Fréttir
Vatnavextir af völdum lægðar
Mikill vöxtur í ám á Suðurlandi
Vatnamælar Veðurstofu Íslands sýna mikinn vöxt í ám í kringum Mýrdalsjökul, meðal annars í Hólmsá við Hrífunes.
Ferðafólk á Torfajökulssvæðinu hefur haft samband við spádeild Veðurstofunnar og lýst áhyggjum sínum af vatnavöxtum á svæðinu.
Spáð er áframhaldandi vætutíð fram á laugardag.
Hólmsá árið 2002
Hólmsá við Hrífunes, Kerlingahnúkar fjær og Mýrdalsjökull í bakgrunni til hægri. Myndin er tekin af Erik Sturkell á góðum degi árið 2002.