Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið 

-
fim. 09. feb.
Töluverð hætta -
fös. 10. feb.
Töluverð hætta -
lau. 11. feb.
Töluverð hætta
Nýir vindflekar í fjöllum eftir hvassan SV-éljagang og skafrenning. Eldri snjór er talinn stöðugur eftir umhleypingar. Hláka á föstudag og laugardag og líkur á votum flóðum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Á föstudag og laugardag
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Það hefur bætt nokkuð á snjó í hvössum SV-éljum. Víða er þó bert og lítill snjór og má reikna með að mestur snjór sé í vindflekum í austlægum viðhorfum. Eldri snjór er talinn stöðugur eftir að hafa gengið í gegnum nokkra hlákukafla.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð
Veður og veðurspá
Vestlæg átt með éljum á miðvikudag. Hægari á fimmtudag en gengur í hvassa SA- og svo SV-átt á föstudag og laugardag, fyrst með snjókomu en fer fljótlega í rigningu.