Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • mán. 15. apr.

    Nokkur hætta
  • þri. 16. apr.

    Nokkur hætta
  • mið. 17. apr.

    Nokkur hætta

Vindflekar halda áfram að stækka undan N-NA áttum. Veikleikar eru enn í snjónum, þótt víðast virðist þurfa nokkuð álag til að koma snjóflóðum af stað.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Bætt hefur á snjó í þremur áhlaupum, um miðjan mars, um páskana og eftir síðustu helgi. Skafið hefur í N- og NA-áttum. Ekki hefur hlánað og þykkir vindflekar eru víða í giljum og hlémegin í fjöllum. Þeir eru víðast taldir sæmilega stöðugir, en ef þeir fara af stað geta snjóflóð orðið stór. Umferð fólks um brattar brekkur og gil gæti sett af stað snjóflóð, einkum á stöðum þar sem grynnra er á veiku lögin, í ávölu landslagi og í kringum grjót eða kletta. Snjógryfjur af svæðinu sýna að veikleikar eru enn til staðar á ofarlega til fjalla og þar sem skefur.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lítil snjóflóð féllu í Kirkjubólshlíð í vikunni. Einnig féll lítið flekaflóð úr Skollahvilft ofan Flateyris.

Veður og veðurspá

Á mánudag verður NA hvassviðri og éljagangur til fjalla 10-15 m/sek. Styttir upp og lægir með þriðjudeginum en mögulega snjóar í logni sunnarlega á Vestfjörðum.

Spá gerð: 14. apr. 13:11. Gildir til: 15. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica