Fréttir
Ársfundur Veðurstofu Íslands 2012
Tilkynning
Veðurstofa Íslands heldur ársfund sinn fimmtudaginn 22. mars 2012 í nýju húsnæði Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7 og hefst fundurinn kl. 15:00.
Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út sama dag en þetta er dagur vatnsins, sem haldinn er 22. mars ár hvert. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra og kynningu forstjóra verða flutt þrjú erindi.
Dagskrá:
- 15:00 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
- 15:05 Árni Snorrason forstjóri: Frá Veðurstofunni
- 15:20 Theodór F. Hervarsson framkvæmdastjóri: Eftirlit og spá
- 15:40 Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri, Evgenia Ilyinskaya eldfjallasérfræðingur og Emmanuel P. Pagneux sérfræðingur í flóðarannsóknum: Eldfjallarannsóknir og áhættumat eldfjalla. Áætlun gerir ráð fyrir að unnið verði að fjórum fagverkefnum á næstu þremur árum: Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum. Forgreiningu á áhættu vegna flóða samfara eldgosum. Forgreiningu á sprengigosum á Íslandi. Forgreiningu á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni, þ.e. eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi.
- 16:00 Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum: Loftslagsverkefnið Climate and Energy Systems. Norræna ráðherranefndin gaf nýlega út skýrslu með niðurstöðum úr samvinnuverkefni loftslagsfræðinga á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Eru þar settar fram sviðsmyndir veðurfars fram til miðrar 21. aldar og reiknuð áhrif hlýnunar á endurnýjanlega orkugjafa. Í erindinu verður gerð grein fyrir aðalniðurstöðum verkefnisins og sagt frá öðrum loftslagsverkefnum á vegum Veðurstofu Íslands.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.