Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 31, 29. júlí – 4. ágúst 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Á Reykjanesskaga mældust rúmlega 340 skjálftar þessa vikuna. Mest var virknin í og við kvikuganginn við Sundhnúksgígaröðina eins og í vikunni á undan, en talsverð virkni var einnig í Fagradalsfjalli og umhverfis Trölladyngju. Á Reykjaneshryggi voru tæplega 60 skjálftar mældir, stæsti 3.2 að stærð.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust um 20 skjálftar á víð og dreif um svæðið, talsvert færri en í síðustu viku þegar um 60 mældust. Tæplega 20 skjálftar mældust á Hengilsvæðinu, en í síðustu viku mældust um 40.

 

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

 Fimm sjálftar mældust í Langjökli í vikunni sem leið, allir undir 2 að stærð. Tveir skjálftar mældust við Grjótárvatn á Snæfellsnesi, báðir um 1.8 að stærð.


Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
í Mýrdalsjökli minnkaði virkni talsvert eftir jökulhlaupið í Skálm sem varð í vikunni á undan og kláraðist í viku 31. Um 20 skjálftar mældust, allir undir þremur að stærð og flestir staðsettir norðarlega í öskjunni. Á Torfajökulsvæðinu var nokkuð rólegt, um 5 skjálftar mældust þar.

 

Vatnajökull
Í Vatnajökli var nokkuð rólegt þessa vikuna, um 15 skjálftar mældust og var um helmingur þeirra við Bárðarbungu, sá stæsti 2,2 þriðja ágúst.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust rúmlega 10 skjálftar í vikunni sem leið. Tæplega 60 skjálftar mældust í og við Herðubreið og Herðubreiðartögl, flestir í lítilli hrinu VSV við Herðubreið.

Krafla og Þeistareykir

Rólegt var á svæðinu í vikunni, 4 skjálftar mældust við Kröflu og 7 við Bæjarfjall, allir um eða undir 1 að stærð.

 

Tjörnesbrotabeltið

Virkni var nokkuð dreifð um beltið síðastliðna viku en rúmlega 30 skjálftar mældust á svæðinu í heild sinni eða hlemingi færri en vikuna áður. Í Öxarfirði mældust um 20 skjálftar, allir undir 2 að stærð.

 

Skjálftalisti viku 31





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica