Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 03. maí

    Lítil hætta
  • sun. 04. maí

    Lítil hætta
  • mán. 05. maí

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri síðustu vikuna. Snjóþekjan er almennt talin nokkuð stöðug þó að votar spýjur geti fallið í hlýindum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað í dægursveiflu og sólríku veðri undanfarið og er almennt talin nokkuð stöðug. Hlýindi og dægursveifla munu áfram hafa styrkjandi áhrif á snjóþekjunna en þó má búast við að vot snjóflóð geti fallið á hlíðum sem njóta sólar.

Nýleg snjóflóð

Smáspýjur og kögglahrun í sólinni.

Veður og veðurspá

Suðlæg eða breytileg átt næstu daga, milt í veðri og bjart, þykknar upp og lítilsháttar úrkoma á mánudag.

Spá gerð: 02. maí 11:18. Gildir til: 05. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica