjálftar við Raufarhólshelli.

Austurgosbeltið

Hekla
5
smáskjálftar mældust í og við Heklu í vikunni, sá stærsti mældist 1.5 að stærð þann 6.nóvember.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði.
12
skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni og einn í Eyjafjallajökli. Í Torfajökli mældust 2 skjálftar, sá stærri mældist 1.7 að stærð.

Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust tæplega 55 skjálftar þar af voru um 30 skjálftar í Bárðarbungu, sá stærsti mældist 5 að stærð þann 24. október. Um 10 skjálftar mældust í Grímsvötnum, 4 skjálftar við vestri Skaftárketilinn, tveir skjálftar við Kverkfjöll og tveir norður af Skaftafellsjökli.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Tæplega 35 skjálftar mældust á þessu svæði, þar af 13 skjálftar við Öskju. Stærsti skjálftinn mældist 2.2 að stærð þann 25 október. Tæplega 25 skjálftar mældust við Herðubreið, allir undir 2 að stærð.

Krafla og Þeistareykir

4 skjálftar mældust við Bæjarfjall

Tjörnesbrotabeltið

Tæplega 60 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, þar af voru um 40 skjálftar á Grímseyjarbrotabeltinu og 17 á Húsavíkur-Flateyjar brotabeltinu.Vegna virkninnar á Reykjanesskaganum hefur ekki tekist að yfirfara alla skjálfta utan hrinunnar og því gæti vantað nokkra skjálfta inn í upptalninguna.

Skjálftalistiviku 43

Skjálftalistiviku 44

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica