Spá um snjóflóðahættu - Suðvesturhornið 

-
mán. 03. mar.
Nokkur hætta -
þri. 04. mar.
Nokkur hætta -
mið. 05. mar.
Nokkur hætta
Vindflekar gætu myndast í éljagangi á sunnudag en á mánudagskvöld hlýnar aftur með rigningu og búist við að taki upp á láglendi.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar gætu myndast til fjalla á norðlægum hlíðum í áframhaldandi SV-éljagangi næstu daga.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Vindflekar gætu myndast til fjalla á norð- og austlægum viðhorfum í hvössum suðvestan éljagangi. Á mánudagskvöld hlýnar aftur með rigningu og búist við að taki upp á láglendi og gæti náð fjallahæð. Eldri snjór er talinn stöðugur.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar hafa borist.
Veður og veðurspá
Búist er við éljagangi aðfaranótt mánudags og fram á kvöld þegar hlýnar með töluverðri rigningu um allt svæðið. Á þriðjudagsmorgun kólnar síðan aftur með suðvestan éljum.