Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • mán. 04. mar.

    Lítil hætta
  • þri. 05. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 06. mar.

    Nokkur hætta

Eldri snjór er almennt stöðugur. Sá litli snjór sem hefur bæst á síðastliðna viku getur orðið tímabundinn óstöðugur þegar hlýnar á mánudag og þá er möguleiki á litlum snjóflóðum. Nýir vindflekar geta myndast hátt í fjöllum næstu daga.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar geta myndast hátt í fjöllum í snjókomu og skafrenningi næstu daga.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hláka mánudaginn 26. feb. hafði áhrif á snjóþekjuna upp í fjallatoppa og mikið tók upp af snjó. Snjóþekjan varð einsleit áður en hún stífnaði og styrktist í frosti. Lítilsháttar éljagangur og skafrenningur síðan þá geta hafa myndað nýja litla vindfleka í dældum og giljum þar sem snjór hefur safnast undan skafrenningi. Á mánudaginn á að hlýna aftur með rigningu og þá getur nýlegur snjór orðið tímabundinn óstöðugur áður en hann sjatnar og styrkist. Hátt í fjöllum ætti að bæta á snjó og skafa í vikunni.

Nýleg snjóflóð

Engar fregnir af nýlegum snjóflóðum.

Veður og veðurspá

Eftir kuldakafla á að hlýna á mánudag með einhverri úrkomu, rigningu á láglendi en snjókomu hátt til fjalla. Frostmarkshæð ætti að sveiflast í kringum 1000 m hæð. Svipað veður næstu daga, SA og A áttir.

Spá gerð: 03. mar. 11:07. Gildir til: 04. mar. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica