Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 06. maí

    Lítil hætta
  • fös. 07. maí

    Nokkur hætta
  • lau. 08. maí

    Nokkur hætta

Snjór er almennt stöðugur. Svalt í veðri og næturfrost en sólríkt á daginn og helst hætta á votum spýjum í bröttum hlíðum sem bakast í sólinni. Mögulega getur bætt á snjó í NA-éljum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór er almennt stöðugur. Það hefur bætt á snjó nyrst á Tröllaskaga en lítil úrkoma hefur verið innar í Eyjafirði. Svalt í veðri og næturfrost en sólríkt á daginn og helst hætta á votum spýjum í bröttum hlíðum sem bakast í sólinni. Mögulega getur bætt á snjó á fimmtudag og föstudag.

Nýleg snjóflóð

Engin flóð hafa verið skráð síðustu daga.

Veður og veðurspá

Hæg NA-átt með smá éljum næstu daga en bjart inn á milli. Áhrif sólar geta verið mikil á suður vísandi hlíðar seinni part dags.

Spá gerð: 05. maí 10:45. Gildir til: 07. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica