Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir 
-
fim. 27. nóv.

Lítil hætta -
fös. 28. nóv.

Lítil hætta -
lau. 29. nóv.

Lítil hætta
Lítill nýr snjór er ofan á stífum og stöðugum snjó sem gengið hefur í gegnum umhleypingar.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Á fimmtudaginn 20. nóv hlánaði, snjó tók upp og hann sjatnaði. Í frosti í kjölfarið stífnaði snjórinn og styrktist enn frekar. Örlítill nýr snjór hefur fallið eftir hlákuna, vindur hefur verið hægur svo ekki hefur skafið og á þriðjudaginn 25. nóv. blotnaði snjór í neðri hluta hlíða. Á fimmtudag 27. nóv. er spáð alhvassri norðaustanátt en þar sem lítið skafrenningsfóður er til fjalla er ekki gert ráð fyrir vindflekamyndun að ráði.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg flóð.
Veður og veðurspá
Allhvöss NA-átt á fimmtudag en úrkomulítið. Hæg breytileg átt, þurrt og kalt í kjölfarið.



