Fréttir
sveitabær
Kvísker í Öræfum.

Marshámark - nýtt Íslandsmet

Hiti fór í 20,5°C í Kvískerjum

30.3.2012

Fimmtudaginn 29. mars 2012 mældist hámarkshiti í Kvískerjum í Öræfum 20,5 stig. Þetta er langhæsti hiti sem mælst hefur í mars hér á landi. Gamla metið var 18,8 stig og var sett á Eskifirði 28. mars 2000. Hitinn í Kvískerjum fór tvisvar dagsins í 20,5 stig, í fyrra skiptið kl. 13:40 og í síðara skiptið kl. 15:20. Veðurstöðin í Kvískerjum stendur nærri bænum.

Vegagerðarstöðin - hún stendur niður við veg mældi mest 19,6 stig. Það var klukkan 16:50.

Sjálfvirk stöð Veðurstofunnar í Kvískerjum mælir aðeins hita og úrkomu, en á vegagerðarstöðinni er einnig mældur vindur og raki. Vindátt var talsvert breytileg um miðjan daginn og vindur ekki hvass. Raki losaði 40 prósent.

Um suðaustanvert landið varð víða hlýtt þennan dag og ný hámarksmet marsmánaðar sett á fjölmörgum veðurstöðvum.

 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica