Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 

-
lau. 03. maí
Nokkur hætta -
sun. 04. maí
Lítil hætta -
mán. 05. maí
Lítil hætta
Snjóþekjan er almennt talin nokkuð stöðug þó að vot snjóflóð geti fallið í hlýindum og sólbráð. Örlítill snjór safnaðist í hæstu fjöll í vikunni sem gæti verið óstöðugur fyrst um sinn í sólbráð.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 500 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
null
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Nýr snjór getur hafa safnast hátt til fjalla, snjórinn getur verið óstöðugur um tíma þegar sólin skín á hann á laugardag. Eldri snjór er talinn fremur stöðugur eftir marga sólríka daga og milt veður. Einhver lagskipting gæti enn verið til staðar ofarlega til fjalla þar sem hlýindi hafa haft minni áhrif. Búast má við að vot snjóflóð geti fallið í hlíðum sem njóta sólar ásamt hengjuhruni.
Nýleg snjóflóð
Skíðamaður setti af stað lítið snjóflóð 27.04 í S/SA viðhorfi í 800m hæði við Siglufjörð. Vot flekahlaup, smáspýjur og kögglahrun í sólinni í síðustu viku.
Veður og veðurspá
Suðlæg eða breytileg átt næstu daga, milt í veðri og bjart, þykknar upp og lítilsháttar úrkoma á mánudag.