Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • lau. 23. okt.

    Nokkur hætta
  • sun. 24. okt.

    Nokkur hætta
  • mán. 25. okt.

    Nokkur hætta

Einhver nýr snjór hefur bæst við í éljum fyrri part vikunnar en eldri snjór hafði blotnað vegna rigninga og slyddu. Gert er ráð fyrir hlýnandi veðri um helgina og einhverri rigningu hátt upp í hlíðar og gæti snjór orðið óstöðugur um tíma.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Snjór hefur dregið í skafla sér í lagi vestantil á spásvæðinu og má búast við vindflekum í vestlægum og suðlægum viðhorfum.

Sérstaklega á laugardag og sunnudag þegar hlýnar og rignir hátt upp í hlíðar.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mestur snjór er á vesturhluta spásvæðisins, t.d. í Hlíðafjalli en minni snjór er austan til. Lítill snjór er í neðri hluta fjalla en ofan 500 m hefur snjór náð að safnast. Eldri snjó hafði blotnað og gætu verið veik lagmót milli snjóalaga vegna þess. Vindflekar geta verið til staðar í vestlægum og suðlægum viðhorfum eftir N- og A- áttir fyrri part vikunnar. Hláka um helgina veldur því að snjór blotnar og gæti því orðið óstöðugur um tíma.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Suðlægar áttir og rigning eða slydda til fjalla og fremur hlýtt í veðri, styttir upp aðfaranótt laugardags. Smá skúrir eða slydduél til fjalla síðdegis á laugardag. Hæg breytileg átt á sunnudag og mánudag og þurrt að mestu, en snýr í skammvinna norðlæga átt og með úrkomu aðfaranótt mánudags.

Spá gerð: 22. okt. 14:34. Gildir til: 25. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica