Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • mán. 17. jan.

    Töluverð hætta
  • þri. 18. jan.

    Nokkur hætta
  • mið. 19. jan.

    Nokkur hætta

Vindflekar hafa myndast í hvössum SV-V áttum sl. daga. Mjög áberandi veikleiki hefur sést þar sem vindflekar hafa lagst ofaná hjarn sem þakið er yfirborðshrími en einnig veikt hagllag. Líklegt er að vot flekahlaup muni falla í snarpri SV-hláku aðfarnótt mánud.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar hafa myndast í hvössum SV-V áttum sl. daga. Mjög áberandi veikleiki sást í gryfju á Siglufirði á fös á lagmótum vindfleka og hjarns sem þakið var yfirborðshrími. Gryfjan sýndi einnig veikt hagllag undir harðri hjarnskel sem gaf sig við litla áraun. Samþjöppunarprófin 3 sem gerð voru fóru þó öll á sömu lagmótunum (við hjarnið) og sýndu auðvelda útbreiðslu brota. Athuganir í Ólafsfirði á laugardag gáfu einnig vísbendingar um mikinn óstöðugleika. Í dag sást hvorki vindflekinn né yfirborðshrímið á sama stað og á föstud. á Siglufirði en hagllag er þó undir tveimur nýsnævislögum sem brotnar við lítið álag í samþjöppunarprófi. Sögunarpróf sýndi einnig vísbendingar um auðvelda útbreiðslu brota.

Nýleg snjóflóð

Uppfært 17.1. kl. 11:50: Mörg minniháttar snjóflóð féllu ofan Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegar í hlákunni aðfaranótt mánudags, eitt þeirra út á Siglufjarðarveg en hin niður undir veg.

Veður og veðurspá

Fremur hæg A-átt með snjókomu þar til fer að hlýna með hvassri SV-átt aðfaranótt mánud. með rigningu uppá fjallatoppa. Kólnar nokkuð á mánudagskvöld en áfram V-lægur strekkingur en N-lægur um kvöldið, éljagangur.

Spá gerð: 17. jan. 11:49. Gildir til: 17. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica