Fréttir
málmtæki stendur við glugga
Jarðskjálftamælir af Mainka gerð

Jarðskjálftaráðstefna í lok október

Alþjóðleg ráðstefna um jarðskjálfta og aðdraganda þeirra

7.9.2009

Í ár eru liðin 100 ár frá því að fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp á Íslandi. Auk þess eru 30 ár síðan þenslumælingar hófust á landinu, 20 ár síðan fyrsta SIL jarðskjálftastöðin var sett upp og net samfelldra GPS mælinga á Íslandi er 10 ára.

Af þessu tilefni stendur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Íslenskar orkurannsóknir, Uppsalaháskóla og fleiri, fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um jarðskjálftafræði og þróun jarðskjálftaspárannsókna.

Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 30. október 2009 í Víðgelmi, fundarsal í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskráin verður kynnt þegar nær dregur.

Ráðstefnan er helguð minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar jarðeðlisfræðings, sem lést af slysförum 25. október 1999, en hann lét mikið til sín taka í jarðskjálftarannsóknum á Íslandi.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica