Fréttir
Eyjafjallajökull
Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli frá 9. júní til 16. júlí 2009.

Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli

17.7.2009

Frá því snemma í júní hefur verið nokkuð viðvarandi jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli. Upptök flestra jarðskjálftanna eru á um 10 km dýpi og stærstu jarðskjálftarnir eru um 2 að stærð.

Líklegt má telja að orsök jarðskjálftanna sé kvikuinnskot, á svipaðan hátt og gerðist 1994 og 1999.

Sjálfvirkar GPS-landmælingar við Þorvaldseyri sýna færslu til suðurs sem nemur um 1 cm frá byrjun júní. Til samanburðar numu færslur á nálægum mælipunkti um 13 cm í kvikuinnskotinu sem varð árið 1999, samkvæmt mælingum Norræna eldfjallasetursins.

Búast má við áframhaldandi smáskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli.

Fylgjast má með skjálftavirkni á þessum slóðum hér á vefnum og á nýjum farsímavef veðurstofunnar - m.vedur.is.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica