Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • lau. 21. maí

    Lítil hætta
  • sun. 22. maí

    Lítil hætta
  • mán. 23. maí

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnað og styrkst í hlýindum og dægursveiflum. Vor snjór í neðri hluta hlíða en snjór frá síðustu viku ofarlega í fjöllum sem er að styrkjast. Helst hætta á votum flóðum seinnipart dags.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar mynduðust í mismundandi viðhorfum ofarlega í fjöllum í N-lægum áttum í sl. viku og fáein flekahlaup féllu. Snjórinn hefur sjatnað og styrkst eftir að tók að hlýna um síðustu helgi. Enn geta þó fallið votar spýjur og hengjur hrunið seinnipart dags.

Nýleg snjóflóð

Fáein flekahlaup féllu í nýsnævinu í síðustu viku en margar votar spýjur þegar hlýnaði um síðustu helgi.

Veður og veðurspá

A-NA átt og skúrir. Kólnar á sunnudag og mögulega getur snjóað efst í fjöll

Spá gerð: 20. maí 08:18. Gildir til: 23. maí 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica