Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • fös. 21. jan.

    Lítil hætta
  • lau. 22. jan.

    Lítil hætta
  • sun. 23. jan.

    Lítil hætta

Snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er almennt einsleitur og stöðugur. Litlar votar spýjur gætu fallið í hlýindum og nýir vindflekar myndast um helgina í NA og A viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar gætu myndast þegar éljar í hvassri SV-V átt á laugardag og sunnudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Í umhleypingum fyrr í vikunni blotnaði snjór upp í fjallatoppa og fraus síðan aftur. Hann er nú almennt einsleitur og stöðugur. Votar spýjur gætu fallið þegar snjór blotnar aftur í hlýindum á fimmtudag og föstudag. Hættan er þó ekki talin mikil þar sem lítið er af nýjum snjó á svæðinu. Nýir vindflekar gætu myndast í NA og A viðhorfum um helgina þegar éljar og skefur.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Hlýtt, suðvestan 15-23 m/s og rigning með köflum á föstudag. Hægt kólnandi á laugardag, allhvöss SV-átt og éljagangur til fjalla. Frost á sunnudag með einhverri snókomu og SV- eða V-átt.

Spá gerð: 20. jan. 10:18. Gildir til: 21. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica