Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Skjálftavirkni 3.-9. apríl, vika 14, 2023

Um 450 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins fleiri en í síðustu viku en á pari við fjölda skjálfta vikuna þar áður. Stærstu skjálftar vikunnar voru tæpa 70 km norður af Siglufirði í smá jarðskjálftahrinu sem stóð yfir 4. til 6. apríl og mældust 3 skjálftar yfir 3 að stærð, sá stærsti 3,5 þann 5. apríl. Annar skjálfti af stærð 3,5 mældist einnig tæpa 200 km SV af Jan Mayen.

Almennt var virkni mjög dreifð þessa vikuna, en utan skjálftavirkninnar norðan lands var helst áberandi var skjálftahrina rétt vestan Herðubreiðar sem hófst 5 apríl og taldi um 100 skjálfta. Einnig var áfram nokkur virkni við Högnhöfða, rétt norðan Úthlíðar á Suðurlandi, en skjálftahrina hófst þar í síðustu viku. Einn skjálfti mældist í Heklu.

Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálfta-Lísu vefsjánni

Suðurland

Rétt um 20 skjálftar mældust á Suðurlandsbrotabeltinu þessa vikuna og má þar helst nefna skjálfta af stærð 2.1 um 7 km austur af Selfossi. Ofan Úthlíðar við Hlöðufell mældust 16 skjálftar á því svæði þar sem hrina hófst 2. apríl. Rétt SA við Skjaldbreið mældust tveir skjálftar.

Reykjanesskagi

57 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í liðinni viku. Virkni á skaganum hefur farið minnkandi síðustu tvær vikur. Allir skjálftar á hryggnum voru um eða undir 1,5 að stærð. Þéttasta virkni þessarar viku á svæðinu voru um 20 skjálftar sem mældust frá 0:30 og til kl 3:00 aðfaranótt 5. apríl við Krýsuvík.

Hengill

13 skjálftar mældust á Hegilssvæðinu.

Norðurland

Við Kröflu mældust 6 skjálftar í vikunni og 5 við Þeistareyki. Rétt ofan Vesturdals í Skagafirði mældist einn skjálfti af stærð 1,6.

Á Tjörnesbrotabeltinum mældust ríflega 100 skjálftar þessa síðustu viku. Ber þar helst að nefna skjálftahrinu í Eyjafjarðaráli sem stóð yfir 4. til 6. apríl og taldi um 30 skjálfta sem mælanet Veðurstofunnar nam. Mældust í þeirri hrinu stærstu skjálftar vikunnar. Einnig mældust um 20 skjálftar rétt austan Grímseyjar. Önnur virkni var nokkuð dreifð um svæðið.

Vatnajökull og Dyngjufjöll

Tæplega 30 skjálftar mældust í og við Vatnajökul, þar af 7 skjálftar við Bárðarbungu, 5 við Grímsvötn, einn við sinnhvorn Skaftárketil, 6 ofan Skeiðárjökuls, tveir ofan Skaftafellsjökuls og tveir í grennd við Öræfajökul. Tveir skjálftar mældust í Tungnafellsjökli.

Við Dyngjufjöll mældust samtals ríflega 160 skjálftar, þar af voru flestir í hrinu rétt vestan Herðubreiðar eða um 100 skjálftar. Tæplega 30 skjálftar voru við Öskju, flestir við austnaverðan öskjubarminn

Vesturland

Einn skjálfti mældist rétt norðan við Grjótárvatn, einn milli Þórisjökuls og einn í miðjum Langjökli.

Mýrdalsjökull og Torfjajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust 22 skjálftar, sá stærstu var 2,5 að stærð 4. apríl. Virknin var að mestu innan Kötluöskju og við austur barm öskjunnar. Einn skjálfti mældist í Torfajökli.

Skjálftalisti - Vika 14, 2023






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica