Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 26. okt.

    Nokkur hætta
  • mið. 27. okt.

    Nokkur hætta
  • fim. 28. okt.

    Nokkur hætta

Það hlánaðu upp í 600 m hæð og eitthvað bætti á snjó efst til fjalla yfir helgina. Lítið snjóflóð féll austarlega í Hlíðarhrygg á sunnudag. Snjóa á til fjalla aðfaranótt miðvikudags og miðvikudag sem gæti skapað nýsnævis vandamál.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mestur snjór er á vesturhluta spásvæðisins, t.d. í Hlíðafjalli en minni snjór er austan til. Lítill snjór er í neðri hluta fjalla en ofan 600 m hefur snjór náð að safnast. Eldri snjór hefur blotnað og gætu verið veik lagmót milli snjóalaga vegna þess. Bæta á í snjó aðfaranótt miðvikudags og á miðvikudag til fjalla ofan 600 m sem geta valdið nýsnævis vandamálum.

Nýleg snjóflóð

Lítið snjóflóð féll á sunnudag austarlega í Hlíðarhrygg.

Veður og veðurspá

Hæg breytilegar áttir á þriðjudag en færist í norðaustan átt og rigningu með slyddu eða snjókomu í fjallatoppa á þriðjudagskvöld. Hæg breytileg átt og slydda eða snjókoma til fjalla á miðvikudag. Hægbreytileg átt og þurrt á fimmtudag en bætir í úrkomu á fimmtudags kvöld.

Spá gerð: 25. okt. 16:07. Gildir til: 27. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica