Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • þri. 11. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 12. mar.

    Nokkur hætta
  • fim. 13. mar.

    Lítil hætta

Vindflekar til fjalla ofan á gömlu hjarni. Snjór ætti að sjatna og styrkjast næstu daga í mildu og þurru veðri.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Eftir snjókomu og skafrenning úr breytilegum vindáttum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það bætti nokkuð á snjó í byrjun mars og skóf í NA og breytilegum vindi. Fyrir var fremur snjólétt, með gömlu harðfenni til fjalla. Nú eru vindflekar í fjölbreyttum viðhorfum, en snjór virðist þó víðast fremur stöðugur. Spáð er þurru og mildu veðri næstu daga svo snjór ætti að sjatna og styrkjast með tímanum.

Nýleg snjóflóð

Vot lausasnjóflóð féllu í Kirkjubólshlíð. Líklega 10. mars, a.m.k. Eftir að hlýnaði 9. mars. Lítil lausasnjóflóð féllu á svæðinu í síðustu viku, í sólskini.

Veður og veðurspá

Þurrt. SV átt, allhvöss um tíma. Dægursveiflur í hita, yfirleitt yfir frostmarki á daginn en frystir til fjalla á nóttunni.

Spá gerð: 10. mar. 16:37. Gildir til: 11. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica