Fréttir
lítið timburhús, allt er snævi þakið í kring
Bækistöð leiðangursmanna er í Ingólfsskála við norðanverðan Hofsjökul.

Vorferð á Hofsjökul

afkomumælingar

20.5.2009

Starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu vetrarákomu á Hofsjökli í árlegri vorferð dagana 30. apríl - 6. maí síðastliðinn.

Hofsjökull er þriðji stærsti jökull landsins, um 860 km2 að flatarmáli, og frá honum fellur leysingarvatn til Þjórsár, til Jökulsánna í Skagafirði, til Blöndu og til Hvítár eystri. Vetrarákoma og sumarleysing er árlega mæld í 25-30 punktum á þrem mælilínum sem liggja til norðurs, suðvesturs og suðausturs frá hæstu bungum.

Vatnamælingar Orkustofnunar sáu um rannsóknir á afkomu Hofsjökuls á árabilinu 1987-2008 en verkefni þetta færðist til Veðurstofunnar við nýlega sameiningu hennar og Vatnamælinga. Mælingarnar eru kostaðar af orkumálasviði Orkustofnunar.

Snjóalög reyndust í meðallagi á jöklinum þetta vorið, ef miðað er við undanfarin ár. Nánar má lesa um ferðina, mælingar og niðurstöður í fróðleiksgrein.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica