Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 07. des.

    Nokkur hætta
  • mið. 08. des.

    Nokkur hætta
  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta

Vindpakkaður snjór er ofan á hjarni, mest ofan 500 m hæðar og inn til landsins. Gamlir vindflekar í flestum viðhorfum en einhverjir nýir vindflekar gætu verið til staðar í norðlægum viðhorfum undan suðlægum vindi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar eru í mörgum viðhorfum. Nýir gætu myndast í V og N viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Almennt er snjóþekjan fremur þunn neðan við 5-600 m en ofar í fjöllum og inn til landsins er meiri snjór sem hefur safnast í mörg viðhorf eftir breytilegar vindáttir. Gryfja úr Öxnadal frá 4. Des sýndi þykkt hjarnlag með þunni lagi af kantkristöllum, sem gaf brot á útvíkkuðu prófi. Ofan á stöðugu hjarni var svo þéttur vindpakkaður snjór. Óstöðugir vindflekar geta verið í V- og N- viðhorfum hátt til fjalla þar sem náði að skafa um helgina.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Vestanátt og smá él á þriðjudagsmorgun en styttir svo upp og snýr í suðlæga átt. Áfram suðlæg og svo austlæg átt og þurrt að mestu á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 06. des. 16:42. Gildir til: 08. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica