Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fös. 21. jan.

    Nokkur hætta
  • lau. 22. jan.

    Nokkur hætta
  • sun. 23. jan.

    Nokkur hætta

Snjór talinn stöðugur eftir umhleypingar. Áfram hlýindi fram á laugardag í hvassri SV átt, hengjur geta hrunið og vot flóð fallið.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór talinn stöðugur eftir að það frysti aðfara nótt miðvikudags. Það hlýnaði hátt upp í fjöll sl mánudag og varð snjór jafnverminn. Áframhaldandi hlýindi og SV hvassviðri á föstudag og gætu lítil vot flóð fallið þá og hengjuhrun orðið. Kólnar hægt fram frá laugardegi fram á sunnudag og snjór talinn styrkjast.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Áfram hlýindi á föstudag í SV hvassviðri fram á laugardag. Kólnar hægt á laugardag fram á sunnudag með lítilsháttar rigningu og slyddu en snjókomu til fjalla.

Spá gerð: 20. jan. 15:07. Gildir til: 21. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica