Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • þri. 16. des.

    Nokkur hætta
  • mið. 17. des.

    Töluverð hætta
  • fim. 18. des.

    Töluverð hætta

Vindflekar eru líklega til staðar í suð- og vestlægum viðhorfum ofarlega til fjalla. Bætir nokkuð í snjó á miðvikudag sem eykur líklega óstöðugleika tímabundið.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar eru til staðar ofarlega til fjalla og vísbendingar um að þeir liggi ofan á veiku lagi. Undanfarið hefur bætt lítillega í snjó alla leið niður á láglendi. Á miðvikudag snjóar talsvert til fjalla í austlægri átt og viðbúið er að óstöðugleiki aukist í kjölfar þess

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Hægur vindur og lítilsháttar éljagangur þar til á miðvikudag þegar bætir búist er við töluverðri snjókomu til fjalla í austlægri átt.

Spá gerð: 17. des. 08:51. Gildir til: 18. des. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica