Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit í viku 50 og 51. 11. – 24. Desember 2023

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Ríflega 3000 skjálftar mældust á Reykjanesskaga síðustu tvær vikur, þar af eru um 1350 yfirfarnir. Flestir skjálftarir eru staðsettir við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember nærri Grindavík. Þann 18.desember hófst öflug skjálftavirkni um 21 og klukkan 22:17 sama kvöld hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni. Um 4 km sprunga opnaðist, norðurendi sprungunnar var staðsett rétt austan við Stóra-Skógfell og syðri endinn rétt austan við Sundhnúk. Gos lauk síðan 21.desember og hófst landris í Svartsengi að nýju. Skjálftavirknin við kvikuganginn hefur haldist nokkuð jöfn í síðan þá.

Önnur jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga var mest við Kleifarvatn og Brennisteinsfjöllum.

Á Reykjaneshrygg mældust um 20 skjálftar og var stærsti skjálftinn 2.6 að stærð.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Tæplega 30 smáskjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu, nokkuð dreift um svæðið, sá stærsti 2,3 að stærð í Vatnafjöllum.

Vesturgosbeltið

Þrír skjálftar mældust sunnan við Langjökul og fjórir skjálftar suður af Skjaldbreið. Þrír skjálftar mældust í Hofsjökli. Tólf skjálftar mældust við Grjótárvatn.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði
Rúmlega 40 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í síðustu tvær vikur. Stærsti mældist 2.4 að stærð þann 16. Desmeber. Einn skjálfti mældist suður af Eyjafjallajökli.

Vatnajökull
Í Vatnajökli mældust alls 60 skjálftar. Þar af um 30 í Bárðarbungu, tveir skjálftar mældust yfir 3 að stærð sá stærri var 3.7 að stærð og mældist þann 24.desember. Rúmlega 15 skjálftar mældust í og við Grímsvötn, sá stærsti 2,1 að stærð. Tveir skjálftar mældust við Skaftárkatlana.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Alls mældust um 55 smáskjálftar á þessu svæði, þar af 20 við Öskju. Sá stærsti mældist 2 að stærð.

Krafla og Þeistareykir

Þrír smáskjálftar mældust við Kröflu og fimm við Bæjarfjall.Tjörnesbrotabeltið

Tæplega 70 skjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu í vikunni, flestir á Grímseyjarbrotabeltinu.

Rúmlega 20 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar brotabeltinu og um 50 í Grímseyjarbrotabeltinu. Sá stærsti mældist 3.6 að stærð þann 18.desember.

Einn skjálfti mældist norður af Dalvík og einn suðaustur af Siglufirði.Skjálftalistiviku 50

Skjálftalistiviku 51

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica