Veðurstofan á Vísindavöku
Ofureldstöð í Háskólabíói?
Veðurstofan verður á vísindavöku og kynnir verkefnið "íslenska ofureldstöðin". Það eru rannsóknir og kortlagning eldfjallavár, styrktar af erlendum rannsóknarsjóðum og unnið í samvinnu við Jarðvísindastofnun háskólans – grunnur fyrir heildar áhættumat vegna eldgosa á Íslandi. Veðurstofan sýnir líka niðurstöður mælinga íslenskra jökla með leysigeisla úr flugvél.

Mælakerfi Veðurstofunnar er það sem gagnasöfnun og upplýsingar vísindamanna grundvallast á. Þetta eru veðurmælastöðvar, jarðmælar, vatnamælar, landmælingatæki og ratsjár ýmis konar. Á vökunni verður hægt að kynnast því, sjá hvaða mælar eru hvar, hvernig þeir líta út og hvaða upplýsingar koma frá þeim.
Veðurstofan verður á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 28. september kl. 17-22.