Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 21. maí

    Lítil hætta
  • sun. 22. maí

    Lítil hætta
  • mán. 23. maí

    Lítil hætta

Vindflekar urðu óstöðugir þegar hlýnaði um helgina en snjórinn virðist vera að ná stöðugleika aftur og nýsnævið að mestu bráðnað.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsvert safnaðist í vindfleka ofarlega í fjöllum og inn til dala í S-V vísandi hlíðum. Snjórinn varð óstöðugur þegar hlýnaði um helgina en snjórinn virðist vera að ná stöðugleika aftur og nýsnævið að mestu bráðnað.

Nýleg snjóflóð

Lítil vot flekahlaup féllu í Skutulsfirði þegar hlýnaði um síðustu helgi. Ekki hafa borist fréttir af flóðum síðan þá.

Veður og veðurspá

NA-átt og svalt, lítilsháttar snjókoma efst i fjöll á sunnudag.

Spá gerð: 20. maí 08:23. Gildir til: 23. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica