Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fös. 19. apr.

    Nokkur hætta
  • lau. 20. apr.

    Mikil hætta
  • sun. 21. apr.

    Nokkur hætta

Lagskiptir vindflekar í flestum viðhorfum mest eftir NA áttir. Viðvarandi veikt lag enn til staðar og hætt við stórum snjóflóðum í hlýindum á laugard

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Gamli veikleikinn við hjarnið gæti enn verið til staðar en virðist hafa styrkst síðan um páska

Þegar hlýnar aðfaranótt laugard. geta fallið stór flóð þar sem mikill snjór hefur safnast

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Viðvarandi NA-hríðarveður síðustu vikna hafa aukið á vindfleka sem byggst hafa upp síðan helgina fyrir páska. Eftir páskaveðrið var mikill óstöðugleiki og stór snjóflóð sem féllu. Viðvarandi veikleiki á lagmótum vindfleka og eldra hjarns getur enn verið útbreiddur og viðkvæmari í efri hluta fjalla. Hann getur legið á miklu dýpi eftir mikla snjósöfnun í fjórum áhlaupum svo snjóflóð sem kunna að falla á þessum gamla veikleika gætu orðið mjög stór. Snjógryfja í Vaðlaheiði 17.4. sýndi mjög þykka vindfleka með tveimur íslögum og mjúku nýsnævi á milli. Útvíkkað samþjöppunarpróf gaf skyndilegt, slétt brot við mikið álag á milli vindfleka.

Nýleg snjóflóð

Þurr lausaflóð féllu í byrjun vikunnar

Veður og veðurspá

Gengur í SV-átt með rigningu uppá fjallstinda á föstudagskvöld, hvessir á laugardagskvöld og kólnar og styttir upp

Spá gerð: 18. apr. 15:48. Gildir til: 19. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica