Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir 
-
lau. 01. nóv.

Nokkur hætta -
sun. 02. nóv.

Nokkur hætta -
mán. 03. nóv.

Lítil hætta
Mis mikill snjór á svæðinu, meira utarlega á fjörðunum heldur en inn í Djúpi. Mögulegir vindflekar í suðlægum viðhorfum. Hlýindi og rigning á láglendi en gæti snjóað í hæstu fjöll. Snjór gæti orðið óstöðugur um tíma meðan hann hlýnar og blotnar.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 500 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar í suðlægum viðhorfum.
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Hvöss NA-átt og hlýindi um helgina.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Mis mikill snjór á svæðinu, meira utarlega á fjörðunum heldur en inn í Djúpi. Mögulegir vindflekar í suðlægum viðhorfum og snjór verður votur um helgina. Lítið snjóflóð ofan við Flateyri féll 31. okt gefur til kynna veikleika sem bresti við hlýnun. Snjór sjatnar og styrkist með tímanum og þegar kólnar aftur á mánudag.
Nýleg snjóflóð
Lítið snjóflóð féll ofan við Flateyri sem radarinn nam 31. okt, sem rétt nær fram úr gilkjafti.
Veður og veðurspá
Viðvarandi NA-átt næstu daga og hlýtt í veðri. Skúrir en él til fjalla um tíma. Styttir upp en áfram hvasst og kólnar á mánudag.



