Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 15, 8. - 14. apríl 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Ríflega 420 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum í vikunni. Þar ber helst að nefna skjálftarhrinu 13. apríl í sunnanverðu Kleifarvatni. Þar af var stærsti skjálfti vikunnar á landinu 3,3 að stærð. Einnig var smá hrina í vestanverðu vatninu 12. apríl. Einnig var töluverð smáskjálftavirkni við Lágafell, NV af Grindavík eftir hádegi 14. apríl. Smáskjálftavirkni í Fagradalsfjalli var einnig viðvarandi líkt og hefur verið síðustu mánuði. Einnig má nefna skjálftavirkni sunnan við Bláfjöll 8. apríl.

Úti á Reykjaneshrygg var smá hrina um 90km úti fyrir Reykjanestá. Alls mældust 8 skjálftar úti á hrygg.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Tæplega 30 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, nokkuð dreift um svæðið. Þar af stærstir voru tveir skjálftar í Hverahlíð 10. apríl, 2,2 og 2,4 að stærð.

Einnig mældust tæplega 30 skjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu nokkuð jafndreift um svæðið.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

10 skjálftar mældust alls á Vestur- og Miðgosbeltinu, þar af var einn skjálfti í Langjökli og 4 skjálftar í Hofsjökli. Stærsti skjálftinn í Hofsjökli var 3,0 að stærð 9. apríl. Einn skjálfti varð ofan við Skagafjörð á gamla rekbeltinu.

Austurgosbeltið

Einn skjálfti mældist rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur og einn í Hornafirði.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði

9 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og 5 í Mýrdalsjökli. Fremur rólegt virkni þessa vikuna

Vatnajökull

Alls mældust ríflega 70 skjálftar í Vatnajökli þessa viku, svipað og vikuna á undan. Þar ber helst að nefna áframhaldandi smáskjálftavirkni í Bárðarbungu sem telur um 50 skjálfta. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð. Um 10 smáskjálftar mældust í Grímsvötnum í vikunni.
Suðvestur af Tungnafellsjökli mældist smáskjálfti á 25km dýpi.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust um 15 skjálftar, nokkuð færri en í síðustu viku þegar um 50 skjálftar mældust. Flestir þeirra eru austan megin við Öskjuvatn. Svipað margir skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl

Krafla og Þeistareykir

Um 10 skjálftar mældust nærri Kröflu og einn við Bæjarfjall.

Tjörnesbrotabeltið

Ríflega 40 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, þar af 10 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og 16 í Öxarfirði og rest dreifð á Grímseyjarbrotabeltinu.



Skjálftalisti viku 15





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica