Fréttir
Jarðskjálftar við Helgafell 1. mars 2012
Jarðskjálftar við Helgafell 1. mars 2012

Jarðskjálftar fyrir sunnan og norðan

1.3.2012

Klukkan 01:03 varð jarðskjálfti, af stærð 4,2, suðaustan við Helgafell, sunnan Hafnarfjarðar.  Annar sem var 3,6 að stærð varð hálftíma fyrr á sama svæði. Báðir skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu og sá stærri einnig á Akranesi. Skjálftarnir voru grunnir, á 3-4 kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Í gærkveldi, 29. febrúar kl. 22:06, varð skjálfti af stærð 3,7 með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Hann fannst á Ólafsfirði, Siglufirði og í Svarfaðardal. Jarðskjálftar af þessari stærð verða af og til á þessu svæði.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica