Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 
-
lau. 29. nóv.

Nokkur hætta -
sun. 30. nóv.

Nokkur hætta -
mán. 01. des.

Nokkur hætta
Vindflekar eru líklega til staðar á suðurvísandi viðhorfum. Um helgina snjóar í sunnanátt með vindflekamyndun í norðlægum viðhorfum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 300 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar gætu verið til staðar á suðurvísandi viðhorfum eftir norðlægar áttir en gætu farið að myndast á vesturvísandi viðhorfum í austanátt um helgina.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjóað hefur til fjalla í norðlægum áttum og búast við vindflekamyndun á suðlægum viðhorfum. Um helgina snjóar í sunnanátt og gætu vindflekar myndast á norðlægum viðhorfum. Eldri snjór til fjalla er talinn stöðugur eftir frost og þíðu.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Hæglætisveður á laugardag en líkur á snjókomu til fjalla aðfaranótt sunnudag. Úrkomulítið á sunnudag en hvessir með deginum.



