Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður
-
mán. 20. jan.
Töluverð hætta -
þri. 21. jan.
Töluverð hætta -
mið. 22. jan.
Nokkur hætta
Uppfærð spá 20.1 kl 9:30 Óstöðugir vindflekar líklega til staðar eftir NA og A hríð.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 600 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Óstöðugir vindflekar líklega til staðar eftir NA og A hríð á laugardag. Nýir þunnir óstöðugir vindflekar geta myndast næstu daga.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Óstöðugir vindflekar líklega til staðar í giljum og vesturvísandi hlíðum eftir NA og A hríð sl. laugardag. Áframhaldandi snjókoma í A- og NA-lægum áttum fram á þriðjudag. Eldri snjór var víðast orðinn stöðugur.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð
Veður og veðurspá
A-NA 13-20 m/s og snjókoma með köflum fram á þriðjudag en þá dregur úr vindi og úrkomu. Útlit fyrir hæga suðlæga átt á miðvikudag.