Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 08. feb.

    Nokkur hætta
  • sun. 09. feb.

    Nokkur hætta
  • mán. 10. feb.

    Nokkur hætta

Nýir vindflekar í snjókomu og skafrenningi sérstaklega í N-NA-viðhorfum. Á sunnudag spáir hláku og rigningu, og þá er líklegt að vot snjóflóð falli.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjókoma og skafrenningur hafa byggt upp nýja vindfleka ofan á stöðugum eldri snjó, sérstaklega í N- og NA- viðhorfum. Á sunnudag spáir hláku og rigningu og þá er líklegt að vot snjóflóð falli.

Nýleg snjóflóð

Spýjur féllu í Súðavíkurhlíð og Bolungarvík 4. og 5. feb.

Veður og veðurspá

Breytilegur vindur með éljagangi á föstudagsmorgun en bætir í síðdegis. Hægviðri, kalt og lítilsháttar snjókoma á laugardag. S-átt, hlýtt og úrkoma á sunnudag.

Spá gerð: 07. feb. 15:27. Gildir til: 08. feb. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica