Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • fim. 06. mar.

    Nokkur hætta
  • fös. 07. mar.

    Nokkur hætta
  • lau. 08. mar.

    Nokkur hætta

Dálítið hefur snjóað á svæðinu og geta vindflekar verið til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Dálítið hefur snjóað á svæðinu, aðallega í SV-áttum, og safnast í gil og hvilftir til fjalla. Búast má við vindflekamyndun til fjalla. Eldri snjór er talinn stöðugur.

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð féllu í Hörgárdal 4. mars. Lítil snjóflóð féllu í Hlíðarfjalli í síðustu viku.

Veður og veðurspá

Hægviðri á fimmtudag og líkur á snjókomu. Á föstudag snýst í norðaustlæga átt með dálítilli snjókomu. Hiti breytist lítið en kólnar á laugardag.

Spá gerð: 05. mar. 11:15. Gildir til: 06. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica