Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir
-
sun. 19. jan.
Nokkur hætta -
mán. 20. jan.
Nokkur hætta -
þri. 21. jan.
Nokkur hætta
Bætir á snjó í norðaustan hrið um helgina og má búast við myndun óstöðugra vindfleka í S-V vísandi hlíðar. Eldri snjór er einsleitur og stöðugur eftir hláku og frost í kjölfarið.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Í hlýindum og rigningu 10-15. janúar tók snjó upp, hann sjatnaði og lagskipting brotnaði niður. Nú hefur fryst og snjór ætti því að vera stífur og stöðugur. Spáð er NA- hríð og éljagangi næstu daga. Óstöðugir vindflekar geta myndast í S-V vísandi hlíðar.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð
Veður og veðurspá
Spáð er frosti og éljagangi eða hríð í norðausta átt næstu daga.