Fréttir
andlitsmynd
Rajendra K. Pachauri, formaður IPCC.

Vísindin og loftslagsbreytingar

fyrirlestur í Háskóla Íslands

17.9.2009

Veðurstofan vill vekja athygli á því að dr. Rajendra K. Pachauri, einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar, flytur opinn fyrirlestur laugardaginn 19. september 2009 kl. 11:30 í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Titillinn er „Can Science Determine the Politics of Climate Change?“ Spurt er hvort vísindin geta haft afgerandi áhrif á stjórnmál og ákvarðanatöku hvað varðar loftslagsbreytingar.

Dr. Pachauri hefur verið formaður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, síðan 2002 og tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd nefndarinnar árið 2007. Hann var endurkjörinn formaður nefndarinnar árið 2008.

Hann er einnig forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi sem fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samstarfssamningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

blár borði - lógó




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica