Viðvörun vegna hvassviðris og úrkomu
Eftir blíðviðri undanfarinna vikna vill Veðurstofan vekja sérstaka athygli á versnandi veðri.
Síðdegis á laugardag og laugardagskvöld er búist við hvassri suðaustan- og austanátt með rigningu sunnan- og vestantil á landinu.
Víða verður meðalvindhraði á bilinu 13-20 m/s og hviður geta staðbundið farið um eða yfir 30 m/s. Hvassast verður við SV-ströndina og á vestanverðu hálendinu og þar má búast við 18-23 m/s og hviðum allt að 40 m/s. Ferðafólki er bent á að tjöld, hjólhýsi og tengivagnar geta fokið við þessar aðstæður.
Einnig vill Veðurstofan vekja athygli á að stórstreymt er á laugardagskvöld og sjávarstaða því há. Ástæða er til varkárni við strendur. Aðfaranótt sunnudags dregur verulega úr vindi.
Vakthafandi veðurfræðingar:
Kristín Hermansdóttir
Sibylle von Löwis
Helga Ívarsdóttir