Fréttir
XML þjónusta

XML-þjónusta Veðurstofunnar

2.11.2009

Ný XML-þjónusta Veðurstofunnar hefur verið keyrð til prófunar undanfarnar vikur. Engin veruleg vandkvæði hafa verið tilkynnt til Veðurstofunnar. Þjónustan færist nú á endanlega vefslóð. Prófunarslóðinni verður lokað á næstu dögum.

Endanleg vefslóð þjónustunnar verður xmlweather.vedur.is

XML-þjónustan gerir fagfólki kleift að sækja nýjustu staðaspár, textaspár og veðurathuganir á XML-formi. Um er að ræða sömu gögnin og eru birt á Veðurstofuvefnum. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Notkun gagnanna er háð notkunarskilmálum sem gilda almennt um öll gögn á vef Veðurstofunnar.

Nýja XML-þjónustan kemur í staðinn fyrir eldri og mun takmarkaðri XML-þjónustu sem Veðurstofan hefur boðið upp á. Gert er ráð fyrir að þeirri þjónustu verði hætt um eða eftir áramót.

Ítarlegar leiðbeiningar um XML-þjónustuna (pdf 0,2 Mb).Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica