Fréttir
Íslandskort með litaflekkjum, rauðast á hálendinu
Íslandskort, árstíðasveifla.

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2009

12.2.2009

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett föstudaginn 13. febrúar 2009 kl. 13:15 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Í framhaldi af þinginu heldur félagið aðalfund sinn og fundarhöldum lýkur um kl. 16:30.

Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.

Dagskráin er sem hér segir:

Þorraþing

  • 13:15 Einar Sveinbjörnsson - Seltuveður 18. september 2008 og tegundir seltuveðra suðvestanlands.
  • 13:30 Sveinn Brynjólfsson - Um úrkomu og snjóflóð á Tröllaskaga.
  • 13:45 Trausti Jónsson - Úrkoma í grennd - dægur, árstíða- og langtímasveiflur.
  • 14:00 Sigurður Þorsteinsson - Tíðindi af hlélægð Grænlands.

    Stutt hlé
  • 14:15 Guðrún Nína Petersen - GFDex þá og nú.
  • 14:30 Kristján Jónasson - Eyður í mælingarunum og mat á samdreifnifylki Gauss-dreifingar.
  • 14:45 Hálfdán Ágútsson - Ógleði í flugi austan Öræfajökuls.
  • 15:00 Haraldur Ólafsson - Tóbinröstin mæld.

    Kaffihlé

Aðalfundur


i Starfsskýrsla
ii Fjármál
iii Kosningar
iv Önnur mál

Ágrip nokkurra erinda





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica