Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 23. okt.

    Nokkur hætta
  • sun. 24. okt.

    Nokkur hætta
  • mán. 25. okt.

    Lítil hætta

Talsverður snjór safnaðist í suður- og vesturvísandi hlíðar í byrjun vikunnar og þar gætu verið flekar. Gert er ráð fyrir að snjór blotni til fjalla vegna hlýinda og rigningar á föstudag og laugardag og þá gæti hann orðið tímabundið óstöðugur. Með hlýindum aukast líkur á að gamlar hengjur hrynji.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vegna hlýinda og rigningar. Sérstaklega þar sem snjór hefur safnast í suður og vestur viðhorfum. Auknar líkur á hengjuhruni.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverður snjór safnaðist á snjódýptarmæla í efri hluta fjalla í hvassri norðaustanátt og skafrenningi í byrjun vikunnar. Flekar gætu hafa myndast í suður og vestur viðhorfum. Gert er ráð fyrir að snjór blotni til fjalla í hlýindum og rigningu á föstudag og laugardag og gæti það valdið tímabundnum óstöðugleikum. Hengjur frá því í lok september eru enn til staðar og hlýindin auka líkur á því að þær hrynji. Stöðugleiki ætti að aukast þegar kólnar snemma í næstu viku.

Nýleg snjóflóð

Nokkur snjóflóð féllu í nágrenni Flateyrar í byrjun vikunnar.

Veður og veðurspá

Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt, hlýindi og skúrir á laugardag. Á sunnudag bætir í vind úr norðaustri og kólnar aðeins með deginum, þurrt að mestu. Hiti í kringum frostmark á mánudag, möguleiki á lítilsháttar úrkomu.

Spá gerð: 22. okt. 12:56. Gildir til: 25. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica