Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 

-
fös. 14. mar.
Nokkur hætta -
lau. 15. mar.
Nokkur hætta -
sun. 16. mar.
Lítil hætta
Fremur sólríkt og milt síðustu daga en skóf í suðlægum vindi á mánudag. Mýkri snjó gæti verið að finna á stöku stað í giljum. Litlar spýjur mögulegar í miklum bratta.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 600 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Gamlir vindflekar geta verið til staðar hátt til fjalla
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Einhvern mýkri snjó eða gamla vindfleka er að finna í giljum og lægðum hátt til fjalla. Hlýtt og sólríkt hefur verið undanfarna daga og hafa votar spýjur fallið vegna þess. Skafrenningur var til fjalla á mánudag og getur hafa safnast í austlæg viðhorf. Kögglahrun eða litlar spýjur gætu fallið þar sem sólin nær að skína og vegna hlýnandi veðurs.
Nýleg snjóflóð
Snjóflóð féllu í Hörgárdal 4. Mars og í Hlíðarfalli 10.mars.
Veður og veðurspá
Suðlægar áttir næstu daga og þurrt. Fremur hlýtt í veðri og talsverð dægursveifla í hita.