Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Töluverð snjósöfnun var til fjalla á norðanverðu landinu snemma í sumar og féllu allmörg snjóflóð í kjölfar þess. ferðafólk til fjalla að fara sérstaklega varlega í bröttum snjóbrekkum. Almennt þarf að fara með gát ef snjóar til fjalla ofan á vorsnjóinn því snjóflekar sem myndast ofan á eldri snjó snemma sumars verða gjarnan óstöðugir tímabundið.

Snjóflóðaspá verður næst gefin út 15. október. 

Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands starfar áfram yfir sumarið en sinnir þá fyrst og fremst skriðuvöktun. Snjóflóð sem fréttist af verða áfram skráð hér á síðunni. Hafa má samband við ofanflóðavaktina í síma 522-6000 eða með töluvpósti á snjoflod@vedur.is og eru upplýsingar um snjóflóð, skriðuföll og ofanflóðaaðstæður alltaf vel þegnar. 
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 20. jún. 08:38

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Næst verður gefin út spá 15. okt.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 31. maí 14:25


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica