Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fös. 21. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 22. jan.

    Nokkur hætta
  • sun. 23. jan.

    Nokkur hætta

Þunnir vindflekar ofan á stöðugum snjó. Óstöðugleiki vegna hlýnunar. Stormur föstudagskvöld fram á laugardag, búast má við óstöðugum vindflekum í N-A vísandi hlíðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Eftir N áttir aðfara nótt miðvikudags og SV áttir aðfaranótt fimmtudags. Nýjir vindflekar geta myndast í SV átt aðfaranótt laugardags

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjó hefur tekið upp og vöknað með hlýnandi veðri en fyrir voru þunnir vindflekar ofan á stöðugum snjó sem enn geta verið til staðar. Gryfja var tekin í Klettahnjúk 19 jan sem sýnir nýlegan 15 cm snjó ofan á þunnum vindfleka. Undir vindflekanum er einsleitur stöðugur snjór en óreglulegt brot við miðlungs álag kom í stöðugleikaprófi milli vindflekans og eldra snjósins á 24 cm dýpi. Bætir í snjó aðfarnótt laugardags í SV stormi og má búast við óstöðugum vindflekum í N-A vísindi hlíðum.

Nýleg snjóflóð

Mánudaginn sl. féllu víða vot flóð, til að mynda við Siglufjörð og Ólafsfjörð. Vott lausasnjóflóð féll í Jörundarskál aðfaranótt miðvikudags.

Veður og veðurspá

SV stormur á föstudag og laugardag. Rignir aðfaranótt laugardags kólnar og færist í éljagang með morgninum. SV til V átt og éljagangur á sunnudag.

Spá gerð: 20. jan. 16:07. Gildir til: 21. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica