Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • lau. 12. apr.

    Lítil hætta
  • sun. 13. apr.

    Nokkur hætta
  • mán. 14. apr.

    Nokkur hætta

Snjór er talinn einsleitur og stöðugur eftir hlýindi. NA hríð á sunnudag og í næstu viku getur myndað nýja vindfleka til fjalla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjóþekjan varð jafnhita, blaut og einsleit í hlýindum í vikunni. Láglendi er orðið snjólaust. Á föstudag kólnaði til fjalla svo snjór sem eftir er ætti að hafa stífnað og styrkst. Nýir vindflekar, sem geta verið óstöðugir, geta myndast í NA hríð á sunnudag og í næstu viku.

Nýleg snjóflóð

Vott flekaflóð féll innst í Svarfaðardal mánudaginn 7. apríl, í A viðhorfi og um 1000 m hæð. Skíðamaður setti af stað lítið vott flekaflóð í Múlakollu föstudaginn 4. apríl.

Veður og veðurspá

Kólnandi veður með frosti til fjalla. Þurrt á laugardag en á sunnudag kemur inn NA snjókoma sem stendur fram í næstu viku.

Spá gerð: 11. apr. 15:04. Gildir til: 12. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica