Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 18. apr.

    Töluverð hætta
  • fös. 19. apr.

    Töluverð hætta
  • lau. 20. apr.

    Töluverð hætta

Vindflekar mynduðust í A-NA átt fim-fös og í NV-átt á mánud. Óstöðugleiki getur aukist í hlýindum á laugard.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Veikleiki er enn til staðar á milli vindfleka og eldra hjarns.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Ríkjandi NA-lægar áttir og snjókoma hafa byggt upp lagskipta vindfleka síðan fyrir páska sem valdið hafa stórum snjóflóðum. Gryfjur sýna enn lagskipta vindfleka með veikleika á lagmótum við eldra hjarn sem og á milli vindfleka með kantkristöllum. Snjógryfja í NNA-vísandi hlíð frá Ólafsfirði 16.4. sýndi veikt lag undir íslagi efst í gamla hjarninu sem gaf slétt, skyndilegt brot við miðlungs álag og breiddist auðveldlega út. Veikleikinn getur nú legið djúpt eftir mikla snjósöfnun undanfarnar vikur og snjóflóð sem kunna að falla á veika laginu við hjarnið geta orðið stór. Nýir vindflekar mynduðust í A-NA átt á fim-fös og í NV-átt á mánud.

Nýleg snjóflóð

Nokkur ný flekahlaup fim-fös í A-NA snjókomu og skafrenningi og stórt flekahlaup í NV-áttinni á mánud. innst í Fljótum. 10.apríl: Flekahlaup undan skíðamönnum á Upsadal (st. 2, hæð: 600 m, viðhorf: SSA). 9.apríl: Flekahlaup undan skíðamönnum á Upsadal (st. 2,5, Hæð: 600 m, Viðhorf: S). Hrina af náttúrulegum flekaflóðum stærð 2-2,5 í SA-SV vísandi hlíðum 7.-8.apríl. Mörg flekahlaup féllu undan vélsleða- og skíðamönnum dagana eftir páskaveðrið og mjög stór snjóflóð féllu í veðrinu.

Veður og veðurspá

NA-læg átt á fim með skammvinnri snjókomu, snýst í SV-átt með hlýnandi veðri á föstudagskvöld, snjókoma til að byrja með en þiðnar svo uppá fjallstinda

Spá gerð: 17. apr. 14:59. Gildir til: 18. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica