•  Um þessar mundir er unnið að uppfærslu á innri kerfum Veðurstofunnar. 
     Búast má við truflunum í birtingu gagna á vefnum á þeim tíma.  
Fréttir
Jarðskjálfti að stærð 4,7 við Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 4,7 með upptök um 8 km norðaustur af Grindavík.

Jarðskjálfti að stærð 4,7 um 8 km norðaustur af Grindavík

30.5.2009

Þann 29. maí 2009 kl. 21:33 varð jarðskjálfti að stærð 4,7 með upptök um 8 km norðaustur af Grindavík á Reykjanesskaga.

Jarðskjálftinn fannst víða um suðvestanvert landið, vestur undir Búðardal og austur að Hvolsvelli.

Um tvö hundruð eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið fram undir miðnætti og stærstu eftirskjálftarnir voru um 3 stig.

Upptök jarðskjálftans eru á flekaskilunum á Reykjanesskaga sem er þekkt jarðskjálftasvæði.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica