Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 29. nóv.

    Nokkur hætta
  • mið. 30. nóv.

    Nokkur hætta
  • fim. 01. des.

    Nokkur hætta

Uppfært 30.nóv: Einhver nýr snjór er á svæðinu, sérstaklega vestantil. Þunnir vindflekar mögulegir í suð- og vestlægum viðhorfum og mögulega óstöðugur snjór hátt til fjalla. Snjór gæti orðið votur á miðvikudag í hláku.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Hláka á miðvikudag og stöku skúrir, svo vot flóð geta fallið.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Uppfært 30.nóv: Einhver nýr snjór hefur safnast ofan 500 m, mest þó vestantil á spásvæðinu. Þunnir vindflekar hafa líklega myndast í suð- og vestlægum viðhorfum hátt til fjalla. Eldri snjór var talinn fremur stöðugur og stutt niður á hjarn en ekki er vituð bindin við nýja snjórinn. Hátt til fjalla gæti verið brattur hitastigull og því óstöðugur snjór. Snjór gæti orðið votur á miðvikudag í hláku.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð skráð.

Veður og veðurspá

Þurrt og kalt í veðri á þriðjudag en allhvöss suðlæg átt á miðvikudag, hlýnar hátt til fjalla og smá skúrir. Áfram suðlæg átt á fimmtudag, þurrt og bjart veður.

Spá gerð: 30. nóv. 10:51. Gildir til: 30. nóv. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica