Fréttir
tvöfaldur regnbogi, sá innri skær, sá ytri daufari
Skær regnbogi sást á höfuðborgarsvæðinu síðla dags 9. október 2009.

Illviðrið síðasta föstudag

14.10.2009

Eins og fólk veit gekk mikið hvassviðri yfir landið föstudaginn 9. október 2009 og aðfaranótt laugardagsins 10. október.

Á láglendi mældist stormur (yfir 20 m/s) á helmingi sjálfvirkra veðurstöðva þann 9. og á rúmum fjórðungi þeirra þann 10. Á hálendisstöðvunum var stormur á 80% sjálfvirkra veðurstöðva 9. október.

Í veðrinu mældist mesti tíu mínútna meðalvindhraði í Vestmannaeyjakaupstað 28,0 m/s og mesta hviða þar mældist 45,8 m/s. Þetta er hvort tveggja meira en mælst hefur þar frá því að sjálfvirkar athuganir hófust árið 2002. Vindhraði á Stórhöfða var einnig meiri en verið hefur síðan sjálfvirkar athuganir hófust þar 2004.

Metnotkun varð á vef Veðurstofunnar á föstudeginum:

  • notendur 40.734
  • innlit 70.746
  • síðufléttingar 241.254

Nánar má lesa um illviðrið og samanburð við önnur veður í fróðleiksgrein hér á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica