Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir 

-
þri. 25. mar.
Nokkur hætta -
mið. 26. mar.
Nokkur hætta -
fim. 27. mar.
Nokkur hætta
Nýr snjór til fjalla sem getur verið óstöðugur sérstaklega þegar hlýnar á þriðjudag. Eldri snjór er að mestu stöðugur.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 300 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Hlýnandi veður
-
Tegund
-
HæðOfan 600 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Þurr snjór hátt til fjalla getur hafa safnast í óstöðuga fleka eftir A átt á mánudag fram á þriðjudag.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Það snjóaði í A-lægum áttum seinnipart mánudags og í hægum SV- eða V-átt um helgina. Eldri snjór er stöðugur víðast hvar. Nýi snjórinn getur verið óstöðugur þar sem hann nær að safnast fyrir. Það hlýnar á þriðjudag nýi snjórinn getur orðið óstöðugur þegar hann blotnar. Ekki gert ráð fyrir nema litlum flóðum.
Nýleg snjóflóð
Vott snjóflóð féll niður í brekkurætur í Naustahvilft 19. mars.
Veður og veðurspá
Snjókoma á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags í A-lægri átt. Snýst í SV-átt á þriðjudag og hlýnar, skúrir en snjókoma til fjalla. Snýst í hvassa NA-átt á miðvikudag með rigningu en snjókomu til fjalla.