Fréttir
Morgunverðarfundur um vatnatilskipun ESB
Reynsla Skotlands
Veðurstofan vill vekja athygli á því að Umhverfisstofnun og Veiðimálastofnun standa fyrir opnum morgunverðarfundi um innleiðingu Vatnatilskipunar ESB, þriðjudaginn 19. maí kl. 8:30 til 10:00 á Grand Hótel.
Roger Owen, yfirmaður vistfræðideildar skosku Umhverfisstofnunarinnar (SEPA), heldur fyrirlestur um innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins í Skotlandi.
Dagskrá:
- 8:00 Húsið opnað
- 8:30 Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar: Vatnatilskipun ESB á Íslandi
- 8:40 Roger Owen, yfirmaður vistfræðideildar SEPA: Vatnatilskipun ESB og upptaka hennar í Skotlandi
- 9:40 Umræður
- 10:00 Fundarslit
Fundarstjóri er Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar.