Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 30. mar.

    Töluverð hætta
  • fös. 31. mar.

    Töluverð hætta
  • lau. 01. apr.

    Töluverð hætta

Vindflekar gætu verið í flestum viðhorfum. Gera má ráð fyrir að vindflekamyndun haldi áfram á vestur- og suðurvísandi viðhorfum í A-átt og éljagangi á fimmtudag. Snjóflóð hafa fallið síðustu daga en veikleika er að finna í snjóþekjunni milli nýja snjósins og hjarnsins undir og geta flóð á því lagi orðið stór. Hlýindi á föstudag auka líkur á votum flóðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Votsnævisvandamál gæti skapast þegar hlýnar á fimmtudag en vot flóð gætu fallið á mótum vindfleka eða á viðvarandi veikleika milli vindfleka og hjarns.

Vindflekamyndun heldur áfram og gera má ráð fyrir veikleikum milli vindfleka.

Viðvarandi veikt lag finnst enn víða á lagmótum milli eldra hjarns og vindfleka og brotnaði við sögun á N vísandi viðhorfi í Skarðsdal 26. mars.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Gera má ráð fyrir að skafi í fleka í V og S viðhorfum í hvössum vindi á miðvikudag og í austan éljagangi á fimmtudag. Hlýindi ná til fjalla seinnipart föstudags og gera má ráð fyrir rigningu til fjalla og auknum líkum á votum snjóflóðum. Eldri vindfleka er að finna í flestum viðhorfum. Athuganir undanfarð sýna veikleika bæði í vindflekum og á lagmótum við eldra hjarn og nýleg flóð benda einnig til þess að vindflekarnir bindist illa við eldra hjarn þar sem kantaðir kristallar finnast. Tvær gryfjur úr Skarðsdal 26. mars sýndu annarsvegar fram á töluverðan veikleika á N-viðhorfi og brot við sögun en nokkuð stöðuga snjóþekju sem hinsvegar sem brotnaði við mikið álag. Gera má ráð fyrir breytileika á milli viðhorfa í snjóþekjunni.

Nýleg snjóflóð

Stórt snjóflóð sást á vesturvísandi hlíð í Þorvaldsdal og hefur líklega fallið um 26. mars og runnið á veikleika við lagmót hjarns og vindfleka. Tilkynnt var um þrjú snjóflóð af miðlungsstærð sem voru sett af stað af sleðafólki þann 25. mars við Lágheiði, Burstabrekkudal og Árdal í Ólafsfirði. Nokkur lítil snjóflóð voru sett af stað af vélsleðafólki 25. mars í Fjörðum. Mjög stórt náttúrulegt snjóflóð féll í Skútudal í Siglufirði, líklegast þann 24. mars en það náði yfir dalsbotninn og upp í brekku. Snjóflóð féll í Brimnesdal föstudaginn 24. mars. Þrjú stór flekaflóð hafa fallið úr Ósbrekkufjalli í Ólafsfirði frá því 23. mars, eitt þeirra náði fram í sjó.

Veður og veðurspá

Austan 13-18 m/s á fimmtudag og snjókoma eða slydda. Hiti í kringum frostmark. Þurrt á föstudag, hægari vindur, hlýnar og fer upp fyrir frostmark nánast upp í fjallstoppa.

Spá gerð: 29. mar. 14:11. Gildir til: 31. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica