Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Mörg snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum eftir að hlýna tók í veðri í nótt, flest eru þau miðlungs stór og stöðvast í brekkurótum. Upptökin eru í nýlegum flekasnjó sem víðast hvar er fremur þunnur en einnig hafa sést hærri brotstál.
Á Norðurlandi hafa einnig fallið fremur þunn flekahlaup við svipaðar aðstæður en þar skefur enn á hæstu fjöllum. Flóðin virðast því orsakast bæði af hlýnun og skafrenningi þar.

Búast má við frekari hlýnun með S-SA strekkingi, úrkoma getur orðið talsverð um tíma fram á miðvikudag á Austfjörðum og SA-landi en þurrara annarsstaðar. Því má búast við áframhaldandi óstöðugleika og auknum líkum á votum snjóflóðum. Tilkynningar hafa borist um grjóthrun á Austfjörðum og má búast við hættu á grjóthruni næstu daga samhliða leysingum.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 04. mar. 15:39

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Búast má við frekari hlýnun með S-SA strekkingi, úrkoma getur orðið talsverð um tíma fram á miðvikudag á Austfjörðum og SA-landi en þurrara annarsstaðar.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 04. mar. 15:34


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica