Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • sun. 11. apr.

    Nokkur hætta
  • mán. 12. apr.

    Nokkur hætta
  • þri. 13. apr.

    Nokkur hætta

Nýir vindflekar í vestur og suður viðhorfum, misjafnlega þykkir og víða óstöðugir. Varasamar aðstæður í giljum og lægðum þar sem mikill snjór hefur safnast.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Misþykkir nýir vindflekar eru í V- og S-viðhorfum eftir snjókomu í logni og svo hvassa A- og NA-átt og skafrenning á miðvikud. og fimmtud. Fyrir var smá nýr snjór ofan á hjarni sem var orðið fremur stöðugt eftir hláku og frostatíð. Snjógryfja við Kistufell ofan Ísafjarðar 8. apríl sýndi tvískiptan vindfleka ofan á hjarni. Samþjöppunarpróf gaf brot við miðlungs álag bæði á lagmótum vindflekanna og á mótum neðri vindflekans við hjarnið. Hár hitastigull er í snjónum og gætu veik lög myndast vegna þess. Eitthvað bætir í snjó til fjalla á laugardagskvöld og sunnudag. Fólk á ferð í brattlendi ætti að sýna aðgát, sums staðar hefur mikill nýr snjór safnast og þar geta aðstæður verið varasamar.

Nýleg snjóflóð

Mörg lítil snjóflóð féllu á spásvæðinu á þriðjudag og miðvikudag.

Veður og veðurspá

Frost til fjalla en yfir frostmarki við sjávarmál. Austlæg átt á sunnudag með dálítilli snjókomu og skafrenningi til fjalla, bætir í vind með deginum. Hægur vindur og þurrt á mánudag og þriðjudag.

Spá gerð: 10. apr. 10:00. Gildir til: 11. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica