Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið 

-
lau. 15. feb.
Lítil hætta -
sun. 16. feb.
Lítil hætta -
mán. 17. feb.
Lítil hætta
Umhleypingar undanfarið hafa gert snjóþekjuna stöðuga víðast hvar.
Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Talsvert hefur tekið upp í hlýindum og rigningu og er snjóþekjan líklegast stöðug víðast hvar.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar.
Veður og veðurspá
Áfram austlægar áttir og tíðindalítið veður.