Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 17. viku 24. apríl – 30. apríl 2023

Yfirlit

Um 590 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan þegar þeir voru um 560 talsins. Stærsti jarðskjálfti vikunnar mældist 2,9 að stærð við Eldey suðvestur af Reykjanestá. Við Grímsvötn mældust rúmlega 20 skjálftar þessa vikuna og áfram má því greina aukna smáskjálftavirkni þar á svæðinu. Norðan við Þorbjörn á Reykjanesskaga var einnig talsverð smáskjálftavirkni en þar mældust tæplega 150 jarðskjálftar í tveimur hrinum þann 25. og 26. apríl. 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli og nokkrir smáskjálftar mældust við Heklu.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjanestá

Um 225 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, mest virkni var norðan við Þorbjörn en þar mældust tæplega 150 jarðskjálftar í tveimur smáskjálfta hrinum þann 25. og 26. apríl, stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð þann 26. apríl kl. 15:46. Um 4 jarðskjálftar mældust á Brennisteinsfjallasvæðinu, og aðrir 4, sunnan við Heiðina Há. Um tveir tugir jarðskjálfta mældust við á Krýsuvíkursvæðinu. Á Sandfellshæð mældist um tugur skjálfta. Við Reykjanestá mældust 4 jarðskjálftar inni á landi en einnig svipaður fjöldi úti fyrir landi. Stærstur af þeim mældist af stærð 2,2 þann 24. apríl. 10 jarðskjálftar mældust suðvestur af landi, sá stærsti mældist af stærð 2,9 þann 29. apríl og var hann í námunda við Eldey, um 11km suðvestur af Reykjanestá. 

Suðurland 

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi og Hengilssvæðinu í vikunni sem var nokkuð færri en í vikunni áður en þá mældust um 70 skjálftar. Tæplega 15 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, þar af voru um 10 þeirra staðsettir við Hveradali og um 5 við Húsmúla. Allir voru þeir frekar litlir. Um 10 skjálftar mældust ANA við Selfoss þar sem að stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð þann 29. apríl. Aðrir skjálftar voru á víð og dreif um Suðurlandsbrotabeltið. Nokkrir smáskjálftar mældust við Heklu en sá stærsti var af stærð 1,4 þann 24. apríl  

Norðurland 

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust tæplega 90 skjálftar, heldur færri en mældust vikuna áður en þeir voru um 200 talsins. Rúmlega 30 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 2,1 að stærð þann 25. apríl, og rúmlega 10 á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, sá stærsti 2.3 að stærð þann 27. apríl á Skjálfanda. Um 30 skjálftar mældust á Eyjafjarðarálnum en þar af var þyrping af tæplega 30 smáskjálftum um 20km NNA af Siglufirði þann 27. apríl. Stærsti skjálftinn mældist 1,8 að stærð þann 25. apríl. Um 10 skjálftar mældust í Öxarfirði. Einn skjálfti mældist á Kolbeinseyjarhrygg af stærð 2,6 og annar utar á Spar misgenginu svokallaða af stærð 2,4 þann 29. apríl.  

Tugur skjálftar mældust við Kröflu og mældist stærsti skjálftinn 2,1 að stærð þann 28. apríl. Þrír smáskjálftar mældust við Þeistareyki. 

Einn skjálfti var staðsettir í Fljótum, um 250 m SV af bænum Langhús, af stærð 1,1 þann 28. apríl. Þarna hafa mælst skjálftar áður þó fátíðir séu.  

Miðhálendið 

60 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, nokkuð fleiri en vikuna á undan þegar um 40 skjálftar mældust. Um 15 skjálftar mældust í og við Bárðarbunguöskjuna, sá stærsti mældist 1,9 að stærð þann 27. apríl kl 19:24. Um 10 skjálftar mældust á djúpa svæðinu svokallaða um 10 km ASA af Bárðarbungu. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Grímsvötn og mældist sá stærsti af stærð 1,7 þann 28. apríl. Fjórir skjálftar mældust við Þórðarhyrnu, einn á sléttunni ofan Skaftafells og fjórir mældust í Öræfajökli. 

Tæplega fjörutíu skjálftar mældust í Öskju, sá stærsti 1,7 að stærð. Rúmlega 40 skjálftar mældust við Herðubreið og næsta nágrenni, svipaður fjöldi og mældist í síðustu viku en þá mældust rúmlega 30 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 að stærð rétt NA af Herðubreið.  

Einn skjálfti mældist í Hofsjökli af stærð 1,5 þann 28. apríl. Þrír smáskjálftar voru staðsettir við Tungnafellsjökul.  

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið 

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 30 skjálftar flestir innan öskjunnar en þeir stærstu voru í henni miðri af stærð 1,9 þann 29. apríl kl. 03:19 annar að stærð 1,9 kl. 03:20. Tæplega 10 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Stærsti skjálftinn mældist 1,9 að stærð þann 25. apríl vestarlega á svæðinu.  

Vesturland 

Einn jarðskjálfti mældist við Grjótárvatn 28. apríl og var hann 1,9 að stærð.

Skjálftalisti viku 17.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica