Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir 

-
lau. 12. apr.
Lítil hætta -
sun. 13. apr.
Lítil hætta -
mán. 14. apr.
Nokkur hætta
Snjólétt er á svæðinu og gamli snjórinn talinn einsleitur og stöðugur eftir hlýindi. Nýir þunnir vindflekar gætu myndast í NA snjókomu á sunnudag og í næstu viku.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 300 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Ef það snjóar og skefur í NA átt á sunnudag/mánudag.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjór sjatnaði og blotnaði í langvarandi hlýindum og er nú talinn einsleitur og stöðugur. Lítillega bætti á snjó á föstudag. Útlit er fyrir NA snjókomu seinnipart sunnudags og í næstu viku og þá geta þunnir nýir vindflekar myndast til fjalla.
Nýleg snjóflóð
Engar fréttir af nýlegum snjóflóðum.
Veður og veðurspá
Frost til fjalla næstu daga. Þurrt á laugardag, léttskýjað og fremur hæg austanátt. Snýst í NA á sunnudag og mögulega snjóar seinnipartinn. NA él á mánudag.