Spá um snjóflóðahættu - Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni) 
-
fim. 27. nóv.

Nokkur hætta -
fös. 28. nóv.

Nokkur hætta -
lau. 29. nóv.

Lítil hætta
Snjór er víða til fjalla á svæðinu en er almennt talinn stöðugur. Nýr snjór gæti myndað litla fleka í snjókomu og skafrenningi á fimmtudag.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Eldri snjór til fjalla er talinn stöðugur eftir frost og þíðu. Í kulda síðustu daga gæti yfirborðshrím hafa myndast á snjóþekju ofarlega til fjalla en líklega mun það hverfa í vindi og skafrenningi á fimmtudag. Litlir flekar gætu myndast til fjalla á fimmtudag.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Á fimmtudag má búast við lítilháttar snjókomu en hvassri NA-átt til fjalla. Áfram hvasst á föstudag en snýr í norðanátt með éljagangi fyrripart dags.



