Fréttir
XML þjónusta

Ný XML-þjónusta

22.9.2009

Veðurstofa Íslands hefur þróað XML-þjónustu sem gerir fagfólki kleift að sækja nýjustu staðaspár, textaspár og veðurathuganir á XML-formi. Um er að ræða sömu gögnin og eru birt á Veðurstofuvefnum. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Notkun gagnanna er háð notkunarskilmálum sem gilda almennt um öll gögn á vef Veðurstofunnar.

XML-þjónustan verður keyrð til reynslu á prófunar-miðlara. Að loknum prófunartímanum verður þjónustan færð á rekstrarvél og veffangi hennar breytt í endanlega mynd. Gera má ráð fyrir að prófunartíminn verði u.þ.b. mánuður.

Þessi XML-þjónusta kemur í staðinn fyrir eldri og mun takmarkaðri XML-þjónustu sem Veðurstofan hefur boðið upp á. Gert er ráð fyrir að slökkt verði á þeirri þjónustu um eða eftir áramót.

Lesa má ítarlegar leiðbeiningar um XML-þjónustuna (pdf 0,2 Mb).







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica