Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 07. des.

    Nokkur hætta
  • mið. 08. des.

    Nokkur hætta
  • fim. 09. des.

    Nokkur hætta

Lagskipt snjóþekja og stífir vindflekar og veikari lög lagskipt ofan á íslagi. Fólk á ferð í brattlendi getur sett af stað snjóflóð. Einhver nýr snjór og vindflekar í norðlægum viðhorfum, en nýir vindflekar gætu myndast í austlægum viðhorfum á þriðjudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýir vindflekar líklegir í austlægum viðhorfum en eldri vindflekar í flestum viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjóþekja er mjög lagskipt og vindfleka er að finna í flestum viðhorfum. Gryfja var tekin í Illviðrishnjúk við Siglufjörð sem sýndi lagskipta snjóþekju með stífum vindfleka ofan á. Veikari snjór var undir vindflekanum með köntuðum kristöllum en íslag var milli gamals hjarns og efri laga. Litlar líkur eru taldar á stórum náttúrulegum flóðum en gera þarf ráð fyrir að fólk geti sett af stað snjóflóð í brattlendi. Snjókoma á mánudag og þriðjudag og gætu nýir vindflekar myndast í austlægum viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Nokkrar spýjur féllu í Klifinu ofan við Ólafsfjarðarveg 30. nóv. Snjóflóð féll í Miðstrandargili og yfir Siglufjarðarveg aðfaranótt 29. nóv.

Veður og veðurspá

Vestanátt og él á þriðjudagsmorgun en styttir svo upp og snýr í suðlæga átt. Áfram suðlæg og svo austlæg átt og þurrt að mestu á miðvikudag og fimmtudag.

Spá gerð: 06. des. 16:46. Gildir til: 08. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica