Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Óvissustig vegna ofanflóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum en óvissustigi, rýmingum og viðbúnaði hefur verið aflétt á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Nokkur krapaflóð hafa fallið yfir vegi á sunnanverðum Austfjörðum og í lækjarfarvegum. Hættustigi á Patreksfirði var aflétt í morgun en fólk er beðið að vera með viðbúnað við vatnsfarvegi. Kólnað hefur í veðri en þó er enn hiti yfir frostmarki víða. Vegfarendur og ferðafólk er hvatt til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 01. feb. 17:47

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Umhleypingar framundan og rignir jafnvel til fjalla á laugardag.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. jan. 16:26


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica