Spá um snjóflóðahættu - Utanverður Tröllaskagi

  • sun. 11. apr.

    Nokkur hætta
  • mán. 12. apr.

    Nokkur hætta
  • þri. 13. apr.

    Nokkur hætta

Vindflekar eru í flestum viðhorfum eftir snjókomu og skafrenning í vikunni. Fyrst í SV-átt síðan A- til NV-áttum. Fyrir var svolítið nýsnævi sem virtist nokkuð vel bundið við hjarnið undir.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar eru í flestum viðhorfum eftir snjókomu og skafrenning í vikunni. Fyrst í SV-átt síðan A- til NV-áttum.

Í hæstu fjöllum gætu verið eldri vindflekar í flestum viðhorfum, einkum eftir SV-storm með gríðarlegum skafrenningi í síðustu viku.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Á síðustu helgi snjóaði bæði í hvassri SV-átt og N-átt til fjalla. Á miðvikudag tók að snjóa í A-átt og hvessti, vindur snérist jafnt og þétt í NA og síðan alveg í NNV með minnkandi éljum á fimmtudag. Vindflekar hafa því myndast í flestum viðhorfum og geta þeir verið óstöðugir þó ekki hafi orðið vart við verulegan óstöðugleika. Í hæstu fjöllum gætu verið eldri vindflekar í flestum viðhorfum, einkum eftir SV-storm með gríðarlegum skafrenningi í síðustu viku.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð féllu í S-viðhorfi í Ólafsfirði í N-áttinni á fimmtudag.

Veður og veðurspá

Hlýnandi veður á laugardag og fram á sunnudag. Hæg A-átt á sunnudag og hæg breytileg átt á mánudag og þriðjudag. Úrkomulítið.

Spá gerð: 10. apr. 13:00. Gildir til: 11. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica