Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 07. feb.

    Töluverð hætta
  • mið. 08. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 09. feb.

    Nokkur hætta

Á sunnudag hlánaði víða upp í fjallstoppa. Næstu daga mun snjóa í sunnan og suðvestan átt svo vindflekar munu líklegast myndast í norðlægum viðhorfum. Djúphrím gæti leynst sums staðar á nokkru dýpi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á sunnudag hlánaði hátt upp í fjöll og snjór virðist nokkuð stöðugur. Næstu daga mun snjóa, sérstaklega á þriðjudag, í S-SV áttum svo vindflekar munu líklega myndast í norðlægum viðhorfum. Djúphrím gæti leynst sums staðar á nokkru dýpi undir þykku harðfenni, líkt og snjógryfja í Hlíðarfjalli í lok janúar sýndi. Ólíklegt er að fólk setji af stað flóð á þessu lagi, en ef það gerist geta þau orðið stór.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Kólnar á mánudag með éljum og áframhaldandi suðvestlægri átt. Á þriðjudag ganga skil yfir landið með sunnan stormi eða roki og snjókomu. Snýst í suðvestan seinnipart þriðjudags með éljum. Á miðvikudag er útlit fyrir hæga suðvestlæga átt og úrkomulítið veður.

Spá gerð: 07. feb. 16:58. Gildir til: 08. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica