Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
sun. 11. apr.
Nokkur hætta -
mán. 12. apr.
Nokkur hætta -
þri. 13. apr.
Nokkur hætta
Það snjóaði í A-átt og síðan NV-átt á miðvikudag og fimmtudag. Það var hvasst á fimmtudag og er víða bert hjarn en á milli eru töluverðir skaflar. Undir er víða glærahjarn og því búist við að vindflekar geti orðið óstöðugir.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 300 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Nýir vindflekar mynduðust líklega á sunnudag í hvassri N- og NV-átt, einkum norðantil á spásvæðinu. Áður var snjólétt í neðri hluta hlíða en talsverður snjór hefur verið til fjalla. Það snjóaði í A-átt og síðan NV-átt á miðvikudag og fimmtudag. Það var hvasst á fimmtudag og er víða bert hjarn en á milli eru töluverðir skaflar. Undir er víða glærahjarn og því búist við að vindflekar geti verið óstöðugir.
Nýleg snjóflóð
Vot snjóflóð féllu í Norðfirði í síðustu viku.
Veður og veðurspá
Hæg A-læg átt með snjókomu til fjalla síðdegis á sunnudag. Dregur úr úrkomu á mánudag. Hæg breytileg átt á þriðjudag og þurrt.