Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • þri. 21. maí

    Nokkur hætta
  • mið. 22. maí

    Nokkur hætta
  • fim. 23. maí

    Lítil hætta

Nýr snjór er til fjalla og vindflekar til staðar í flestum viðhorfum. Hækkandi hiti gæti valdið snjóflóðumi í nýja snjónum fyrst um sinn áður en hann sjatnar. Eldri snjór er jafnhita og nokkuð stöðugur.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu fundist ofarlega til fjalla.

Hækkandi hitastig gæti valdið votum flekaflóðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Um helgina snjóaði nokkuð til fjalla og vindflekar mynduðust á hléhlíðum ofarlega í fjöllum. Líklegt er að snýi snjórinn bindist eldri snjó illa fyrst um sinn og að auðvelt sé að setja af stað lítil snjóflóð. Undirliggjandi snjór er einsleitur vorsnjór, jafnhita og nokkuð stöðugur. Fólk á ferð til fjalla getur sett af stað flóð í brattari hlíðum en einnig eru líkur á að náttúruleg flóð falli í hlýindum. Á fimmtudag er spáð éljum og má búast við frekari vindflekamyndun í efri hluta fjalla.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð hafa borist.

Veður og veðurspá

Hæg breytileg átt og úrkomulítið á þriðjudag en hvessir í SV-átt á miðvikudag og fram á fimmtudag með éljum til fjalla. Annars milt í veðri og næturfrost.

Spá gerð: 20. maí 15:03. Gildir til: 22. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica