Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 

-
lau. 21. maí
Lítil hætta -
sun. 22. maí
Lítil hætta -
mán. 23. maí
Lítil hætta
Snjór hefur sjatnað og styrkst í hlýindum og dægursveiflum. Vor snjór í neðri hluta hlíða en snjór frá síðustu viku ofarlega í fjöllum sem er að styrkjast. Helst hætta á votum flóðum seinnipart dags.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Vindflekar mynduðust í mismundandi viðhorfum ofarlega í fjöllum í N-lægum áttum í sl. viku og fáein flekahlaup féllu. Snjórinn hefur sjatnað og styrkst eftir að tók að hlýna um síðustu helgi. Enn geta þó fallið votar spýjur og hengjur hrunið seinnipart dags.
Nýleg snjóflóð
Fáein flekahlaup féllu í nýsnævinu í síðustu viku en margar votar spýjur þegar hlýnaði um síðustu helgi.
Veður og veðurspá
A-NA átt og skúrir. Kólnar á sunnudag og mögulega getur snjóað efst í fjöll