Málþing um gosösku og flugsamgöngur
Mælingar og hermun gosösku í andrúmslofti fyrir flugsamgöngur
Þriðjudaginn 17. janúar er haldið málþingið Mælingar og hermun gosösku í andrúmslofti fyrir flugsamgöngur (Measurements and simulation of volcanic ash for civil aviation).
Málþingið er haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9. Það hefst kl. 09:00 og því lýkur kl. 17:00. Stjórnandi er Sigurður M. Garðarson, deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ.
Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Reiknistofa í veðurfræði standa að málþinginu og er það styrkt af Flugmálastjórn Íslands, Icelandair og Isavia.
Málþingið er öllum opið. Erindin verða flutt á ensku. Dagskrána má skoða í sérstöku skjali (pdf 55 Kb) en hér undir má sjá nöfn fyrirlesara og helstu málaflokka ásamt tengli á vef Háskóla Íslands:
Mælingar og hermun gosösku í andrúmslofti fyrir flugsamgöngur
- 09:00 – 9:30 Skráning
- 09:30 – 9:40 Setning: Pétur K. Maack, Flugmálastjórn Íslands
Öskumælingar, reynslan 2010 og 2011
- 09:45 Konradin Weber frá UAS í Düsseldorf í Þýskalandi
- 10:15 Jónas Elíasson, Háskóla Íslands
Öflun gagna og framfarir í líkönum
- 10:45 Jonathan P. Taylor, Bresku veðurstofunni
- 11:15 Sibylle von Löwis og Geirfinnur S. Sigurðarson, Veðurstofu Íslands
- 11:45 Jonathan P. Taylor, Bresku veðurstofunni
Hádegisverður 12:15 - 13:30
Áhrif ösku á starfsemi og hagræna þætti
- 13:30 Ásgeir Pálsson, Isavia
- 14:00 Hilmar B. Baldursson og Matthías Sveinbjörnsson, Icelandair
Möguleg líkön fyrir Ísland
- 14:30 Guðrún Nína Petersen, Halldór Björnsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Þorsteinsson frá Veðurstofu Íslands
- 15:00 Ólafur Rögnvaldsson, Reiknistofu í veðurfræði
- 15:30 Þorgeir Pálsson, Háskólanum í Reykjavík
- 16:00 Fred Prata frá Norsku loftrannsóknastofnuninni, NILU
Samantekt og umræður 16:30 – 17:00
- Sjálf erindin (pdf) og samantekt málfundarins verða birt á vefsíðu Háskóla Íslands, ásamt lista yfir þátttakendur og fyrirlesara. Vinsamlegast virðið höfundarrétt.