Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 

-
sun. 16. mar.
Lítil hætta -
mán. 17. mar.
Lítil hætta -
þri. 18. mar.
Lítil hætta
Snjór hefur sjatnað eftir hlýtt og sólríkt veður síðustu daga en eldri vindflekar eru enn hátt til fjalla. Dægursveifla heldur áfram að hafa áhrif á snjóþekjuna. Litlar spýjur gætu fallið í bratta.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Dægursveifla er í hitastigi og snjóþekju þessa dagana. Einhvern mýkri snjó eða gamla vindfleka er að finna í giljum og lægðum hátt til fjalla. Hlýtt og sólríkt hefur verið undanfarna daga og hafa votar spýjur fallið vegna þess. Skafrenningur var til fjalla á mánudag og getur hafa safnast í norð- og austlæg viðhorf. Kögglahrun eða litlar spýjur gætu fallið þar sem sólin nær að skína og vegna hlýnandi veðurs.
Nýleg snjóflóð
Lítið flekaflóð af mannavöldum féll 11. mars í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirðir. Annað lítið flekaflóð féll þar 10. mars. Spýjur hafa fallið víða í S-SA vísandi hlíðum á spásvæðinu.
Veður og veðurspá
Á sunnudag og mánudag hvessir töluvert í suðvestanátt en milt hitastig, úrkomulítið og bjart veður.