Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður 

-
sun. 05. feb.
Töluverð hætta -
mán. 06. feb.
Nokkur hætta -
þri. 07. feb.
Nokkur hætta
Vindflekar eru í mörgum viðhorfum eftir breytilegar vindáttir. Líkur eru á votum flóðum á sunnudag í hlýju veðri. Veikleiki fannst í vikunni undir nýja snjónum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Á sunnudag
-
Tegund
-
HæðOfan 1000 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Grafið hrím gæti leynst á afmörkuðum stöðum.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Skafsnjór er víða eftir breytilegar vindáttir en aðeins hlánaði upp eftir hlíðum á föstudag. Á sunnudag eru líkur á votum flóðum í hlýindum. Snjógryfja sem var gerð 1. febrúar í Klettahnjúk við Siglufjörð sýnir veikleika undir nýjum vindflekum en snjór undir veika laginu er talinn stöðugur eftir umhleypingar.
Nýleg snjóflóð
Engin nýleg snjóflóð skráð.
Veður og veðurspá
Hlýnar á sunnudag og vaxandi sunnan- og suðvestanátt með deginum, allt að 32 m/s um hádegi og enn hvassara í hviðum. Dregur smám saman úr vindi um kvöldið og úrkomulítið. Kólnar aftur á mánudag með éljum og áframhaldandi suðvestlægri átt, 13-20 m/s. Á þriðjudag er útlit fyrir áframhaldandi suðvestlæga átt með snjókomu eða éljum.