Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)

  • mán. 17. jan.

    Töluverð hætta
  • þri. 18. jan.

    Nokkur hætta
  • mið. 19. jan.

    Nokkur hætta

Vindflekar hafa myndast í hvössum SV-V áttum sl. daga. Mjög áberandi veikleiki hefur sést á Siglufirði og Ólafsfirði þar sem vindflekar hafa lagst ofaná hjarn sem þakið er yfirborðshrími en einnig veikt hagllag. Líklegt er að vot flekahlaup muni falla í snarpri SV-hláku aðfarnótt mánud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Hvöss SV-átt eða stormur með rigningu uppá fjallatoppa aðfaranótt mánud.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar hafa myndast í hvössum SV-V áttum sl. daga. Mjög áberandi veikleiki hefur sést á Siglufirði og Ólafsfirði þar sem vindflekar hafa lagst ofaná hjarn sem þakið er yfirborðshrími. Grafið yfirborðshrím fannst einnig í gryfju á Öxnadalsheiði 8.1. Harði snjórinn ofaná því virtist vernda veika lagið ágætlega fyrir álagi og minnka líkur á broti. Þar sem vindflekar hafa byggst upp geta aðstæður verið mjög varasamar, sérstaklega þar sem þunnt lag er ofan á grafna yfirborðshríminu.

Nýleg snjóflóð

Þrjú flekahlaup sáust á laugardag í Hlíðarfjalli eftir SV-V skafrenning sl. Daga

Veður og veðurspá

Fremur hæg A-átt með snjókomu þar til fer að hlýna með hvassri SV-átt aðfaranótt mánud. með rigningu uppá fjallatoppa. Kólnar nokkuð á mánudagskvöld en áfram V-lægur strekkingur en N-lægur um kvöldið, éljagangur.

Spá gerð: 16. jan. 18:59. Gildir til: 17. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica