Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • mán. 03. mar.

    Nokkur hætta
  • þri. 04. mar.

    Nokkur hætta
  • mið. 05. mar.

    Nokkur hætta

Vindflekar gætu myndast í éljagangi á sunnudag en á mánudagskvöld hlýnar aftur með rigningu og búist við að taki upp á láglendi.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar gætu myndast til fjalla á norðlægum hlíðum í áframhaldandi SV-éljagangi næstu daga.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vindflekar gætu myndast til fjalla á norð- og austlægum viðhorfum í hvössum suðvestan éljagangi. Á mánudagskvöld hlýnar aftur með rigningu og búist við að taki upp á láglendi og gæti náð fjallahæð. Eldri snjór er talinn stöðugur.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar hafa borist.

Veður og veðurspá

Búist er við éljagangi aðfaranótt mánudags og fram á kvöld þegar hlýnar með töluverðri rigningu um allt svæðið. Á þriðjudagsmorgun kólnar síðan aftur með suðvestan éljum.

Spá gerð: 02. mar. 13:47. Gildir til: 03. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica