Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • þri. 27. feb.

    Nokkur hætta
  • mið. 28. feb.

    Lítil hætta
  • fim. 29. feb.

    Lítil hætta

Hláka hefur haft áhrif á snjóþekjuna upp í fjallatoppa og mikið hefur tekið upp af snjó. Snjóþekjan er nú því einsleit og styrkist þegar frystir á ný aðfaranótt þriðjudags. Litlir vindflekar gætu myndast í éljagangi og skafið í dældir og gil.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Litlir vindflekar gætu myndast í V-átt á A-vísandi viðhorfum aðfaranótt þriðjudags. Lítill snjór er fyrir og mikið hefur tekið upp í hláku.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mikið hefur tekið upp af snjó sem hefur sjatnað í hláku á sunnudag og mánudag. Þegar frystir aðfaranótt þriðjudags má búast við að snjóþekjan styrkist á ný en V-éljagangur á þriðjudagsmorgun gæti þó stuðlað að vindflekamyndun í dældum og giljum sem vísa til austurs. Ekki er búist við að stór flóð geti fallið vegna þessa.

Nýleg snjóflóð

Lítið flekaflóð sást í Bláfjöllum 22. febrúar ásamt minniháttar spýjum og hengjuhruni.

Veður og veðurspá

Hægari vindur og heldur úrkomumeira mánudagskvöld. Gengur vestan 5-10 með skúrum eða slydduél og kólnandi veðri aðfaranótt þriðjudags. Frystir þriðjudagskvöld.

Spá gerð: 26. feb. 16:05. Gildir til: 28. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica