Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • mið. 21. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 22. feb.

    Nokkur hætta
  • fös. 23. feb.

    Töluverð hætta

Það hlánaði upp undir fjallatoppa um helgina svo snjór sjatnaði en nú hefur fryst aftur uppi. Veikt lag er þó ofantil í snjóþekjunni og gáfu prófanir vísbendingar um að upptök snjóflóða geti breiðst nokkuð út. Útlit er fyrir skammvinna A-átt með snjókomu til fjalla á mið. og svo lengra N-áhlaup á fim-fös

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Viðvarandi veikleiki er til staðar í flestum viðhorfum eftir breytilegar áttir undanfarið og myndun kantaðra kristalla milli vindfleka og á lagmótum við eldra hjarn

Búist við flekamyndun, fyrst í skammvinnri A-átt en snýst svo í N-læga átt með snjókomu á fim

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það hlánaði upp undir fjallatoppa um helgina svo snjór snjór sjatnaði en nú hefur fryst aftur uppi og snjórinn að styrkjast. Veikt lag er þó ofantil í snjóþekjunni sem við prófanir í NA-vísandi kverk Suðurdals í Hlíðarfjalli 16.2. sýndi vísbendingar um nokkuð auðvelda útbreiðslu brota á hjarnlagi ofarlega í snjónum

Nýleg snjóflóð

Snjóflóð af stærð 3 í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði eftir N-áttir fyrir viku síðan. Fjögur nokkuð breið flóð sáust utarlega Í Keflavíkurdal í Fjörðum 16.2.

Veður og veðurspá

Snörp A-átt um tíma á mið. með snjókomu til fjalla en lengra áhlaup á fim-fös. með stífri N-lægri átt og snjókomu

Spá gerð: 20. feb. 18:21. Gildir til: 21. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica