Fréttir
Jarðskjálfti í Bláfjöllum
Klukkan 11:59 í dag, 30. ágúst, varð jarðskjálfti 4,6 að stærð með upptök á um 6 kílómetra dýpi rétt norðan við skíðasvæðið í Bláfjöllum á Reykjanesskaga.
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar, m.a. bárust tilkynningar frá Selfossi og Hvolsvelli. Nokkrir eftirskjálftar, allir um og undir tveimur að stærð, hafa fylgt í kjölfarið þegar þetta er skrifað.
Upptökin eru á norður-suður sprungu á flekaskilunum á Reykjanesskaga. Nokkur smáskjálftavirkni var á þessu svæði í síðasta mánuði. Vel verður fylgst með svæðinu næstu daga.