Fréttir
is_september2009
Staðsetning borgarísjaka 28. september 2009.

Hafís í september 2009

mánaðaryfirlit

9.10.2009

Ein tilkynning barst um borgarísjaka í mánuðinum. Þann 28. september var tilkynnt um borgarís á 66°57'N og 23°49'V.

Enginn hafís var á Grænlandssundi í september. Norðaustanátt var ríkjandi þar fyrri hluta mánaðarins og vestlægar áttir í lok hans.

Um hafís

Hafís á Íslandsmiðum er algengur, einkum á hafsvæðinu norðvestur af landinu, en ísmagnið í Grænlandssundi ræður mestu þar um. Hafískoma við Ísland, við landið sjálft, er miklu fátíðari og fer eftir ýmsum þáttum, ekki aðeins ísmagni í Grænlandssundi heldur einnig ástandi sjávar í Íslandshafi og almennri lofthringrás yfir norðurhveli.

Norska veðurstofan birtir daglega hafískort af svæðinu austur af Grænlandi og danska veðurstofan birtir vikulega kort sem sýna útbreiðslu hafíss allt í kringum Grænland. Bandarísk veðurtungl sýna hafís á Grænlandssundi sem rauðbrúnleita flekki á myndum sem uppfærast oft á dag en út frá slíkum upplýsingum er metinn hafísþéttleiki svæðisins einu sinni á sólarhring.

Tilkynningar um hafís á Íslandsmiðum berast til Veðurstofunnar frá Landhelgisgæslunni; úr ískönnunarflugi annars vegar og með tilkynningum frá sjófarendum hins vegar. Í einstaka tilfellum koma tilkynningar frá sjónarvottum á landi. Veðurstofan birtir á vefnum þær tilkynningar sem berast, ásamt ofangreindum upplýsingum um stöðu hafíss byggða á gervihnattamyndum. Fylgst er grannt með hafísnum og þegar ástæða er til eru viðvaranir birtar.

Eldri mánaðaryfirlit ársins, svo og fyrri ára, má einnig skoða hér á vefnum.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica