Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • lau. 01. apr.

    Nokkur hætta
  • sun. 02. apr.

    Nokkur hætta
  • mán. 03. apr.

    Nokkur hætta

Hiti var víða yfir frostmark á fimmtudag og föstudag svo snjór hefur sjatnað. Nýir vindflekar gætu myndast um helgina og vot flóð fallið neðarlega í hlíðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar gætu myndast um helgina í norðlægum viðhorfum.

Votar spýjur gætu fallið á láglendi þar sem hiti er yfir frostmarki. Á mánudag hlýnar og rignir.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Hiti var víða yfir frostmarki til fjalla á fimmtudag og föstudag. Snjór hefur aðeins sjatnað í hlýindunum. Nýir vindflekar gætu myndast í snjókomu um helgina, sérstaklega á sunnudag. Veikleiki gæti verið sums staðar á lagmótum við eldri snjó. Ekki er útilokað að vot snjóflóð falli þar sem hiti er ofan frostmarks. Útlit er fyrir umhleypingasamt veður framundan svo snjóþekjan mun líklega smám saman styrkjast.

Nýleg snjóflóð

Nokkrar spýjur hafa fallið í Kirkjubólshlíð í hlýindunum. Vélsleði setti af stað flekaflóð í Kistufelli á Seljalandsdal laugardaginn 25. mars. Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan við Flateyri fyrir rúmri viku síðan.

Veður og veðurspá

Kólnandi veður og úrkoma með köflum, líklega snjókoma til fjalla en rigning á láglendi. S 5-13 m/s á laugardag. SV 8-18 m/s á sunnudag en dregur úr vindi með deginum. Á mánudag gengur lægð yfir landið með rigningu.

Spá gerð: 31. mar. 18:23. Gildir til: 02. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica