Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið

  • fös. 14. mar.

    Lítil hætta
  • lau. 15. mar.

    Lítil hætta
  • sun. 16. mar.

    Lítil hætta

Snjór hefur sjatnað og styrkst í hlýindum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Það bætti nokkuð á snjó í byrjun mars í kjölfar suðlægra vindátta og éljagangs. Þunnir vindflekar mynduðust í norðurvísandi hlíðum. Þeir hafa nú sjatnað og styrkst í hlýindum, snjór er víða orðinn jafnhita. Undir er gamalt harðfenni. Áfram er spáð þurru og mildu veðri næstu daga svo snjór ætti að halda áfram að sjatna og styrkjast með tímanum.

Nýleg snjóflóð

Þriðjudaginn 11. mars sáust tvö snjóflóð í Botnssúlum, ekki er vitað um aldur þeirra. Lítil náttúruleg flekaflóð féllu í síðustu viku í NV-vísandi giljum í Bláfjöllum.

Veður og veðurspá

Lítilsháttar úrkoma. Dægursveiflur í hita, yfir frostmarki á daginn, mögulega næturfrost til fjalla. Vestlægur vindur, snýst í suðlægan á laugardag.

Spá gerð: 13. mar. 11:37. Gildir til: 14. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica