Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 27. feb.

    Nokkur hætta
  • mið. 28. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 29. feb.

    Nokkur hætta

Á þriðjudag snjóar í NA-átt og gætu litlir vindflekar myndast í SV-lægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu myndast í S-V viðhorfum eftir NA-átt og snjókomu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á mánudag hlánaði og náði hitinn hátt til fjalla. Á þriðjudag snjóar í NA-átt svo litlir vindflekar gætu myndast í SV-lægum viðhorfum. Búast má við að gamla snjóþekjan sé að styrkjast eftir umhleypingarnar.

Nýleg snjóflóð

Nokkur vot snjóflóð féllu í hlákunni á mánudag. Einnig féllu snjóflóð í síðustu viku í Steiniðjugili og Karlsárgili.

Veður og veðurspá

Snýst í NA 8-15 m/s með snjókomu og kólnandi veðri á þriðjudag. Fremur hægur vindur og úrkomulítið á miðvikudag en aftur NA-átt á fimmtudag og líkur á snjókomu. Á föstudag er útlit fyrir norðaustlæga átt.

Spá gerð: 26. feb. 14:29. Gildir til: 27. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica