Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 

-
þri. 11. feb.
Lítil hætta -
mið. 12. feb.
Lítil hætta -
fim. 13. feb.
Lítil hætta
Almennt er snjór stöðugur eftir asahláku vikunnar. SV-éljagangur gæti hafa byggt upp þunna vindfleka í norðlægum hlíðum. Harðfenni er víða til fjalla.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Mikið hefur tekið upp í vikunni og lítill snjór er á láglendi. Umhleypingar sl. viku hafa bleytt í snjónum upp í hæstu toppa og er eldri snjór talinn stöðugur. SV-éljagangur gæti byggt upp þunna vindfleka í norðlægum hlíðum ofarlega til fjalla, annars má búast við harðfenni þar sem nýjan snjó er ekki að finna.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar.
Veður og veðurspá
Á þriðjudag og miðvikudag má búast við að kólni, ásamt hægum vindi og lítilli úrkomu.