Fréttir
blátt vatn í snæviþakinni auðn
Öskjuvatn íslaust 2. apríl 2012.

Öskjuvatn íslaust

Öskjuvatn íslaust óvenju snemma árs

3.4.2012

Í mars kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust, sem þykir óvanalegt og gerist öllu jafna ekki fyrr en í lok júní eða byrjun júlí.

Óvenjuhlýtt var á landinu í mars, en önnur vötn á hálendinu, t.d. Hágöngulón, svo og Mývatn, eru ekki orðin íslaus þrátt fyrir það.

Vegna þessa þótti ástæða til að kanna Öskjuvatnið nánar og þann 2. apríl var farið í könnunarflug með vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,  en hún er m.a. útbúin hitamyndavél. Þar kom í ljós að Öskjuvatnið er alveg íslaust og engin fljótandi ís á því. Þekktu jarðhitasvæðin þrjú á svæðinu voru vel virk en engin auðsjáanleg merki nýs yfirborðshita var sjáanlegur.  Stóra askjan var undir snjóþekju og engin bræðsla var sjáanleg.

Nú er verið að taka ákvörðun um frekari aðgerðir, sem miða að aukinni vöktun á svæðinu til að fylgjast náið með framvindu mála.

MODIS gervihnattamynd frá NASA
MODIS gervihnattamynd frá NASA 02.04.2012 kl. 13:40, svokölluð náttúruleg litmynd framleidd með HDFLook. Öskjuvatn sker sig úr á miðri mynd enda íslaust óvenjusnemma.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica