Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 26. okt.

    Nokkur hætta
  • mið. 27. okt.

    Nokkur hætta
  • fim. 28. okt.

    Nokkur hætta

Spýjur féllu úr fjallseggjum umhverfis Siglufjörð 20. okt. Ofarlega í fjöllum og inn til landsins er nýlegur snjór ofan á eldri snjó eða hjarni. Væntanlega vindflekar í suðlægum og vestlægum viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverður snjór er inn til landsins og hátt til fjalla á spásvæðinu. Á annnesjum og í neðri hluta fjalla er fremur lítill snjór. Búast má við vindflekum í S-, SV og V-viðhorfum og suðlægum eftir ríkjandi NA-lægar undanfarið. Spáð er NA-átt og snjókomu á miðvikudag en rigningu við sjávarmál.

Nýleg snjóflóð

Spýjur féllu úr fjallseggjum umhverfis Siglufjörð 20. okt.

Veður og veðurspá

Úrkomulítið, hægur vindur og svalt á þriðjudag. Vaxandi NA-átt og snjóoma á þriðjudag en líklega rigning við sjávarmál.

Spá gerð: 25. okt. 14:35. Gildir til: 27. okt. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica