Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fös. 14. mar.

    Nokkur hætta
  • lau. 15. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 16. mar.

    Lítil hætta

Snjóflóð af mannavöldum í Ólafsfirði 11.3. Hlýtt og sólríkt síðustu daga en vindflekar enn hátt til fjalla. Töluverð dægursveifla og litlar spýjur mögulegar í miklum bratta.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Gamlir vindflekar geta verið til staðar hátt til fjalla.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Einhvern mýkri snjó eða gamla vindfleka er að finna í giljum og lægðum hátt til fjalla. Hlýtt og sólríkt hefur verið undanfarna daga og hafa votar spýjur fallið vegna þess. Skafrenningur var til fjalla á mánudag og getur hafa safnast í austlæg viðhorf. Kögglahrun eða litlar spýjur gætu fallið þar sem sólin nær að skína og vegna hlýnandi veðurs.

Nýleg snjóflóð

Lítið flekaflóð af mannavöldum féll 11. mars í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirðir. Annað lítið flekaflóð féll þar 10. mars. Spýjur hafa fallið víða í S-SA vísandi hlíðum á spásvæðinu. Snjóflóð féll í Krossafjalli þann 4. mars.

Veður og veðurspá

Suðlægar áttir næstu daga og þurrt. Fremur hlýtt í veðri og talsverð dægursveifla í hita.

Spá gerð: 13. mar. 15:01. Gildir til: 14. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica