Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið (tilraunaverkefni) 

-
sun. 11. apr.
Nokkur hætta -
mán. 12. apr.
Nokkur hætta -
þri. 13. apr.
Nokkur hætta
Skíðamaður setti af stað snjóflóð í Skálafelli þann 8. apríl. Óstöðugir vindflekar eru til staðar eftir snjókomu og skafrenning síðustu daga, sérstaklega í vestur- og suðurvísandi hlíðum. Varasamar aðstæður í giljum og lægðum þar sem mikill snjór hefur safnast.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Sérstaklega í giljum og lægðum þar sem mikill snjór hefur safnast.
-
Tegund
-
HæðOfan 500 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Á sunnudag.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Óstöðugir vindflekar eru til staðar, einkum í giljum og í vestur- og suðurvísandi hlíðum eftir snjókomu og skafrenning í suðaustan- og svo norðanáttum síðustu daga. Undir nýja vindskafna snjónum er hjarn sem talið er stöðugt eftir umhleypingar. Gryfja í Skálafelli 8. apríl í vesturviðhorfi sýndi lagskiptan vindfleka ofan á hjarni. Stöðugleikapróf og snjóflóð af mannavöldum bentu til veikleika á lagmótum vindflekans og hjarnsins og að brot gæti auðveldlega breiðst út. Fólk á ferð í bröttum brekkum ætti því að gæta varúðar og forðast gil og aðra staði þar sem mikill snjór hefur safnast. Það bætir í snjó til fjalla á laugardagskvöld og sunnudag og búast má við tímabundnum óstöðugleikum í nýja snjónum.
Nýleg snjóflóð
Skíðamaður setti af stað snjóflóð á skíðasvæðinu í Skálafelli 8. apríl, í gili sem mikið hafði skafið í. Skíðasvæðið var lokað.
Veður og veðurspá
Sunnan- og síðar austanátt á sunnudag og talsverð snjókoma í hæstu fjöllum inn til landsins en rigning á láglendi. Hæg austan eða breytileg átt á mánudag og úrkomulítið. Hlýnar aðeins. Áfram úrkomulítið á þriðjudag í hægri vestlægri átt.