Fréttir

snjór þekur visnuð strá og greinar, sól við sjóndeildarhring

Tíðarfar ársins 2012 - 30.12.2012

Tíð var lengst af hagstæð. Þó komu slæmir illviðrakaflar í fyrstu tveimur mánuðum ársins og auk þess í september og framan af nóvember. Árið var sérlega sólríkt, en þurrkar háðu jarðargróðri langt fram eftir sumri um landið norðan- og norðvestanvert. Mjög hlýtt var í veðri lengst af.

Lesa meira

Norðanóveður og stórhríð - 29.12.2012

Viðvörun 29. desember 2012 Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum og norðan- og vestanlands. Ekkert ferðaveður er á þessum svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð norðaustan 15-23 m/s um og eftir hádegi, hvassast á Kjalarnesi. Líkur á stöku éljum og hiti um frostmark. Víða hefur snjóað í fjalllendi undanfarna daga og snjóflóðahætta getur skapast á skömmum tíma þegar hvessir. Stórstreymt er þessa dagana samfara óvenju lágum loftþrýstingi, mikilli veðurhæð, ölduhæð og áhlaðanda.

Lesa meira

Viðvörun vegna norðanstórhríðar á laugardag - 27.12.2012

Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu.

Lesa meira
jolakort_is1

Jólaveðrið - 21.12.2012

Starfsmenn Veðurstofunnar óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og þakka samstarf og velvilja á árinu sem er að líða.

Við birtum veðurspána fyrir hátíðarnar hér fyrir neðan í dag og næstu daga. Smellið á tengilinn.

Lesa meira
Frá Vestmannaeyjum

Jólaveðrið í rúm sextíu ár - 17.12.2012

Á einföldum Íslandskortum er hægt að sjá hvernig veðrið var um jólin allt frá árinu 1949.

Lesa meira
Jarðskjálftar í nóvember 2012

Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2012 - 11.12.2012

Tæplega 1500 jarðskjálftar mældust í nóvember með jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunnar. Mesta virknin var í Eyjafjarðarál. Stærsti skjálftinn þar var 3,7 að stærð. Lítið jökulhlaup varð úr Grímsvötnum.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2012 - 3.12.2012

Tíðarfar í mánuðinum var lengst af óhagstætt. Mikill snjór var víða um landið norðanvert en snjólétt syðra. Illviðri voru með meira móti, sérstaklega framan af, og fyrstu dagana gerði óvenjuöflugt norðanillviðri með foktjóni víða um land.

Lesa meira
sólsetur

Stefnir í enn eitt hlýindaárið á heimsvísu - 29.11.2012

Í tilefni af loftslagsfundinum sem nú er haldinn i Doha í Qatar sendi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá sér fréttabréf um veðurfar það sem af er árinu 2012. Venjuleg heildarsamantekt verður að vanda gefin út í mars.

Lesa meira

Lítið hlaup að fjara út - 27.11.2012

Rennslið í Gígjukvísl var mælt þegar það var í hámarki í gærkvöldi og svo aftur í dag. Af þessum breytingum í vatnshæð er dregin sú ályktun að hlaupið sé að fjara út en geti varað í nokkra daga.

Lesa meira

Hlaupvatn í Gígjukvísl - 22.11.2012

Staðfest hefur verið með leiðnimælingu við brúna á Gígjukvísl að hlaupvatn er í ánni. Ekki er gert ráð fyrir að hlaupið verið stórt.

Lesa meira

Snjóflóð fellur á snjódýptarmæli - 19.11.2012

Ofarlega í Djúpagili rekur Vegagerðin snjódýptarmæli sem mikið reyndi á í snjóflóði um helgina. Veðurstofan og Vegagerðin reka níu slíka mæla víðsvegar um Ísland og fimmtán mælar eru reknir í Skandinavíu. Þeir hafa reynst áreiðanlegasta mælitæki sem völ er á til þess að mæla snjódýpt á upptaka-svæðum þar sem aðstæður eru erfiðar vegna hvassviðris, ísingar og örðugleika á því að framleiða nægt rafmagn til þess að reka nema og fjarskiptabúnað.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í október 2012

Jarðskjálftar í október 2012 - 16.11.2012

Rúmlega 2000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í október. Langflestir og stærstu skjálftar mánaðarins urðu í Eyjafjarðarál. Tveir voru yfir 5 að stærð og fleiri yfir 4 að stærð. Þeir fundust víða norðanlands.

Lesa meira
græn strá í svartri ösku

Landheilsa – Loftgæði – Lýðheilsa - 13.11.2012

Í andrúmsloftinu er ógrynni ýmis konar agna eða svifryks, sem myndast bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar og af mannavöldum. Svifryk hefur neikvæð áhrif á heilsu manna, einnig svifryk af jarðefnauppruna. Rykmengun frá iðnaði og útblæstri bíla hefur gegnum árin fengið mikla athygli en minna hefur farið fyrir umræðu um ryk sem rekja má til uppblásturssvæða, landbúnaðar eða gosösku. Þverfaglegt málþing verður haldið föstudaginn 16. nóvember í Öskju við Háskóla Íslands.

Lesa meira
wmo-logo

Aukið vægi veðurspáa og rannsókna á veðri víða um heim - 10.11.2012

WMO staðfesti nýlega skipulag og innleiðingaráætlun fyrir alþjóðaramma um veðurþjónustu, sem er stórt skref í þá átt að auka vægi veðurspáa og rannsókna á veðri víða um heim. Ástæðan er hröðun loftslagsbreytinga sem veldur öfgum í veðri og veðurfari. Fari svo fram sem horfir er aukin hætta á eyðileggjandi flóðum, alvarlegum þurrkum, hitabylgjum og mikilli úrkomu. Samkvæmt áætluninni verður í fyrstu lögð áhersla á bætta þjónustu er varðar viðvaranir, heilsu, vatnsvernd og -nýtingu, landbúnað og fæðuöryggi.

Lesa meira

Viðvörun vegna norðanstorms í dag, föstudag, og frameftir laugardegi - 9.11.2012

Veðurstofan vill minna á að stormur (vindhraði á bilinu 18-25 m/s) geisar á Vestfjörðum og á annesjum fyrir norðan. Mun veðrið færa sig inn á land norðan- og norðvestanlands eftir hádegi á föstudag og einnig suður um vestanvert landið seinnipart föstudags með hviðum sem geta náð yfir 40 m/s. Staðbundið má búast við talsvert mikilli ofankomu, einkum nyrst á Tröllaskaga. Stöku él verða fyrir sunnan. Vegfarendum er bent á að fylgjast náið með upplýsingum um færð og veður.

Lesa meira

Viðvörun vegna norðanstorms - 8.11.2012

Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun, föstudag. Vegfarendum er bent á að færð og skyggni getur versnað hratt og ekkert ferðaveður verður á norðvestanverðu landinu. Eins getur orðið varhugavert að vera á ferð við fjöll vestantil á landinu. Ferðaveður versnar einnig norðaustanlands á föstudagskvöld.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2012 - 7.11.2012

Ljósmyndin er úr vinnuferð yfir jökli. Mánuðurinn telst fremur hagstæður og hægviðrasamur. Lítill snjór var á láglendi. Hiti var nærri meðallagi um landið vestanvert, en annars lítillega undir því, mest rúmt eitt stig á Austurlandi.

Lesa meira
endur í vatni

Má bjóða þér vatn? - 4.11.2012

Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlestrar í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10. Þar mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, fjalla um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir tónskáld fjalla um vatn í tónlist. Vatn hefur ekki eingöngu hagnýtt gildi fyrir manninn heldur hefur það verið listamönnum innblástur í gegnum tíðina. Þannig er vatn algengt viðfangsefni myndlistarmanna og heilu tónverkin hafa verið samin um vatn.

Lesa meira
horft út um bílrúðu - fannfergi

Viðvörun vegna illviðris næsta sólarhring - 2.11.2012

2.11.2012 Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næsta sólarhring. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvössum vindhviðum, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á sunnanverðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða. Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-landi í dag

Lesa meira

Illviðri næstu daga - 1.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, verða við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til Austfjarða. Spáð er talsverðri ofankomu á N- og A-landi á föstudaginn.

Lesa meira
tré og snjór

Viðvörun vegna norðanveðurs næstu daga - 30.10.2012

Veðurstofan ítrekar vonskuveður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Mjög slæmt ferðaveður og ekki búist við að veður fari að ganga niður fyrr en seint á laugardag og sunnudag. Ölduhæð getur náð 12 metrum norður og austur af landinu og samfara hárri sjávarstöðu gæti það valdið vandræðum á hafnarsvæðum, einkum fyrir norðan.

Lesa meira
tré og snjór

Óveðurs að vænta - 29.10.2012

Veðurstofan vill vekja athygli á slæmu veðri sem spáð er næstu daga. Eftir hádegi 30. okt. verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert. Snjókoma og él geta spillt færð og skyggni á skömmum tíma. Þeir sem hafa húsdýr úti við ættu að huga að því að koma skepnum í skjól.

Lesa meira

Nánar um skjálftahrinuna í Eyjafjarðarál - 26.10.2012

Skjálftavirknin við Eyjafjarðarál heldur áfram en lítilsháttar hefur dregið úr virkninni frá því í gærkveldi. Þó má enn búast við stórum skjálftum á svæðinu.

Lesa meira
Jarðskjálftahrinan heldur áfram

Jarðskjálftahrinan í Eyjafjarðarál heldur áfram - 23.10.2012

Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardag syðst í Eyjafjarðarál heldur áfram. Í gær, mánudaginn 22. október, mældust allnokkrir skjálftar á tímabilinu frá kl. 1:00 til 8:00 á svæði nokkru suðaustan við þann stað þar sem meginhrinan og 5,6 skjálftinn voru staðsett. Þeir voru því heldur nær Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í Eyjafjarðarál - 21.10.2012

Jarðskjálftahrina með upptök syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi hefur verið í gangi síðan í gær, 20. október. Upptökin eru um 19 – 20 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði og nokkru suðvestar en skjálftahrina sem varð í september síðastliðnum.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í september 2012

Jarðskjálftar í september 2012 - 12.10.2012

Tæplega 1500 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í september. Stærstu skjálftar mánaðarins urðu í Tjörnesbrotabeltinu, í skjálftaröð syðst í Eyjafjarðarál. Þeir voru yfir 4 að stærð og fundust víða norðanlands.

Lesa meira
norðurljós

Norðurljósaspár - 10.10.2012

Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði norðurljósaspá Veðurstofunnar á fundi sem haldinn var undir formerkjum átaksins Ísland allt árið hjá Íslandsstofu miðvikudaginn 10. október. Norðurljósaspáin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Ekki hefur áður verið reynt að spá fyrir um líkur á því að sjáist til norðurljósa, miðað við landshluta og með tilliti til skýjafars og virkni.

Lesa meira
Skýjahula á Esju

Haustþing Veðurfræðifélagsins 2012 - 9.10.2012

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt fimmtudaginn 11. október 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Forgarði á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Bæði þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni eru erindin sex talsins og stutt ágrip erindanna má finna á vefsíðu félagsins.

Lesa meira

Nýjar sjálfvirkar stöðvar - 4.10.2012

Nýlega var sett upp sjálfvirk stöð á Staðarhóli í Þingeyjarsýslu. Einnig var þjónusta aukin frá Grímsstöðum á Fjöllum. Nú er hægt að nálgast upplýsingar um hita, vind og raka þaðan allan sólarhringinn úr sjálfvirkum mælum.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2012 - 1.10.2012

Septembermánaðar verður að þessu sinni einkum minnst fyrir óvenjulegt hríðarveður sem gerði um landið norðanvert dagana 9. til 11. Mikið fannfergi og ísing fylgdi veðrinu og olli hvort tveggja miklu tjóni, ísing felldi raflínur og fé fennti þúsundum saman. Enn er ekki ljóst hversu margt fórst.

Lesa meira
eldgosabjarmi í myrkri

Veðurstofan á Vísindavöku - 27.9.2012

Á Vísindavöku kynnir Veðurstofan "íslensku ofureldstöðina"; eða rannsóknir og kortlagningu eldfjallavár. Auk þess verður fjallað um jöklamælingar og margt fleira. Vísindavaka Rannís er haldin í Háskólabíói föstudaginn 28. september kl. 17-22.

Lesa meira
visindavaka-logo

Veðurstofan í vísindakaffi - 24.9.2012

Vísindakaffi á vegum Vísindavöku verður haldið á Súfistanum við Laugaveg miðvikudagskvöldið 26. september. Jöklafræðingur frá Veðurstofu Íslands veltir upp spurningum: Hve mikil var leysingin á jöklum landsins í sumar? Hvert er áætlað framlag jöklaleysingar á Íslandi til hækkunar sjávarborðs á þessari öld? Hverjar verða afleiðingar þessara breytinga fyrir vatnsorkunýtingu og samgöngur? Hvernig geta rannsóknir á Íslandi gagnast könnun Mars og ístungla sólkerfisins?

Lesa meira
Jarðskjálftar í Eyjafjarðarál

Jarðskjálftar í Eyjafjarðarál - 21.9.2012

Talsverð jarðskjálftavirkni syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi  hefur staðið yfir með hléum frá 14. september. Fram til dagsins í dag hafa mælst fjórir jarðskjálftar yfir 4 að stærð.

Lesa meira
lind, grónir bakkar

Dagur íslenskrar náttúru - 14.9.2012

Hinn 16. september ár hvert er tileinkaður íslenskri náttúru. Daginn ber að þessu sinni upp á sunnudag. Þá mun Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsækja Veðurstofu Íslands og lesa veðurfréttir kl. 10.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2012

Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2012 - 12.9.2012

Tæplega 1000 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í ágúst, talsvert færri en í júlí. Stærsti skjálfti mánaðarins varð milli Bláfjallaskála og Vífilsfells þann 30. ágúst og var hann 4,6 stig. Undir mánaðamót ágúst-september varð smáhlaup úr vestari Skaftárkatli.

Lesa meira

Veðursjá tekin í notkun á Austurlandi - 11.9.2012

Í tilefni af uppsetningu veðursjár á Austurlandi fyrr á árinu býður Veðurstofa Íslands til athafnar við veðursjána þar sem hún er staðsett við Teigsbjarg á Fljótsdalsheiði, miðvikudaginn 12. september. Árni Snorrason forstjóri tekur veðursjána formlega í notkun kl. ellefu og síðan verður boðið til hádegisverðar á Skriðuklaustri, þar sem byggingarsaga veðursjárinnar verður sögð í máli og myndum.

Lesa meira

Birting á vefnum lagfærð - 7.9.2012

Tæknimenn Veðurstofunnar hafa, ásamt þjónustuaðilum, unnið að lagfæringum á gagnagrunni Veðurstofunnar. Vonast er til að sú vinna skili sér í bættum uppitíma. Ef allt fer að óskum verða notendur vedur.is ekki varir við frekari hnökra í birtingu veðurspáa og annarra gagna á vefnum.

Lesa meira

Enn leitað lausnar á bilun - 5.9.2012

Vegna bilunar í gagnagrunni Veðurstofunnar hefur birting gagna á vefnum verið gloppótt og virkni mismikil. Flestar kviku síðurnar virka vel í bili. Þó er enn verið að skoða málið og leita varanlegrar lausnar.

Lesa meira

Bilun í gagnagrunni - 5.9.2012

Vegna bilunar í miðlægum gagnagrunni eru ákveðin kerfi Veðurstofunnar niðri. Þetta hefur áhrif á gagnasöfnun og veðurspár. Verið er að vinna í viðgerðum. Önnur frétt verður birt, strax og tekst að koma þessu í lag.

Lesa meira
Skýjafar

Tíðarfar í ágúst 2012 - 3.9.2012

Mánuðurinn var hlýr um allt land, hlýjastur að tiltölu á Norður- og Vesturlandi, en suðaustanlands og sunnan til á Austfjörðum var hann ekki langt yfir meðallagi. Mjög þurrt var um landið norðvestanvert og er mánuðurinn í flokki þeirra þurrustu á þeim slóðum.

Lesa meira

Hlaup úr vestari Skaftárkatli - 31.8.2012

Staðfest er að hlaup hefur komið frá vestari Skaftárkatli. Hlaup frá vestari katlinum eru minni en hlaup frá eystri katlinum og því einnig hættuminni. Það er þó mælt með því að fólk fari ekki að útfalli hlaupsins þar sem hætta er á brennisteinsgasi á því svæði. Vísbendingar um hlaupið hafa verið greinilegar síðan 25. ágúst. Hlaupið er lítið og vatnið hefur verið nokkra daga að ferðast undir Vatnajökli, sem er lengri tími en vant er.

Lesa meira
Jarðskjálfti í Bláfjöllum 30. ágúst 2012

Jarðskjálfti í Bláfjöllum - 30.8.2012

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 11:59 varð jarðskjálfti 4,6 að stærð með upptök á um 6 kílómetra dýpi rétt norðan við skíðasvæðið í Bláfjöllum á Reykjanesskaga.

Lesa meira
borgarísjaki

Hafís á norðurhveli aldrei mælst minni - 27.8.2012

Undanfarna áratugi hefur flatarmál hafísbreiðunnar á norðurheimskauts-svæðinu minnkað í takt við hlýnun svæðisins. Hafís á norðurhveli er mestur síðla vetrar og þekur þá 14 - 15 milljónir ferkílómetra. Á sumrin dregst hafísbreiðan verulega saman og fer niður í 5 - 6 milljónir ferkílómetra.

Lesa meira
Jarðskjálftar í júlí 2012

Jarðskjálftar í júlí 2012 - 16.8.2012

Hátt í 1500 skjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í júlí. Stærstu skjálftarnir sem mældust áttu upptök við Jan Mayen, en á og við landið urðu nokkrir um og yfir þrjú stig að stærð. Þeir áttu upptök norður af Tjörnesi, undir Ingólfsfjalli, í Kötluöskju og undir suðvestanverðum Langjökli. Ingólfsfjallsskjálftinn fannst í nágrenninu.

Lesa meira
sólsetur

Tíðarfar í júlí 2012 - 1.8.2012

Júlímánuður var mjög hlýr um landið suðvestan- og vestanvert og hiti var yfir meðallagi um land allt. Að tiltölu var kaldast austanlands. Úrkoma var nær allstaðar undir meðallagi en þó var ekki nærri því eins þurrt og í júní. Sólskinsstundir voru óvenjumargar norðanlands og vel yfir meðallagi syðra. Hægviðrasamt var í mánuðinum.

Lesa meira

Nýtt lágþrýstimet í júlímánuði - 23.7.2012

Að kvöldi 22. júlí 2012 mældist loftþrýstingur á nokkrum stöðvum sunnanlands lægri heldur en áður er vitað um hérlendis í júlímánuði. Á mönnuðu stöðvunum var lægsta talan 972,8 hPa og mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum kl. 21 og 6 stundum síðar (23, kl. 3) á Kirkjubæjarklaustri.

Lesa meira

Viðvörun vegna hvassviðris og úrkomu - 20.7.2012

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á versnandi veðri á laugardag. Búist við hvassri suðaustan- og austanátt með rigningu sunnan- og vestantil á landinu. Ferðafólki er bent á að tjöld, hjólhýsi og tengivagnar geta fokið við þessar aðstæður.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2012

Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2012 - 6.7.2012

Rúmlega 1200 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í júní. Aukin virkni var í Mýrdalsjökli, einkum innan öskjunnar og smáhlaup varð í Múlakvísl. Stærsti skjálfti mánaðarins, 3,7 að stærð, mældist í skjálftahrinu 30 kílómetrum suðaustan Kolbeinseyjar.

Lesa meira
Þórsmörk

Tíðarfar í júní 2012 - 2.7.2012

Júnímánuður var hlýr um landið vestanvert en fremur kaldur austanlands. Mjög þurrt var á landinu, sérstaklega þó norðvestanlands þar sem mánuðurinn var sá þurrasti sem vitað er um. Sérlega sólríkt var um landið sunnan- og vestanvert. Hægviðrasamt var í mánuðinum.

Lesa meira
foss fellur fram af dökkum klettavegg

Verkefnið Safetravel - 21.6.2012

Vefsíðan Safetravel er rekin af Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er hluti af stærra verkefni sem fjöldi aðila kemur að, bæði opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar, í því augnamiði að bæta forvarnir og minnka slys í ferðamennsku og ferðaþjónustu hér á landi. Snjallsímaforritið SOS Iceland er nýjasta viðbótin en hefðbundin ferðaáætlun er í fullu gildi.

Lesa meira
Jarðskjálftar í maí 2012

Jarðskjálftar í maí 2012 - 14.6.2012

Hátt í 1300 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunnar í maí. Helsti atburður var skjálftaröð við Herðubreið, sem hófst með skjálfta rúmlega þrír að stærð um miðjan mánuðinn. Hundruð eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið. Skjálftavirkni við Húsavík sem hófst í lok apríl hélt áfram í maí. Stærstu skjálftarnir sem mældust í mánuðinum voru lengst suður á Reykjaneshrygg og norður á Kolbeinseyjarhrygg.

Lesa meira
ljósgjafi vitans - glerkúpul ber við himin og haf

Fyrirlestur um loftslagsrannsóknir - 8.6.2012

Miðvikudaginn 13. júní flytur Michael E. Mann, einn þekktasti loftslags-vísindamaður samtímans, erindi í Háskóla Íslands. Hann mun þar tala um rannsóknir á loftslagsbreytingum og umræðuna um loftslagsbreytingar, sem stundum er mjög úr takt við þær vísindarannsóknir sem æskilegt væri að umræðan byggði á.

Lesa meira
í rútu í björtu veðri

Tíðarfar í maí 2012 - 1.6.2012

Mánuðurinn var mjög kaflaskiptur. Hlýtt var fyrstu tvo dagana en síðan gerði kuldakast sem stóð nær samfellt fram til 21. Þá hlýnaði og síðustu vikuna var mjög hlýtt um meginhluta landsins. Hiti komst m.a. yfir 20 stig sex daga í röð, 25. til 30.

Lesa meira
vatn, gljúfur, gróður

Sumarþing Veðurfræðifélagsins 2012 - 25.5.2012

Veðurfræðifélagið heldur sumarþing sitt þriðjudaginn 29. maí 2012. Þingið verður haldið í nýjum húsakynnum eða í Forgarði á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni eru erindin 6 talsins.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í apríl 2012

Jarðskjálftar í apríl 2012 - 16.5.2012

Um 1300 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í apríl. Mesta virknin var við Húsmúla á Hellisheiði og á Norðurlandi, 500 á hvoru svæði. Smáhlaup hófst í Múlakvísl í apríllok.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina suðvestur af Herðubreið

Jarðskjálftahrina suðvestur af Herðubreið - 15.5.2012

Í gær þann 14. maí kl. 12:45 varð jarðskjálfti rúmlega 3 að stærð með upptök um 3-4 km suðvestur af Herðubreið.  Í kjölfarið hefur fylgt jarðskjálftahrina á svæðinu með tugum smáskjálfta.

Lesa meira
Frá Akureyri

Tíðarfar í apríl 2012 - 2.5.2012

Tíðarfar í apríl var hagstætt um meginhluta landsins. Þó var frekar svalt við austurströndina. Mjög þurrt var víða um landið sunnanvert. Apríl var kaldari en mars á svæðinu frá norðanverðum Vestfjörðum austur um Norðurland og suður til Hornafjarðar.

Lesa meira

Málþing LOKS verkefnisins - 30.4.2012

Á málþingi á Veðurstofu Íslands verða kynntar niðurstöður úr verkefni sem ber heitið Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkukerfi og samgöngur (LOKS). Þátttakendur í verkefninu eru sérfræðingar í þróun og notkun fræðilegra líkana, sem beitt er við rannsóknir á veðurfari, vatnafari og jökulafkomu með væntanlegar breytingar á fyrri hluta 21. aldar í huga.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2012

Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2012 - 13.4.2012

Lítil skjálftavirkni mældist í mars, alls 725 skjálftar. Helsti atburður mánaðarins var skjálftaröð með upptök suðaustan Helgafells, en stærstu skjálftarnir fundust víða.

Lesa meira
blátt vatn í snæviþakinni auðn

Öskjuvatn íslaust - 3.4.2012

Í mars kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust, sem þykir óvanalegt og gerist öllu jafna ekki fyrr en í lok júní eða byrjun júlí. Óvenjuhlýtt var á landinu í mars, en önnur vötn á hálendinu, t.d. Hágöngulón, svo og Mývatn, eru ekki orðin íslaus þrátt fyrir það.

Lesa meira
mælaskýli við ísilagðan vatnsfarveg

Tíðarfar í mars 2012 - 2.4.2012

Mánuðurinn var mjög hlýr, sérstaklega um landið norðan- og austanvert en á þeim slóðum var hann meðal þeirra tíu hlýjustu frá upphafi mælinga. Mjög úrkomusamt var á Suður- og Vesturlandi. Snjólétt var á landinu.

Lesa meira
sveitabær

Marshámark - nýtt Íslandsmet - 30.3.2012

Fimmtudaginn 29. mars 2012 mældist hámarkshiti í Kvískerjum í Öræfum 20,5 stig. Þetta er langhæsti hiti sem mælst hefur í mars hér á landi. Gamla metið var 18,8 stig og var sett á Eskifirði 28. mars 2000.

Lesa meira
Snjóflóð í Ólafsvík

Snjóflóð féll ofan við heilsugæslustöðina í Ólafsvík - 27.3.2012

Snjóflóð féll úr Tvísteinahlíð ofan heilsugæslustöðvarinnar við Engihlíð í Ólafsvík þann 19. mars sl. Gera má ráð fyrir að snjóflóðið hefði orðið margfalt stærra, og jafnvel náð niður að heilsugæslunni ef stoðvirkin hefðu ekki dregið úr snjómagninu sem fór að stað. Þetta er fyrsta dæmið hér á landi um að stoðvirki á upptakasvæðum hafi komið í veg fyrir eða dregið úr stærð snjóflóðs.

Lesa meira
Framkvæmdaráð Veðurstofu Íslands.

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2012 - 26.3.2012

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn fimmtudaginn 22. mars, á degi vatnsins. Umhverfisráðherra flutti stutt ávarp, forstjóri hélt erindi um stöðu stofnunarinnar og áfanga í starfi og fimm starfsmenn sögðu frá verkefnum. Ársskýrsla fyrir árið 2011 kom út og meginsalur bókasafns stofnunarinnar var vígður.

Lesa meira
mælaskýli - dalur - fjöll

Alþjóðaveðurdagurinn 2012 - 23.3.2012

Á hverju ári í rúma hálfa öld hefur Alþjóðaveðurfræðistofnunin kynnt starfsemi sína á alþjóðaveðurdeginum, 23. mars. Á þessu ári fer kynningin fram undir orðunum: Gæðum framtíðina mætti veðurs og vatns.

Lesa meira
bygging

Ársfundur Veðurstofu Íslands 2012 - 19.3.2012

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á degi vatnsins, næstkomandi fimmtudag, 22. mars. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra og kynningu forstjóra verða flutt þrjú erindi: um eftirlit og spá, um eldfjallarannsóknir og áhættumat og um loftslagsverkefni á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í febrúar 2012

Jarðskjálftar á Íslandi í febrúar 2012 - 15.3.2012

Í febrúarmánuði voru staðsettir alls 1196 jarðskjálftar. Þeir stærstu mældust Ml 3,7 úti fyrir mynni Eyjafjarðar og Ml 3,5 við Eldeyjarboða. Nokkrir skjálftar voru staðsettir suður á Reykjaneshrygg og norður á Kolbeinseyjarhrygg

Lesa meira
stórfljót

Arctic HYCOS fundur í Halifax - 7.3.2012

Þjóðirnar, sem land eiga að norðurskautssvæðinu, hafa á undanförnum árum eflt samstarf veður- og vatnafræðistofnana sinna. Tilgangurinn er sá að styðja við vöktun og rannsóknir á innrennsli ferskvatns inn í Norður-Íshafið og auka þar með skilning á áhrifum hlýnunar á norðurslóðum.

Lesa meira
hálendi - ís - aska - lægð - lítið vatnsrennsli

Breytingar á lögum um Ofanflóðasjóð - 5.3.2012

Þann 28. febrúar síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingar á lögum um Ofanflóðasjóð. Þessi lagabreyting gerir Ofanflóðasjóði kleift að koma að fjármögnun hættumats vegna íslenskra eldfjalla til næstu þriggja ára.

Lesa meira
aftanskin

Tíðarfar í febrúar 2012 - 1.3.2012

Mánuðurinn var umhleypingasamur og hlýr. Hlýindin voru að tiltölu mest austanlands þar sem hiti á Fljótsdalshéraði var meira en 4 stigum ofan meðallags. Úrkoma var mikil um allt sunnan- og vestanvert landið og var á stöku stöð meiri heldur en hún hefur áður mælst í febrúar.

Lesa meira
Jarðskjálftar við Helgafell 1. mars 2012

Jarðskjálftar fyrir sunnan og norðan - 1.3.2012

Þann 1. mars 2012 klukkan 01:03 varð jarðskjálfti suðaustan við Helgafell, sunnan Hafnarfjarðar. Hann var 4,2 að stærð og fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akranesi.

Lesa meira
Íslandskort og texti

Snjóflóðaforsíða á vefnum - 24.2.2012

Snjóflóðaforsíða er nú í boði á vef Veðurstofunnar. Þar er kort með rauntímaupplýsingum um snjóflóð á landinu síðastliðna viku. Notendur eru hvattir til að tilkynna snjóflóð sem þeir verða varir við.

Lesa meira
Við Seljalandsfoss

Loftslagsbreytingar og orkugjafar á 21. öld - 21.2.2012

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út skýrsluna Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á endurnýjanlega orkugjafa á 21. öld. Er það lokaskýrsla um sameiginlegt rannsóknarverkefni Norðurlanda og Eystrasaltslanda: Climate and Energy Systems (CES). Verkefnisstjóri CES er Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, og aðalritstjóri lokaskýrslunnar er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofunni.

Lesa meira
vefsíða

Niðurstöður fyrir Veðurstofu Íslands í úttekt um opinbera vefi - 13.2.2012

Í lok síðasta árs stóð innanríkis-ráðuneytið fyrir úttektinni Hvað er spunnið í opinbera vefi. Niðurstöðurnar voru birtar fyrir skömmu. Þetta er í fjórða skipti sem sambærileg úttekt er gerð, áður hafa þær verið gerðar 2005, 2007 og 2009.

Lesa meira
hitamælaskýli - snævi þakin jörð

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2012 - 10.2.2012

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing sitt þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í janúar 2012

Jarðskjálftar í janúar 2012 - 9.2.2012

Í janúar mældust um 850 jarðskjálftar með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Flestir áttu upptök við Húsmúla á Hengilssvæðinu en þar mældust um 250 smáskjálftar. Tæplega 150 skjálftar urðu í Mýrdalsjökli, flestir innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálfti mánaðarins varð að kvöldi 3. janúar, Ml 3,9, rétt vestan Krýsuvíkur og fannst víða á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Lesa meira
Ísland

Falleg MODIS mynd af Íslandi - 6.2.2012

Á hverjum degi fara nokkur veðurtungl yfir Ísland. Sunnudaginn 5. febrúar fékkst falleg mynd sem sýnir snæviþakið landið, hafís í Grænlandssundi og skýjabakka yfir suðvesturhluta landsins.

Lesa meira
jafnfallinn snjór á garðflöt, tjrám og húsi

Tíðarfar í janúar 2012 - 1.2.2012

Mánuðurinn telst úrkomu- og illviðrasamur um meginhluta landsins. Suðvestanlands var venju fremur snjóþungt og sömuleiðis var allmikill snjór á Vestfjörðum og sums staðar norðanlands. Hiti var ofan við meðallag um land allt, mest austanlands.

Lesa meira
kort og tákn

Birting hafístilkynninga - 26.1.2012

Sú breyting varð nýlega að hafístilkynningar berast sjálfvirkt og að sólarhringsvakt Veðurstofunnar birtir þær jafnóðum á vefnum. Einnig eru birt kort af aðstæðum eins og þurfa þykir.

Lesa meira
úr flugi sést vart til jarðar

Málþing um gosösku og flugsamgöngur - 17.1.2012

Hinn 17. janúar var málþingið Mælingar og hermun gosösku í andrúmslofti fyrir flugsamgöngur haldið í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Reiknistofa í veðurfræði stóðu að málþinginu.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í desember 2011

Jarðskjálftar á Íslandi í desember 2011 - 13.1.2012

Rúmlega 1400 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í mánuðinum. Mesta virknin var við Húsmúla á Hengilssvæðinu en þar mældust tæplega 600 jarðskjálftar og rétt tæpir 400 í Mýrdalsjökli, flestir innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálfti mánaðarins varð í byrjun mánaðar um það bil 14 kílómetrum austan Akureyrar og var hann rúmlega þrjú stig..

Lesa meira
ísgljúfur - bláir skuggar göngumanna

Norrænt jarðvísindamót í Hörpu - 9.1.2012

Nær 300 fræðimenn frá Norðurlöndum og víðar sækja þrítugasta vetrarmót norrænna jarðvísindamanna, sem haldið er í Hörpu í þessari viku en það var síðast haldið hérlendis árið 2002. Jarðfræðafélag Íslands skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við ýmsar stofnanir hérlendis.

Lesa meira
snæviþakinn runni

Tíðarfar í desember 2011 - 2.1.2012

Óvenjukalt var framan af mánuðinum en síðari hlutinn var nærri meðallagi hvað hita áhrærir. Snjór var þaulsetinn á jörðu um mestallt land og mánuðurinn í hópi allra snjóþyngstu desembermánaða um landið suðvestanvert. Slæma hálku gerði í blotum síðari hluta mánaðarins og víða var freði á jörð í lok hans.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica