Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • sun. 02. feb.

    Nokkur hætta
  • mán. 03. feb.

    Nokkur hætta
  • þri. 04. feb.

    Nokkur hætta

Mikið hefur tekið upp af snjó í hlýju og hvössu veðri á föstudag og laugardag. Vot snjóflóð gætu hafa fallið og hætta er á að snjóflóð falli á meðan ekki hefur fryst. Vindflekar gætu myndast á sunnudag og mánudag þegar snjóar í sunnanáttum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu myndast í sunnanáttum og snjókomu á sunnudag og mánudag.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikið hefur tekið upp af snjó í hlýju og hvössu veðri á föstudag og laugardag. Hitastig hefur náð hátt í 10°C í fjallahæð og búast má við að snjóþekjan sé orðin nokkuð jafnhita og styrkist þegar frystir. Vot snjóflóð gætu hafa fallið víða í mestu hlýindunum og hætta er á að snjóflóða falli á meðan ekki hefur fryst. Vindflekar gætu myndast á sunnudag og mánudag þegar snjóar í sunnanáttum.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað lítið snjóflóð í Hlíðarfjalli 27. janúar.

Veður og veðurspá

Lítilsháttar éljagangur í hvassri sunnanátt aðfaranótt sunnudags en búist við meiri sunnan snjókomu á sunnudagskvöld og úr mánudaginn í hvössum vindi. Það snjóar til fjalla en gæti rignt eða verið slydda á láglendi um tíma.

Spá gerð: 01. feb. 14:37. Gildir til: 02. feb. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica