Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • mið. 22. jan.

    Nokkur hætta
  • fim. 23. jan.

    Nokkur hætta
  • fös. 24. jan.

    Nokkur hætta

Óstöðugir vindflekar, sérstakelega í vestlægum viðhorfum eftir NA og A hríð um helgina. Mismikið hefur safnast á svæðinu og hjarn stendur uppúr víða. Gryfja frá Siglufirði á þriðjudag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Óstöðugir vindflekar eru líklegir til staðar í giljum og nýir flekar í vestlægum hlíðum eftir NA og A hríð um helgina og á mánudag. Mismikið hefur safnast síðustu daga milli dala á svæðinu og víða hefur rifið af og hjarn stendur upp úr. Gryfja frá Siglufirðir 21.01 sýnir stífan vindfleka ofan á stífari eldri snjó, samþjöppunarpróf gaf brot þar á milli á 38 cm dýpi við miðlungsálag. Kantaðir kristallar fundust neðarlega í gryfunni við lagmót hjarnlaga svipað og fannst 10. jan.

Nýleg snjóflóð

Fremur lítið snjóflóð í Siglufjarðarskarði féll á mánudag, 20.01.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður, þurrt og frost á miðvikudag og fimmtudag, en stífari austlæg átt á fimmtudagskvöld, fer að snjóa til fjalla en slydda eða rigning á láglendi aðfaranótt föstudags.

Spá gerð: 21. jan. 15:30. Gildir til: 22. jan. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica