Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
lau. 01. apr.
Mikil hætta -
sun. 02. apr.
Töluverð hætta -
mán. 03. apr.
Töluverð hætta
Uppfært 1. apríl kl. 8:40: Óvissustig vegna ofanflóðahættu er á Austurlandi og hættustig vegna snjó- og krapaflóðahættu í gildi í flestum þéttbýlisstöðum Austfjarða. Talsvert hefur rignt ofan í snjóinn. Hætta á votum snjóflóðum og krapaflóðum er viðvarandi á svæðinu. Draga ætti úr ofanflóðahættu á sunnudag þegar kólnar og dregur úr úrkomu.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Í hlýindum og rigningu á laugardag og í nokkrun tíma eftir að styttir upp.
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Ekki er útilokað að eldri veik lög séu í snjóþekjunni og getur farg vindfleka sett af stað flóð á þeim lögum.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Talsvert hefur rignt ofan í nýjan snjó og vot flóð og krapaflóð fallið víða. Óvissustig er enn í gildi á Austurlandi og hættustig vegna snjóflóða og krapaflóða víða á Austfjörðum. Það dregur úr hættu á stórum þurrum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hins vegar eykst hætta á krapaflóðum á meðan rigningin stendur yfir og verður viðvarandi í nokkrun tíma eftir að styttir upp.
Nýleg snjóflóð
Vot snjóflóð og krapaflóð féllu víða á Austfjörðum á föstudag eftir miklar rigningar ofan í nýjan snjó. Stór snjóflóð féllu í og við Neskaupstað þann 27/3, og féll eitt á íbúðarhús. Nokkur snjóflóð féllu ofan við Neskaupstað dagana 30/3 og 29/3 og sum þeirra lentu á varnargörðum. Einnig hafa fallið snjóflóð í Reyðarfirði, Eskifirði, Fannardal, Mjóafirði, Seyðisfirði og Fagradal á síðustu dögum.
Veður og veðurspá
SA 5-13 m/s á laugardag en dregur fljótt úr vindi og snýst til vestlægrar áttar. Hæg vestlæg átt á sunnudag. Styttir upp eftir hádegi á laugardag og þurrt á sunnudag. Á mánudag er útlit fyrir að lægð gangi yfir landið með rigningu.