Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • mið. 02. apr.

    Lítil hætta
  • fim. 03. apr.

    Lítil hætta
  • fös. 04. apr.

    Lítil hætta

Nýr snjór getur verið óstöðugur í stöku giljum og bröttum brekkum þar sem snjór hefur safnast. Eins gætu hengjur hrunið. Flekar gætu hafa myndast og geta losnað sem vot flekaflóð.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Sérstaklega í hlýju veðri í stöku giljum, bröttum brekkum og niður hryggjum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Líklegt er að nýlegur snjór sjatni í hlýindum. Snjór getur verið óstöðugur í stöku giljum og bröttum brekkum þar sem snjór hefur safnast. Flekar gætu hafa myndast og geta losnað sem vot flekaflóð.

Nýleg snjóflóð

Breitt vott flekaflóð féll við skíðasvæðið í Bláfjöllum í NV-vísandi hlíð 30. mars, en það náði ekki niður í skíðabrautir.

Veður og veðurspá

N-átt og snýst til V-átt með lítilli snjókomu á miðvikurdag. Hægvirði og að mestu þurrt fimmtudag og föstudag.

Spá gerð: 02. apr. 08:25. Gildir til: 02. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica