Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fös. 21. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 22. jan.

    Nokkur hætta
  • sun. 23. jan.

    Nokkur hætta

Búist við að nýir vindflekar myndist næstu daga í NA viðhorfum. Eldri snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er almennt talinn stöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór á svæðinu hefur gengið í gegnum umhleypingar og er almennt talinn vel sambundinn og stöðugur. Hann hlýnaði og blotnaði á fimmtudag í hlýindum og rigningu. Á föstudag til sunnudags má búast við að nýir vindflekar myndist í norður til austur viðhorfum í hvassri SV-átt og éljagangi. Vindflekarnir geta verið óstöðugir.

Nýleg snjóflóð

17. jan féllu víða vot flóð, m.a. yfir veg um Eyrarhlíð, í Súðavíkurhlíð, innarlega í Dýrafirði, ofan við hesthúsin í Syðridal og yfir veg um Spilli.

Veður og veðurspá

Á föstudagsmorgun kólnar með éljum eða snjókomu, suðvestan stormur. Kólnar enn frekar á laugardag en að öðru leyti sambærilegt, dregur úr vindi um kvöldið. Sunnan-vestanátt á sunnudag, einhver éljagangur og frost.

Spá gerð: 20. jan. 15:58. Gildir til: 21. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica