Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • sun. 14. apr.

    Töluverð hætta
  • mán. 15. apr.

    Töluverð hætta
  • þri. 16. apr.

    Töluverð hætta

Lagskiptir vindflekar í flestum viðhorfum þá einna helst eftir ríkjandi NA áttir. Viðvarandi veikt lag enn til staðar í gryfjum, snjóflóð sem falla á þessum gamla veikleika geta orðið stór. Fólk á ferð til fjalla er hvatt til þess að gæta fyllstu varúðar og huga vel að leiðarvali.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki er enn til staðar á svæðinu milli vindfleka og eldra hjarns.

Víða eru þykkir vindflekar, sérstaklega í SV viðhorfum eftir hvassar NA-áttir. Eldri vindflekar í öllum viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Ríkjandi NA áttir og snjókoma hafa aukið og byggt á vindfleka. Gryfja frá Siglufirði 13/4 sýnir lagskipta vindfleka ofan á viðverandi veikleika á lagmótum vindfleka og eldra hjarns. Samþjöppunarpróf gaf slétt brot við miðlungs álag á viðvarandi veika laginu (CT14, SP @70cm) sem og á mörkum nýsnævis og vindpakkaðs snævar (CT11, SP @17cm). Viðvarandi veikleiki á lagmótum vindfleka og eldra hjarns hefur verið útbreiddur og var sérstaklega viðkvæmur í efri hluta fjalla. Gryfjur staðfesta að þessi veikleiki er enn til staðar en getur verið á miklu dýpi eftir viðvarandi NA áttir og snjókomu, snjóflóð sem falla á þessum gamla veikleika geta orðið stór. Fólk á ferð til fjalla er hvatt til þess að gæta fyllstu varúðar og huga vel að leiðarvali.

Nýleg snjóflóð

10.apríl: Skíðamenn settu fleka af stað í Bæjarfjalli (st. 2, hæð: 600 m, viðhorf: SSA). 9.apríl: Skíðamenn settu fleka af stað í Bæjarfjalli (st. 2,5, Hæð: 600 m, Viðhorf: S). Hrina af náttúrulegum flekaflóðum stærð 2-2,5 í SA-SV vísandi hlíðum 7.-8.apríl. Mörg flekahlaup féllu undan vélsleða- og skíðamönnum dagana eftir páskaveðrið og mjög stór snjóflóð féllu í veðrinu. Fremur stórt flekahlaup féll í botni Héðinsfjarðardals 26. mars undan vélsleða með fjarbroti sem bendir til viðvarandi veikleika

Veður og veðurspá

Hæg breytileg átt og bjart viðri á sunnudag. Norðlægar áttir og lítilsháttar éljagangur á mánudag og þriðjudag

Spá gerð: 13. apr. 14:53. Gildir til: 15. apr. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica